Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 40

Fréttablaðið - 25.09.2007, Page 40
Miðnætursala á töluvuleiknum Halo 3 fyrir Xbox 360-leikjatölv- una hefst í BT í Skeifunni í kvöld. „Þetta er stærsta stund Xbox-eig- enda á Íslandi. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá eitthvað gert með þessa tölvu því það er enginn umboðsaðili fyrir hana hérlendis,“ segir skipuleggjandinn Örvar G. Friðriksson. „Við ætlum að tengja fullt af vélum þar sem fólk getur spilað í klukkutíma áður en leikurinn verð- ur seldur. Þarna verða sérstak- lega hannaðir stýrispinnar, sem er eitthvað sem allir nördar vilja eiga.“ Að sögn Örvars hefur Halo 3 fengið mjög góða dóma erlendis. „Þetta er fyrstu persónu skot- leikur og það besta við hann er að þú getur spilað söguna með fjór- um vinum þínum þar sem hver og einn getur verið heima hjá sér að spila.“ Viðburðurinn í kvöld verður tekinn upp og sendur á netsíðuna Youtube í þeirri von um að Xbox Live, sem er hluti af Xbox 360, fái brautargengi hér á landi. Til að spila Xbox Live hérlendis þurfa notendur að skrá sig með banda- rískt eða breskt heimilifang sem hentar þeim vitaskuld afar illa. Ætlar framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi að mæta á stað- inn til að sýna stuðning sinn í verki. Berjast fyrir X-box Live Þýski dreifingaraðilinn MDC.int hefur keypt alheimsréttinn á Veðramótum, kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur. MDC dreifir kvik- myndum, heimildarmyndum, barnamyndum, teiknimyndum og stuttmyndum og er áberandi á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims. Útsendarar kvikmynda- hátíðarinn- ar í Berlín, sem er ein af sex sterk- ustu kvikmyndahátíðum í heimi, sáu Veðramót á lokaðri sýningu í Noregi fyrir skömmu, og útlit er fyrir að hún verði valin á hátíðina í febrúar á næsta ári. Halldór Þorgeirsson, framleið- andi kvikmyndarinnar og eigin- maður Guðnýjar, sagði samninginn hafa mikla þýðingu fyrir aðstand- endur myndarinnar. „Þetta fyrir- tæki dreifir mjög mörgum mynd- um sem fara á Berlínarhátíðina 2008, og hefur sambönd inn á allar sjónvarpsstöðvar. Það er þar sem peningurinn er,“ sagði Halldór, sem segir þetta skipta miklu. „Maður getur farið á allar kvik- myndahátíðir, en það gefur ekkert í aðra hönd, og í sannleika sagt leið- ast mér kvikmyndahátíðir núna,“ sagði hann og hló við. „Þegar við gerðum myndina Kristnihald undir Jökli var annaðhvort okkar hjóna úti í Keflavík á tíu daga fresti í ár. Það var mjög gaman, en nú vill maður bara fara að sjá ávísun,“ sagði Halldór. Verði Veðramót valin á Berlínar- hátíðina verður hún ekki sýnd á erlendri grundu fyrr en þá. Samið um dreifingu Veðramóta Heimildarmyndin Girls Rock fjallar um sumarbúðir í Bandaríkjunum þar sem stelpur dvelja í eina viku við að búa til hljómsveitir, semja lög og spila svo á tónleikum í vikulok fyrir mörg hundruð manns. Þetta eru stelpur á aldrinum átta til átján ára sem margar hafa aldrei snert hljóðfæri áður. Jarþrúður Karlsdóttir ræddi við leik- stjóra myndarinnar, sem sýnd verður á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. „Þessar sumarbúðir eru frábærar. Þær gera dásamlega hluti fyrir stelpurnar. Það var svo skrítið að sjá hvað þurfti lítið til svo þær yrðu frjálsar. Ég horfði á þær blómstra fyrir framan nefið á mér. Á einni viku breyttust þær úr óframfærn- um músum í töffara með sjálfs- traust,“ segir Arne Johnson, annar leikstjóra heimildarmyndarinnar Girls Rock. „Sem karlmaður vildi ég að ég hefði farið í þessar búðir og lært það sem þær læra. Ég skipa öllum vinum mínum sem eiga dætur að senda þær í búðirnar. Sumarbúðirnar voru stofnaðar árið 2001 sem hluti af útskriftarverkefni stofnandans. Eftirspurnin hefur verið svo mikil strax frá upphafi að miklu færri komast að en sækja um. Í dag er búið að opna útibú frá sum- arbúðunum í Svíþjóð, Brasilíu og víða um Bandaríkin. „Það kom í raun öllum á óvart hve eftirspurnin var mikil; hversu mikil þörf var á einhverju svona fyrir stelpur. Þetta er augljóslega eitthvað sem á erindi við fólk núna.“ Arne segir að búðirnar hafi mjög fljótlega farið að snúast um eitthvað miklu meira en bara að fá stelpur til að spila rokktónlist í nokkra daga. Þetta fór að snúast um af hverju stelpur stofna ekki hljómsveitir og af hverju þeim finnast þær ekki geta gert það sama og strákar. Upp úr því var bætt við kennslu í sjálfs- vörn og tímum þar semtekin var fyrir líkamsímynd og það að skil- greina sig ekki út frá útlitinu einu saman. Í myndinni er mikið talað um áreitið sem dynur á stelpum frá fæðingu um að til þess að samfélagið sam- þykki þær verði þær að líta út á ákveðinn hátt. „Í öllum auglýsing- um, tónlistarmyndböndum og sjón- varpsþáttum líta stelpur allar eins út. Stelpur lesa það út úr þessu að til þess að samfélagið samþykki þær þurfi þær að falla inn í hópinn. Þær þurfi að vera mjóar, sætar og skoð- analausar. Þetta eru í raun eins og þröngt mót sem öllum stelpum er troðið inn í til að fullorðnast,“ segir Arne. „Ég veit að þessi samfélags- mótun hefur haft áhrif á mig sjálf- an. Ég stend mig oft að því að hugsa að þessi eða þessi hegðunin sé nú ekki karlmannleg. Ég eigi að bíta á jaxlinn og vera harður gaur.“ Í myndinni er fylgst með stelpunum í fimm daga. Við fáum að kynnast þremur þeirra vel. Laura, þybbin fimmtán ára stelpa af asískum upp- runa sem myndi tæplega vinna feg- urðarsamkeppni, er ein þeirra þriggja. Hún segir í myndinni: „Ég horfi á bíómyndir. Ég sé að fólk eins og ég fær aldrei neitt.“ Til þess að eiga von á góðu lífi þurfi hún að grennast, verða sætari og helst verða hvít líka. Í sumarbúðunum losna stelpurn- ar undan útlitsáreitinu í nokkra daga. Það hvort þær séu í fullkomnu nýju dressi skiptir engu máli og þeim er hrósað fyrir hugmyndir sínar og sérvisku og kennt að útlitið sé ekki það sem skiptir aðalmáli heldur það sem býr innra með þeim. Laura sagði Arne líka frá því að þegar hún fór aftur í skólann eftir sumarbúðirnar þorði hún í fyrsta skipti að rétta upp hönd og tala í tímum. „Aðalmarkmið sumarbúðanna er ekki að stelpur komi út sem gítar- gyðjur sem spili stórkostleg gítar- sóló. Markmiðið er að breyta hug- myndunum um hvað sé kvenlegt. Að stelpurnar verði frjálsari, þori að skera sig úr hópnum og standa með sjálfum sér.“ Girls Rock er sýnd á RIFF, alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni sem hefst hér á fimmtudag. Langmest sótta myndin á Íslandi í dag Allir eiga sín leyndarmál. Óvæntasti sálfræðitryllir ársins. Mynd í anda Clueless og Mean Girls. Skemmtilegustu vinkonur í heimi eru mættar. www.SAMbio.is 575 8900 ÁLFABAKKA AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSSI KRINGLUNNI CUCK AND LARRY kl. 8 - 10:10 L BRATZ THE MOVIE kl. 8 L DISTURBIA kl. 10:10 12 CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DISTURBIA kl. 8 - 10:30 14 ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 - 10:10 L ASTRÓPÍÁ kl. 6 RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L VIP VIP MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16 BRATZ kl. 5:30 L LICENSE TO WED kl. 6 - 8 7 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10 14 TRANSFORMERS kl. 10:30 10DIGITAL BRATZ - THE MOVIE kl. 6 L SHOOT ´EM UP kl. 8 -10 16 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L MR. BROOKS kl. 8 16 VACANCY kl. 10 16 KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 12 VEÐRAMÓT kl. 8 - 10:20 14 síðustu sýningar SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 16 14 14 12 14 14 CHUCK AND LARRY kl. 6 - 8 - 10.10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 6 HAIRSPRAY kl. 8 KNOCKED UP kl. 10.10 12 14 16 16 14 CHUCK AND LARRY kl. 5.40 - 8 - 10.20 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 ASTRÓPÍA kl. 6 BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.30 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SHOOT´EM UP kl.6 - 8 - 10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl.6 VACANCY kl. 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10.20 SHOOT´EM UP kl. 6 - 8 - 10 SHOOT´EM UP LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 - 10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 4 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30 VACANCY kl. 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 KNOCKED UP kl. 8 - 10.40 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 -A.F.B. Blaðið - L.I.B., Topp5.is STÓRSKEMMTILEGT ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUNUM! - bara lúxus Sími: 553 2075 CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.20 12 HAIRSPRAY kl. 5.30, 8 og 10.20 L KNOCKED UP kl. 8 og 10.30 14 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.