Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 6
Rauði krossinn auglýsir eftir sjálfboðaliðum í heim-
sókna þjónustu.
Markmið verkefnisins er að rjúfa einsemd og félagslega
einangrun fólks. Boðið er upp á hefðbundnar heimsóknir
inn á einkaheimili en einnig heimsóknir á stofnanir.
Sjálfboðaliðar þurfa að hafa áhuga á mannlegum sam-
skiptum og skuldbinda sig til að heimsækja gestgjafa
sinn reglulega í samræmi við samkomulag þeirra á milli.
Nánari upplýsingar í síma 570 4000
og á raudikrossinn.is
er styrktaraðili átaksins
Tveir fólksbílar
skemmdust í gærmorgun þegar
möl af vörubílspalli helltist yfir
þá á Vesturlandsvegi í gær.
Vörubíllinn var á suðurleið og
fólksbílarnir á norðurleið þegar
þeir mættust um klukkan ellefu
um morguninn nálægt Laxá í
Leirársveit. Að sögn lögreglunnar
í Borgarnesi sprakk framrúða í
öðrum fólksbílanna og báðir
rispuðust.
Kona sem ók öðrum bílnum
mun hafa sagt lögreglunni frá því
að henni hafi brugðið svo mikið
þegar gusan kom að hún hafi
hreinlega gripið fyrir andlitið.
Þykir lögreglu mikil mildi að við
það hafi konan ekki misst bílinn
undir vörubílinn eða út af
veginum.
Jós möl á bíla á
þjóðveginum
„Nei, ég geri ekki ráð
fyrir að þetta hafi nokkur áhrif á
áform skólans, þau fyrirheit sem
hafa verið sett, þau standa,“ segir
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskólans.
Vinstri græn lýstu sig á sínum
tíma mótfallin því þegar Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
stjóri undirritaði viljayfirlýsingu
frá 7. maí um að skólinn fengi
11.000 fermetra lóð í Vatnsmýr-
inni.
Viljayfirlýsingunni hefur enn
ekki verið fylgt eftir með form-
legri úthlutun og nú eru Vinstri
græn aftur við stjórnvölinn í
borginni. Hjálmar óttast þó ekki
að reynt verði að koma í veg fyrir
að viljayfirlýsingin nái fram að
ganga.
„Ég geng út frá því að það verði
ekki einu sinni til umræðu. Ég
held að þeir flokkar sem nú
mynda stjórn borgarinnar beri
sama hug til skólans og fyrri
meirihluti.“
Hann segir að athugasemdir
Vinstri grænna á sínum tíma hafi
fyrst og fremst snúist um að
Náttúrufræðistofnun fengi ekki
lóð í Vatnsmýrinni.
Samkvæmt yfirlýsingunni var
skólanum heimilt að ráðstafa lóð-
inni til þriðja aðila í samráði við
borgina. Skólinn vinnur nú með
Samson Properties, félagi
Björgólfsfeðga, að því að reisa
skólann á Frakkastígsreitnum.
Samson hefur hug á að fá lóðina í
Vatnsmýrinni í staðinn.
Óttast ekki nýjan meirihluta
Tyrknesk stjórn-
völd hafa kallað sendiherra sinn
tímabundið heim frá Bandaríkjun-
um eftir að utanríkismálanefnd
neðri deildar Bandaríkjaþings
samþykkti ályktun á miðvikudag
þar sem morðum á hundruðum
þúsunda Armena í Tyrkjaveldi
snemma á síðustu öld er lýst sem
þjóðarmorði.
Ráðherra alþjóðaviðskipta í
Tyrklandi hefur hætt við ferð sína
til Bandaríkjanna vegna málsins.
Einnig hóta tyrknesk stjórnvöld
að grípa til aðgerða ef ályktun
nefndarinnar verði samþykkt í
þinginu.
Áður en kosið var um ályktun-
ina reyndu George W. Bush Banda-
ríkjaforseti og ríkisstjórn hans að
fá nefndarmenn til að hafna henni.
„Samþykkt hennar getur skaðað
alvarlega samband okkar við lyk-
ilbandamann í Atlantshafsbanda-
laginu og í hinu hnattræna stríði
gegn hryðjuverkum,“ sagði Bush
meðal annars.
Robert Gates, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, varaði við
því að ályktunin gæti skaðað sam-
skipti ríkjanna á sama tíma og
herafli Bandaríkjanna í Írak þyrfti
að reiða sig á leyfi tyrkneskra
stjórnvalda til að fá að nota loft-
helgi Tyrklands.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagðist meta
sambandið við Tyrki mikils og því
hafi Bandaríkjamenn sent erind-
reka til Tyrklands til að reyna að
leysa úr deilunni.
Forseti Tyrklands, Abdullah
Gül, gagnrýndi harðlega að kosið
hefði verið um ályktunina. „Þessi
óviðunandi ákvörðun nefndarinn-
ar hefur hvorki gildi fyrir tyrk-
nesku þjóðinni né virðingu henn-
ar,“ sagði Gül.
Bandarískir stjórnarerindrek-
ar hafa undanfarnar vikur hljóð-
lega verið að undirbúa fulltrúa
tyrkneskra stjórnvalda fyrir
þessa niðurstöðu atkvæðagreiðsl-
unnar. Nicholas Burns, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, segir Tyrki „ekki hafa hótað
sérstökum aðgerðum“ sem við-
brögð við atkvæðagreiðslunni og
að hann vonist til að „vonbrigðin
muni takmarkast við yfirlýsing-
ar“.
Ályktun um þjóðar-
morð vekur reiði
Tyrknesk stjórnvöld hóta viðbrögðum ef ályktun utanríkismálanefndar Banda-
ríkjaþings, um að mannfall Armena í Tyrkjaveldi í fyrri heimsstyrjöldinni hafi
verið þjóðarmorð, verður samþykkt í atkvæðagreiðslu í þinginu.
Ert þú ánægð(ur) með nýjan
meirihluta borgarstjórnar?
Horfðir þú á landsleik Íslands
og Lettlands?
Evrópusam-
bandið hefur jafnan staðið fast á
því að aðildarríkin stafsetji heiti
evrunnar „euro“,
en nú reyna
búlgörsk
stjórnvöld að fá
undanþágu frá
þeirri reglu.
Í Búlgaríu,
sem fékk aðild
að Evrópusambandinu í ársbyrj-
un, bera íbúar landsins nafn
gjaldmiðilsins fram „evro“ og
krefjast þess að fá að stafsetja
gjaldmiðilsheitið í samræmi við
það.
Búlgörsk stjórnvöld hóta því nú
að verði ekki orðið við þessu
muni þau ekki staðfesta sam-
starfssamning ESB við Svart-
fjallaland, þegar atkvæði verða
greidd um hann í næstu viku.
Búlgarar vilja
evro í stað euro
Skráð atvinnu-
leysi í september var 0,8 prósent.
Að meðaltali voru 1.336 manns án
vinnu á tímabilinu, sem eru 140
færri en í ágúst. Atvinnuleysi er
um átján prósentum minna en á
sama tíma í fyrra, þegar það
mældist eitt prósent.
Í tilkynningu frá Vinnumála-
stofnun segir að meginskýringin
á minna atvinnuleysi í september
sé sú að á höfuðborgarsvæðinu
hafi atvinnuleysi dregist saman
um átján prósent.
Innan við pró-
sent án atvinnu
Hreinsa þurfti upp
olíu á Melatorgi í Reykjavík síðla
nætur í gær eftir að ökumaður
fólksbíls hafði ekið þvert yfir
torgið þannig að hjól munu hafa
farið undan.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins gekk vel að hreinsa upp olí-
una sem lak úr bílnum þar sem
hann stöðvaðist í runna hinum
megin á torginu.
Ekki liggur fyrir hvort öku-
maðurinn var undir áhrifum
áfengis eða fíkniefna enda lét
hann sig hverfa áður en lögregla
kom á vettvang. Lögreglu gekk
illa í gær að ná í skráðan eiganda
bílsins sem flytja þurfti gjörsam-
lega óökufæran á brott.
Vatíkanið rak í gær
háttsettan preláta eftir að hann
varð uppvís um að falast eftir
kynmökum við ungan karlmann. Í
ítölskum sjónvarpsþætti var sýnd
upptaka af prelátanum þar sem
hann steig í vænginn við manninn
og fullvissaði hann um að kynlíf
tveggja karlmanna væri ekki
synd.
Samkvæmt kenningum
kaþólsku kirkjunnar er samkyn-
hneigð synd. Talsmaður páfa,
séra Federico Lombardi, sagði
prelátann hafa verið látinn víkja
úr embætti á meðan rannsókn á
hvort hann væri maðurinn á
upptökunni færi fram.
Preláti vildi
kynlíf með karli