Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 2
Má vel vera að þarna sé
farið að skína í ástæðu
alls þessa máls frá byrjun og af
hverju Björn Ingi Hrafnsson var
til í að slíta meirihlutasamstarf-
inu.
Kona með tveggja ára
barn í bíl sínum lenti utan vegar
nálægt Hítará á Snæfellsnesvegi
um klukkan eitt í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni í
Borgarnesi virðist sem konan
hafi ekið út í lausamöl í vegkant-
inum og misst stjórn á bílnum
þannig að hann valt hálfa veltu og
endaði á hliðinni.
Konan og barnið voru í bílbelti
og sluppu með minni háttar
skrámur. Sömuleiðis mun bíllinn
hafa virst lítið skemmdur en hann
var engu að síður fluttur á brott.
Konan sem var á vesturleið sneri
hins vegar við og fékk far með
barnið aftur til Reykjavíkur
þaðan sem hún kom.
Sluppu ómeidd
úr bílveltu
Frumbyggjar í
Ástralíu fagna áætlun Johns
Howard forsætisráðherra um að
frumbyggjar fái sérstaka
viðurkenningu sem fyrstu íbúar
landsins í stjórnarskránni.
Howard hefur deilt við leiðtoga
frumbyggja í ýmsum málum á
ellefu ára valdatíma sínum.
Gagnrýnendur segja þetta of
lítið, of seint og aukinheldur
kosningabrellu hjá Howard en
búist er við því að hann boði
bráðlega til kosninga.
Frumbyggjar eru um 450.000 af
21 milljón íbúa Ástralíu. Eru þeir
fátækasti og verst setti þjóðfé-
lagshópurinn í landinu.
Frumbyggjar
viðurkenndir
Þróunarsamvinnustofnun
Íslands mun auka umsvif sín í
Kalangala-héraði í Úganda á
næstu árum. Frá árinu 2002 hefur
stofnunin stutt við fullorðins-
fræðslu í héraðinu, en nú verður
farið út í allsherjar byggðaþróun.
„Við erum að hefja miklu
umfangsmeira þróunarstarf.
Verkefnið nær til skólabygginga,
menntunar, heilsugæslu, ráðlegg-
ingar um fiskveiðar, eflingar
stjórnsýslu og fleira,“ segir
Sighvatur Björgvinsson, forstjóri
stofnunarinnar.
Hann áætlar að verkefnið kosti
rúmar 600 milljónir króna á
næstu fimm til sex árum.
Eykur umsvif
sín í Kalangala
George W. Bush
Bandaríkjaforseti segir mikil-
vægt að efla frjáls viðskipti,
enda muni verndarstefna í
viðskiptum fækka góðum
störfum í Bandaríkjunum.
Nýleg skoðanakönnun sýndi
minnkandi stuðning almennings
við frjáls viðskipti, sérstaklega
meðal þeirra sem styðja
Repúblikanaflokk forsetans.
„Aukinn útflutningur mun
stuðla að betri og betur launaðri
störfum,“ sagði forsetinn í
vikulegu útvarpsávarpi sínu.
„Til að hagkerfið eflist þurfum
við að efla frjáls viðskipti.“
Styðja þarf
frjáls viðskipti
„Ótal tækifæri opnast með félagshyggju-
stjórn sem eru ekki fyrir hendi í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Dagur B. Eggertsson,
verðandi borgarstjóri Reykjavíkur. Nýr meirihluti
Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og
F-lista tekur við í næstu viku.
„Við ætlum að láta málefnin koma fram í verkum
okkar á næstu vikum. Heildarstefna verður kynnt í
tengslum við kynningu fjárhagsáætlunar í nóvem-
ber,“ segir Dagur. „Félagshyggja og varðstaða um
almannahagsmuni sameinar þessa flokka. Við viljum
starfa fyrir borgarbúa, en ekki einstaka flokka eða
flokksbrot, eins og hefur birst okkur á undanförnum
dögum.“
Dagur segir forgangsatriði að koma á festu og
stöðugleika við stjórnun borgarinnar og fyrirtækja
hennar. „Við viljum einhenda okkur í þau verkefni
sem snúa að daglegu lífi og þjónustu við fólk, hvort
sem það er í leikskólum, á öldrunarstofnunum í
skólum eða í þrifum á götum úti.“ Dagur tekur undir
staðhæfingu Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins, að aftur verði mögulegt að
koma á gjaldfrjálsum leikskóla í borginni.
Félagshyggja sameinar flokkana
Undarlegt er að enginn
hafi verið fenginn til að meta hlut
Orkuveitu Reykjavíkur sem rann
inn í Reykjavík Energy Invest
(REI) við sameiningu við Geysi
Green Energy,
segir Jafet
Ólafsson
viðskiptafræð-
ingur.
„Enginn
sérfræðingur
eða matsfyrir-
tæki hefur lagt
mat á gengið í
fyrirtækinu,“
segir Jafet. „Ég
veit ekki til þess að þeir hafi
spurt neinn banka, verðbréfafyr-
irtæki, fjárfestingarbanka eða
sérfræðinga um hvort menn
treysti sér til að meta þetta.“
Björn Ingi Hrafnsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins og
stjórnarmaður í OR og REI, sagði
á föstudag að án opinbers
verðmats hafi hluturinn selst
fyrir sjö til átta milljörðum meira
en ella.
Enginn beðinn
um að meta REI
Björgvin, verður Volcano í
Eyjum næsta sumar?
Einn helsti leiðtogi sjía-múslima í Írak hvatti
í gær til sjálfstjórnar héraða í Írak. Með því að skipta
landinu upp í mörg ríki eftir trúarbrögðum og
kynþætti mætti styrkja það.
Ammar al-Hakim er talinn verða næsti leiðtogi
stærsta stjórnmálaflokks sjía í Írak. Á fundi með
hundruðum stuðningsmanna vakti hann máls á
hugmyndum sínum.
„Ég skora á alla syni þjóðarinnar að berjast fyrir
sjálfstjórn í héruðum sínum,“ sagði al- Hakim. Hann
sagði að stjórnvöld í höfuðborginni hefðu einokun á
ákvarðanatöku.
Tveir bandarískir þingmenn og forsetaframbjóð-
endur, demókratinn Joseph Biden og repúblikaninn
Sam Brownback, hafa stungið upp á sams konar
hugmyndum um aukna sjálfstjórn ólíkra héraða í
Írak. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt í
öldungadeild Bandaríkjaþings í september, en George
W. Bush Bandaríkjaforseti segist ekki munu þrýsta á
slíkt kerfi án vilja Íraka.
Forsætisráðherra Íraks, Nouri Al-Maliki, er
andvígur hugmyndinni og segir þingsályktunina vera
brot gegn sjálfræði Íraka. Forseti Íraks, Jalal
Talabani, er hins vegar fylgjandi hugmyndinni. Hann
er Kúrdi og mikill talsmaður aukinnar sjálfstjórnar
héraða.
Vilja sjálfstjórn íraskra héraða
„Það kemur ekkert á
óvart að frétta af framsóknar-
mönnum þegar um svona fyrir-
tæki er að ræða, þetta er ekki í
fyrsta sinn,“ segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að tveir áhrifamenn í Framsókn-
arflokknum, Helgi S. Guðmunds-
son og Kristinn Hallgrímsson eiga
helmingshlut í félaginu VGK-
Invest sem í gegn um hlut sinn í
Geysi Green Energy (GGE) á nú
tveggja prósenta hlut í Reykjavík
Energy Invest (REI). Helgi var
formaður kosningastjórnar Fram-
sóknarflokksins fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar.
Vilhjálmur segist ekkert hafa
vitað um eign Helga og Kristins í
GGE. „Og ég vil ekki vera að
dæma eitt eða neitt í þessu sam-
bandi,“ segir hann. Kjartan Magn-
ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, er harðorðari.
„Ef upplýsingar Fréttablaðsins
um eignatengsl Helga S. Guð-
mundssonar og Kristins Hall-
grímssonar við REI eru réttar þá
horfir máli öðru vísi við en áður.
Ef þeir eiga þarna stórra fjár-
hagslegra hagsmuna að gæta þá
má vel vera að þarna sé farið að
skína í ástæðu alls þessa máls frá
byrjun og af hverju Björn Ingi
Hrafnsson var til í að slíta meiri-
hlutasamstarfinu,“ segir Kjartan.
Björn Ingi Hrafnsson segist
ekkert hafa vitað um hlut Helga
og Kristins í GGE. „Ef ég væri í
þessu máli bara að hugsa um hags-
muni auðmanna, hvort sem þeir
væru í Framsóknarflokknum,
Sjálfstæðisflokknum eða öðrum
flokkum, þá hefði ég að sjálfsögðu
fallist á óskir sjálfstæðismanna
um að selja strax hlut Orkuveit-
unnar í REI. Þá hefðu þessir svo-
kölluðu auðmenn fengið REI strax
og fyrir lítið fé,“ segir Björn Ingi.
Á fundi 3. október samþykkti
stjórn Orkuveitunnar samning
sem meðal annars veitir REI for-
gang að verkefnum sem Orku-
veitan aflar erlendis næstu tut-
tugu árin. Einnig hefur REI
aðgang að sérfræðingum Orku-
veitunnar gegn þóknun. Vilhjálm-
ur borgarstjóri segir að ekki hafi
verið dregin upp rétt mynd af
innihaldi samningsins á stjórnar-
fundinum. „Tillagan gekk einfald-
lega út á það að við værum að
samþykkja það að veita þessu fyr-
irtæki aðgang að tækniþjónustu.
Samingurinn sem lá til grundvall-
ar var ekki ræddur á fundinum og
er mun víðtækari en orðalag til-
lögunnar gefur til kynna. Hann
var ekki kynntur sem einkaréttar-
samningur. Tillagan var því vill-
andi,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson.
Borgarstjóri vissi ekki
um framsóknarmenn
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekkert hafa vitað um eign áhrifa-
manna í Framsóknarflokknum í REI. Vilhjálmur segir að veittar hafi verið
villandi upplýsingar um 20 ára einkaréttarsamning við REI á stjórnarfundi.