Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 26
 25. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 Dekur og afslöppun er nauð- synlegt að fá annað slagið. Sér- staklega í hraða hversdagsins. Þá getur verið gott að komast burtu frá ys og þys og fara í góða heilsulind í útlöndum, golf á Spáni eða siglingu um heimsins höf með þjón á hverju strái. Heimsferðir bjóða upp á drauma- daga þar sem hægt er að sameina draumadaga á strönd í Dóminíska lýðveldinu og siglingu um Karíba- hafið með glæsiskipinu Costa Atl- antica. Heimsflug stendur fyrir leiguflugi til Dóminíska lýðveld- isins og þaðan er siglt frá bænum La Romana. Siglingin innifelur fæði og húsnæði þar sem hægt er að láta fara vel um sig í heilsulind skipsins. Brottfarardagar frá La Romana: 7. janúar, 28. janúar og 4. febrúar. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.heimsferdir.is Lífsstíls- og heilsunámskeið í Kiss- imee í Orlando miða að því að gefa konum kost á að læra að láta sér líða betur og líta vel út. Markmið- ið er að einblína á sjálfa sig fjarri ys og þys hversdagsleikans. Miðað er að því að tengja and- lega og líkamlega þætti með að- stoð reyndra þjálfara. Gist er í lúxusvillum í góða veðrinu í Orlando. Takmarkaður fjöldi þátttak- enda er á hvert námskeið en næstu námskeið hefjast 6. til 13. nóvem- ber og 14. til 21. nóvember 2007. Nánari upplýsingar eru að finna á: www.lifsstillogheilsa.net Sunnan Vindar eru með umboð fyrir ferðaþjónustuna Sunflowers. Þeir eru sérfræðingar í ferðaþjón- ustu fyrir gesti sem vilja komast í heilsulindir ásamt því að tengjast Wellness-hótelum þar sem holl- ustan er í fyrirrúmi. Meðal ann- ars er hægt að komast á heilsu- hótel í Austurríki, Ítalíu, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverja- landi. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.sunnanvindar.com Úrval Útsýn býður upp á golf og heilsulind í aukaferð til Valle del Este á Spáni í byrjun októb- er. Bærinn stendur við Miðjarð- arhafsströnd Spánar á milli borg- anna Murcia og Almeria sem eru í um tveggja tíma aksturfjarlægð frá flugvellinum í Alicante. Golfvöllurinn er átján holu og mjög fjölbreyttur þar sem nýjar þrautir leynast á hverjum degi til að sigrast á. Völlurinn er við gróð- ursælar hlíðar þar sem kylfing- ar geta skellt sér í sund að loknu golfi. Ferðin verður farin 1.-7.októb- er. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.uu.is - rh Munaður og vellystingar heimshorna á milli Dansinn getur dunað undir pálmatrjám í dekurreisum. Heilsuhótel víða um heim bjóða upp á líkamsræktartíma, slökun og jóga ásamt góðum ráðum um mataræði. Ástin blómstrar sem aldrei fyrr í áhyggjuleysi dekurferða í annarri heimsálfu. Vinkonur hafa bara gott af því að komast í frí frá fjölskyldu, vinnu og heimili endrum og eins. Dekurferðir – fyrir þá sem vilja hvíla sig og slaka á í fríinu Golfið hjá Valle del Este á Spáni má sameina við ferð í heilsulind. fréttablaðið ferðalög

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.