Fréttablaðið - 14.10.2007, Page 4

Fréttablaðið - 14.10.2007, Page 4
F í t o n / S Í A Landsbankinn styrkir rannsóknarsjóð Háskólans á Akureyri um eina milljón á ári næstu fimm árin. Þorsteinn Gunnarsson rektor, Birgir Björn Svavarsson, útibússtjóri Lands- bankans á Akureyri, og Sigrún Stefánsdóttir, formaður sjóðs- stjórnar rannsóknarsjóðs háskólans, skrifuðu undir samning þess efnis á fimmtudag. Markmiðið er að efla og treysta fjárhagslega getu Háskólans á Akureyri til stuðnings við rannsóknarstarf- semi kennara og sérfræðinga við skólann, samkvæmt fréttatil- kynningu. Gefa milljón á ári til fimm ára Ritt Bjerregaard, borgar- stjóri Kaupmannahafnar, átti á fimmtudag fund með fulltrúum ungmenna sem hafa barist fyrir því að borgin útvegi nýtt hús í stað æskulýðsheimilisins á Norðurbrú sem rifið var síðastliðið vor. „Þetta var góður fundur,“ er haft eftir Bjerregaard í dönskum fjöl- miðlum, en hún vildi ekki ræða nánar það sem fram fór á fundin- um. „Það góða við fundinn var að við erum sammála um að hefja viðræð- ur og taka okkur góðan tíma í það,“ var haft eftir henni á fréttavef dag- blaðsins Politiken. Þetta voru fyrstu beinu viðræð- urnar milli fulltrúa ungmennanna og borgarstjórnarinnar, Borgarstjórnin krefst þess að ef húsið á að vera í eigu borgarinnar verði borgin að hafa eftirlit með rekstrinum. Ungmennin hafa átt erfitt með að fallast á það. Næsta skrefið verður þá að ræða nánar þau skilyrði sem borgin vill setja rekstri slíks húss. Æskulýðsheimilið á Norðurbrú var árið 1982 afhent ungmennum í Kaupmannahöfn, sem ráku þar félagsstarfsemi ýmiss konar, meðal annars veitingarekstur og tónleika- starfsemi. Mikil átök hafa reglu- lega orðið á götum Kaupmanna- hafnar síðan það var rifið í vor. Skilyrði Ungdomshus rædd 39,4 prósent segj- ast myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn ef gengið yrði til borgarstjórn- arkosninga nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn sex borgarfull- trúa, einum færri en hann hefur nú. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 hlaut flokkurinn 42,9 prósent atkvæða. Næststærstur yrði Samfylking- in og segjast 30,7 prósent styðja hana. Borgarfulltrúar hennar yrðu því fimm, einum fleiri en borgar- fulltrúar Samfylkingar eru nú. Í kosningunum 2006 hlaut flokkur- inn 27,4 prósent atkvæða. Vinstri græn bæta við sig fylgi frá kosningum, þegar flokkurinn hlaut 13,5 prósent atkvæða. Nú segjast 19,4 prósent styðja flokk- inn. Ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn því fá þrjá borg- arfulltrúa og bæta við sig einum manni. 5,8 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og myndi Björn Ingi Hrafnsson því halda sínu sæti. Í kosningunum hlaut flokkurinn 6,3 prósent atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn og óháðir myndu hins vegar ekki hljóta mann kjörinn og segjast 3,1 pró- sent myndi kjósa flokkinn nú. Frjálslyndir og óháðir hlutu 10,1 prósent atkvæða í síðustu borgar- stjórnarkosningum. 1,6 prósent segjast myndu kjósa annan flokk, í öllum tilfellum sögðu svarendur að þeir myndu kjósa Reykjavíkurlistann. Rúmlega helmingur, 56,5 pró- sent, segjast styðja nýjan meiri- hluta borgarstjórnar í Reykjavík. Fleiri konur en karlar eru ánægð- ar með nýjan meirihluta, 63,2 pró- sent kvenna, en 50,2 prósent karla. Þá segjast flestir, eða 41,3 pró- sent, vilja að Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylkingar og verðandi borgarstjóri, verði borg- arstjóri. Næstflestir nefndu nafn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, odd- vita Sjálfstæðisflokk og fráfar- andi borgarstjóra. Stuðningur við hann var 21,3 prósent. 18,0 prósent sögðust vilja að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, yrði borgarstjóri og 6,3 prósent nefndu Gísla Mart- ein Baldursson. Af öðrum oddvit- um í Reykjavík sögðust 4,9 pró- sent vilja að Björn Ingi Hrafnsson yrði borgarstjóri og 0,9 prósent nefndu Margréti Sverrisdóttur. Hringt var í 600 Reykvíkinga á kosningaaldri laugardaginn 13. október og skiptust svarendur jafnt eftir kyni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú? 74,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt: Styður þú núverandi meirihluta borgarstjórnar? 88,5 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Að lokum var spurt: Hver vilt þú að sé borgarstjóri Reykjavíkur? 74,2 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Dagur með mest fylgi í stól borgarstjóra 56,5 prósent borgarbúa styðja nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðis- flokkur og Frjálslyndir myndu missa borgarfulltrúa, en Samfylking og Vinstri græn bæta við sig. 41,3 prósent segjast vilja Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.