Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 33

Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 33
Vika símenntunar hófst í gær 24. september og stendur til sunnu- dagsins 30. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til að leita sér þekkingar og minna á að öll fræðsla nýtist til góðs í lífi og starfi. Þetta árið verður sérstök áhersla lögð á að höfða til fólks sem hefur litla fomlega menntun auk þess sem hugað er að læsi og lestrarörðugleikum á vinnustað. Þetta verður gert með markvissri kynningu og málþingi sem haldið verður í tengslum við vikuna. Árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum verður miðvikudag- inn 26. september og eru fyrir- tæki hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum starfsmanna. Þá munu símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mímir símennt- un bjóða upp á ókeypis námskeið og ráðgjöf á vinnustöðum þessa viku. Menntamálaráðuneytið stend- ur fyrir viku símenntunar í sam- starfi við símenntunarmiðstöðv- arnar og Mími símenntun á höfuð- borgarsvæðinu. Vika símenntunar Hópur stúlkna við Grunnskólann á Ísafirði hefur stofnað systrafélag- ið Lufsuna og er félagið eingöngu fyrir stúlkur á unglingastigi í skól- anum. Markmið félagsins er að standa vörð um réttindi kvenkyns nem- enda og leggja sig fram við að bæta stöðu og umhverfi stúlkna í skólanum. Félagið hefur stað- ið fyrir ýmsum viðburðum og má þar nefna Lufsuhátíð, matarkvöld, útilegu í Reykjanesi auk þess sem þær „fara mikið á trúnó“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Félaginu er því ætlað að efla samstöðu stúlkna og styðja þær líkt og góðum systrafélögum ber að gera. Frétt frá www.bb.is Systrafélagið Lufsan stofnað Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velk omnir! Hvað kostar hamingjan? Efnisleg gæði og lífshamingjan. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ætla að ræða málið. Annað Vísindakaffið í KVÖLD 25.sept. - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 www.isam.is Eftir meiriháttar átök við kraftmikinn vélfákinn og krefjani braut er gott að gefa sér tíma til að staldra aðeins við, safna kröftum og gæða sér á kremkexi frá Frón Kremkex www.fronkex.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.