Fréttablaðið - 14.10.2007, Page 4
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Landsbankinn styrkir
rannsóknarsjóð Háskólans á
Akureyri um eina milljón á ári
næstu fimm árin. Þorsteinn
Gunnarsson rektor, Birgir Björn
Svavarsson, útibússtjóri Lands-
bankans á Akureyri, og Sigrún
Stefánsdóttir, formaður sjóðs-
stjórnar rannsóknarsjóðs
háskólans, skrifuðu undir
samning þess efnis á fimmtudag.
Markmiðið er að efla og
treysta fjárhagslega getu
Háskólans á Akureyri til
stuðnings við rannsóknarstarf-
semi kennara og sérfræðinga við
skólann, samkvæmt fréttatil-
kynningu.
Gefa milljón á
ári til fimm ára
Ritt Bjerregaard, borgar-
stjóri Kaupmannahafnar, átti á
fimmtudag fund með fulltrúum
ungmenna sem hafa barist fyrir
því að borgin útvegi nýtt hús í stað
æskulýðsheimilisins á Norðurbrú
sem rifið var síðastliðið vor.
„Þetta var góður fundur,“ er haft
eftir Bjerregaard í dönskum fjöl-
miðlum, en hún vildi ekki ræða
nánar það sem fram fór á fundin-
um.
„Það góða við fundinn var að við
erum sammála um að hefja viðræð-
ur og taka okkur góðan tíma í það,“
var haft eftir henni á fréttavef dag-
blaðsins Politiken.
Þetta voru fyrstu beinu viðræð-
urnar milli fulltrúa ungmennanna
og borgarstjórnarinnar,
Borgarstjórnin krefst þess að ef
húsið á að vera í eigu borgarinnar
verði borgin að hafa eftirlit með
rekstrinum. Ungmennin hafa átt
erfitt með að fallast á það. Næsta
skrefið verður þá að ræða nánar
þau skilyrði sem borgin vill setja
rekstri slíks húss.
Æskulýðsheimilið á Norðurbrú
var árið 1982 afhent ungmennum í
Kaupmannahöfn, sem ráku þar
félagsstarfsemi ýmiss konar, meðal
annars veitingarekstur og tónleika-
starfsemi. Mikil átök hafa reglu-
lega orðið á götum Kaupmanna-
hafnar síðan það var rifið í vor.
Skilyrði Ungdomshus rædd
39,4 prósent segj-
ast myndu kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn ef gengið yrði til borgarstjórn-
arkosninga nú. Samkvæmt því
fengi flokkurinn sex borgarfull-
trúa, einum færri en hann hefur
nú. Í sveitarstjórnarkosningunum
2006 hlaut flokkurinn 42,9 prósent
atkvæða.
Næststærstur yrði Samfylking-
in og segjast 30,7 prósent styðja
hana. Borgarfulltrúar hennar yrðu
því fimm, einum fleiri en borgar-
fulltrúar Samfylkingar eru nú. Í
kosningunum 2006 hlaut flokkur-
inn 27,4 prósent atkvæða.
Vinstri græn bæta við sig fylgi
frá kosningum, þegar flokkurinn
hlaut 13,5 prósent atkvæða. Nú
segjast 19,4 prósent styðja flokk-
inn. Ef gengið yrði til kosninga nú
myndi flokkurinn því fá þrjá borg-
arfulltrúa og bæta við sig einum
manni.
5,8 prósent segjast myndu kjósa
Framsóknarflokkinn og myndi
Björn Ingi Hrafnsson því halda
sínu sæti. Í kosningunum hlaut
flokkurinn 6,3 prósent atkvæða.
Frjálslyndi flokkurinn og óháðir
myndu hins vegar ekki hljóta
mann kjörinn og segjast 3,1 pró-
sent myndi kjósa flokkinn nú.
Frjálslyndir og óháðir hlutu 10,1
prósent atkvæða í síðustu borgar-
stjórnarkosningum.
1,6 prósent segjast myndu kjósa
annan flokk, í öllum tilfellum
sögðu svarendur að þeir myndu
kjósa Reykjavíkurlistann.
Rúmlega helmingur, 56,5 pró-
sent, segjast styðja nýjan meiri-
hluta borgarstjórnar í Reykjavík.
Fleiri konur en karlar eru ánægð-
ar með nýjan meirihluta, 63,2 pró-
sent kvenna, en 50,2 prósent
karla.
Þá segjast flestir, eða 41,3 pró-
sent, vilja að Dagur B. Eggerts-
son, oddviti Samfylkingar og
verðandi borgarstjóri, verði borg-
arstjóri. Næstflestir nefndu nafn
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, odd-
vita Sjálfstæðisflokk og fráfar-
andi borgarstjóra. Stuðningur við
hann var 21,3 prósent.
18,0 prósent sögðust vilja að
Svandís Svavarsdóttir, oddviti
Vinstri grænna, yrði borgarstjóri
og 6,3 prósent nefndu Gísla Mart-
ein Baldursson. Af öðrum oddvit-
um í Reykjavík sögðust 4,9 pró-
sent vilja að Björn Ingi Hrafnsson
yrði borgarstjóri og 0,9 prósent
nefndu Margréti Sverrisdóttur.
Hringt var í 600 Reykvíkinga á
kosningaaldri laugardaginn 13.
október og skiptust svarendur
jafnt eftir kyni. Spurt var: Hvaða
lista myndir þú kjósa ef gengið
yrði til borgarstjórnarkosninga
nú? 74,8 prósent tóku afstöðu til
spurningarinnar. Einnig var spurt:
Styður þú núverandi meirihluta
borgarstjórnar? 88,5 prósent tóku
afstöðu til spurningarinnar. Að
lokum var spurt: Hver vilt þú að
sé borgarstjóri Reykjavíkur? 74,2
prósent tóku afstöðu til þeirrar
spurningar.
Dagur með mest fylgi
í stól borgarstjóra
56,5 prósent borgarbúa styðja nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðis-
flokkur og Frjálslyndir myndu missa borgarfulltrúa, en Samfylking og Vinstri
græn bæta við sig. 41,3 prósent segjast vilja Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra.