Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 1
100 myndir á 2500 krónur í október 20-50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM Opið 13-17 í dag LOKADAGUR! Heiða Eiríksdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir myndu taka vel í að leigja Ingibjörgu Sólrúnu og Ásmundi Ásmundssyni herbergi. FJÓRIR FYRIRLIÐAR VALS Í GEGNUM TÍÐINA RÆÐA UM BYLTINGUNA Á HLÍÐARENDA FÉLAGIÐ KOMIÐ AFTUR Á RÉTTAN STALL WESLEY SNEIJDERMIKLU BETRI EN BECKHAM HELSTIMARKASKORARI STABÆK VEIGAR ER HRIKALEGAGÓÐUR 56,5 prósent segj- ast styðja núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Mestur er stuðningurinn meðal þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkingu, Vinstri græn og Framsóknarflokk. Alls 93,9 prósent stuðningsmanna Samfylkingar styðja nýjan meiri- hluta, 92,0 prósent stuðningsfólks Framsóknarflokks og 92,4 prósent þeirra sem styðja Vinstri græn styðja nýjan meirihluta. 78,6 prósent þeirra sem styðja Frjálslynda flokkinn styðja nýjan meirihluta, en ekki nema 4,1 pró- sent þeirra sem styðja Sjálfstæðis- flokkinn. Af þeim sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa segjast 53,9 prósent styðja nýjan meirihluta borgarstjórnar. Vinstri græn og Samfylking bæta við sig fylgi frá sveitarstjórnar- kosningum 2006 og myndu sam- kvæmt því bæta við sig einum borg- arfulltrúa hvor flokkur. Aðrir flokkar missa fylgi. Framsóknar- flokkur þó mjög lítillega og myndi halda sínum borgarfulltrúa. Sjálf- stæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir myndu tapa einum borgar- fulltrúa hvor. Vinstri græn bæta mestu við sig, tæpum sex prósentustigum. Nú segjast 19,4 prósent myndu kjósa flokkinn, en hann hlaut 13,5 prósent í síðustu kosningum. Þá bætir Sam- fylking við sig rúmum þremur pró- sentustigum. Nú segjast 30,7 pró- sent myndu kjósa flokkinn sem hlaut 27,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn og óháðir tapa mestu fylgi frá kosningum, tæpum sjö prósentustigum. Nú segjast 3,1 prósent myndi kjósa frjálslynda og óháða, sem hlutu 10,1 prósent atkvæða í síðustu kosning- um. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er rúmum þremur prósentustigum minna en í síðustu kosningum. Nú segjast 39,4 prósent myndu kjósa flokkinn sem hlaut 42,9 prósent atkvæða í kosningum. Fylgi Fram- sóknarflokksins breytist hins vegar mjög lítið. Nú segjast 5,8 prósent myndu kjósa flokkinn sem hlaut 6,3 prósent atkvæða í síðustu borgar- stjórnarkosningum. Meirihluti styður nýja borgarstjórn Rúmlega 63 prósent kvenna og 50 prósent karla styðja nýjan meirihluta í Reykjavík. Samfylking og Vinstri græn bæta við sig fylgi en aðrir flokkar missa fylgi frá kosningum 2006. Frjálslyndir og óháðir fengju ekki kjörinn fulltrúa. Eiður Smári Guðjohn- sen skoraði sitt 18. og 19. mark fyrir íslenska A-landsliðið gegn Lettum í gær og bætti með því markamet A-landsliðs karla sem hann hafði átt með Rík- harði Jónssyni síðan 2. septemb- er í fyrra. Eiður Smári hafði ekki skorað í síðustu sex landsleikjum sínum og var búinn að vera án marks í 543 mínútur þegar hann skoraði fyrra mark sitt í gær en mörkin 19 hefur hann skorað í 48 landsleikjum frá árinu 1996. Þetta var aðeins í annað skiptið sem Eiður Smári skorar meira en eitt mark í sama leiknum en því náði hann einnig í 3-0 sigri á Litháum 16. október 2002. Ríkharður Jónsson var búinn að eiga markametið í rúm 59 ár eða síðan hann jafnaði marka- met Alberts Guðmundssonar í leik gegn Finnum á Melavellin- um 2. júlí 1948 en Albert skoraði tvö fyrstu mörk íslenska landsliðsins. Ríkharður Jónsson skoraði mörkin sín 17 í 33 landsleikjum frá 1947-1965 en hann átti markametið einn frá árinu 1951 til ársins 2006. Eiður Smári á nú metið einn Ofboðsleg fagnaðarlæti brutust út í Laugardalshöll í gærkvöld þegar Megas og Senuþjófarnir stigu þar á svið. Áhorfendur réðu sér vart fyrir fögnuði þegar Megas og félagar renndu sér í hverja perluna á fætur annarri. Tryllti lýðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.