Fréttablaðið - 25.09.2007, Side 16

Fréttablaðið - 25.09.2007, Side 16
Höfuðborgamót Norrænu félaganna fer fram helgina 28.-30. september í Reykjavík. Norræn félög frá Norðurlöndunum standa fyrir dag- skránni og er þema mótsins að þessu sinni norræn goða- fræði og ásatrú ásamt áhrifum þeirra á þúsund ára kristni fram til okkar daga. „Áhrifa goðafræðinnar gætir víða í daglegu lífi og má til dæmis greina þau í mannanöfnum eins og Óðinn, Njörð- ur, Freyja, Sif, Laufey og Þór sem er orðið algengasta karl- mannsnafnið á Íslandi. Auk þess bera mörg hús í borginni nöfn eins og Valhöll og Þórshamar og Norræna félagið á Ís- landi hefur til að mynda aðsetur á Óðinstorgi þar sem mæt- ast Þórsgata, Týsgata og Óðinsgata. Svo eru stórfyrirtæki eins og Glitnir sem sækja nafn sitt í goðafræðina,“ segir Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður Norræna félagsins í Reykjavík. Dagskrá höfuðborgamótsins hefst með málþingi í Perl- unni föstudaginn 28. september klukkan þrjú. „Þar verður fjallað um þátt ásatrúarinnar í lífi okkar gegnum söguna og verða þar góðir gestir með erindi. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, Þórarinn Eldjárn, Terry Gunnell og Þorvaldur Friðriks- son verða með fyrirlestra ásamt Tríói Reykjavíkur sem flyt- ur tónlist,“ útskýrir Þorvaldur. Síðdegis laugardaginn 29. september verður hátíð á Óðins- torgi í Reykjavík frá klukkan tvö til fimm. „Norræna félagið fagnar 85 ára afmæli þennan dag og eru allir velkomnir. Það verða ýmis skemmtiatriði, til dæmis tónlistaratriði og matarsmökkun þar sem norrænar afurðir eru til sölu ásamt sérstakri dagskrá fyrir börnin á skrifstofu félagsins. Þar munum við segja sögur úr ásatrú, útskýra og leika fyrir börnin. Einnig geta þau sest niður, teiknað og sitt- hvað fleira,“ segir Þorvaldur og ljóst er að hér er um fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá að ræða. Um kvöldið verður hátíð í Hafnarhúsinu þar sem Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri talar og frumflutt verður tónverk eftir Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og allsherjargoða. Gjörningaklúbburinn, „The Icelandic Love Corporation“, verður með gjörning undir flutningi tónlistarinnar sem fjallar um tengsl goðafræðinnar og kristinnar trúar á Norð- urlöndum. Höfuðborgamóti verður slitið með norrænni hámessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. september klukkan ellefu. „Í messunni munu þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum lesa ritningar dagsins á sínu móðurmáli. Ritningarnar verða allar lesnar í röð svo hægt sé að heyra muninn og bera saman tungumálin. Sálmar dagsins verða einnig af norrænum toga og biskup Kaupmannahafnar, herra Erik Norman Svendsen, predikar á dönsku,“ segir Þorvaldur sem segir jafnframt að messan eigi sérstakt erindi til allra sem eiga ættir að rekja til Norðurlanda, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Norræna félagsins www.norden.is og hvetur Þorvaldur alla til að láta sjá sig á höfuðborgamóti um helgina. Fyrsti togarinn tekinn „Eftir kvikmyndina Zorro var fólk endalaust að tala spænsku við mig. Ég er velsk en þessi kvikmynd gaf mér skyndilega nýtt þjóðerni.“ Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengda- móðir, Anna Lilja Gestsdóttir, flugfreyja, Heiðarbakka 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, aðfaranótt mánu- dagsins 24. september. Útför verður tilkynnt síðar. Reynir Ólafsson Gestur Páll Reynisson Inga María Vilhjálmsdóttir Kristín Guðrún Reynisdóttir Bjarki Ómarsson Sérstakar þakkir sendum við eigendum og stjórn- endum Bónuss fyrir ómetanlegan hlýhug, styrk og stuðning. Margrét Friðriksdóttir Aðalheiður María Sigmarsdóttir Emelía Rán Sigmarsdóttir Svanhildur María Ólafsdóttir Eðvarð Ingólfsson Aðalheiður Gréta Guðmundsdóttir Friðrik Jónsson Ólafur Páll Eðvarðsson Ásta Friðriksdóttir Bjarki Traustason Auður Gunnarsdóttir Sigríður U. Ottósdóttir Vigdís Ámundadóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug, styrk og stuðning við andlát og útför sambýlis- manns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður, mágs, svila og barnabarns, Sigmars Þórs Eðvarðssonar verslunarstjóra hjá Bónus, Hraunbæ, Sílakvísl 13, Reykjavík. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Kristín Guðbrandsdóttir Svölutjörn 44, Njarðvík, áður Smáratúni 29, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. septemb- er, verður jarðsingin frá Keflavíkurkirkju fimmtudag- inn 27. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jóhann R. Benediktsson Benedikt Jóhannsson María Hákonardóttir Kristbjörg Jóhannsdóttir Jóhann Frímann Valgarðsson Jóhanna A. Jóhannsdóttir Andre Masumbuko og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Albertsdóttir Sóltúni 2, áður til heimilis að Teigagerði 15, lést laugardaginn 22. september á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Sighvatsson Elfa Hafdal Jón Albert Sighvatsson Kristjana Markúsdóttir Emilía Sighvatsdóttir Halldór Jón Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eggert Ó. Brynjólfsson Kleppsvegi 64, Skjóli, lést á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn 15. september. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26. september kl. 13.00. Björn Hafsteinsson Óttar Eggertsson Elín Anna Sigurjónsdóttir Ester Eggertsdóttir Bjarni Eyjólfsson barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára afmæli Innilegar þakkir Innilegar þakkir færi ég þeim mörgu sem sýndu mér vinarhug og veittu mér ánæg ju með heimsóknum, góðum g jöfum, hlýjum kveðjum og með öðrum hætti á 90 ára afmæli mínu 13. september síðastliðinn. Megi gæfa og guðs blessun fylg ja ykkur öllum um langa framtíð. Jón Þórarinsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, Huldu Sigmundsdóttur frá Þingeyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúð og góða umönnun. Erla Árnadóttir Gústaf Jónsson Guðmundur Árnason Kolbrún Sigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og mágkona, Edda Sigrún Jónsdóttir Álftamýri 8, lést þriðjudaginn 11. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju í dag, þriðju- daginn 25. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Anna Reynisdóttir Jón Baldvin Sveinsson Halldór Jónsson Helena H. Júlíusdóttir Guðbjörg R. Jónsdóttir Brynjar Ingason Sigurður R. Jónsson Svala Hilmarsdóttir Kristinn S. Jónsson Hólmfríður E. Gunnarsdóttir Kjartan V. Jónsson Olga B. Bjarnadóttir Svandís E. Jónsdóttir Ólafur Þráinsson Hrefna V. Jónsdóttir Tómas Rúnarsson Anna Sigurjónsdóttir Kristján J. Ólafsson Elskuleg konan mín, móðir okkar og systir, Guðrún Ingeborg Mogensen, Sandavaði 3, Reykjavík, lést föstudaginn 21. september sl. Útförin verður auglýst síðar. Magnús Björgvinsson Ásdís María Jónsdóttir Þórey Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Karen Margrét Mogensen

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.