Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.10.2007, Qupperneq 16
Þ egar ég hringi út svarar pabbi stúlkn- anna mér mjög við- kunnanlegri röddu. Hann segir þau vera í upptökuveri og því geti ég eingöngu tekið viðtal við eina þeirra í einu, sem hann biðst forláts á. Ég segi að það sé í fínu lagi og bið fyrst um að fá að heyra í þeirri elstu, Asya. Hún heilsar mér vinalega og ég ákveð að hefja spurningaflóðið. Segðu mér aðeins frá Smoosh. Ég hef spilað á píanó síðan ég man eftir mér og Chloe, systir mín, byrjaði síðan að spila á trommur þegar hún var sex [þá var Asya átta ára] og byrjaði þá að spila við lögin mín. Síðan sömd- um við bara fleiri lög og stofnuð- um eiginlega hljómsveit. Yngri systir okkar Maia spilar síðan á bassa með okkur en hún er samt bara nýbyrjuð. Saga ykkar er virkilega ótrúleg sé miðað við aldur ykkar. Hvernig er að tilheyra þessari grasrótar indí-senu? Það er vanalega ekkert svo erf- itt því við erum ekkert frábrugðnar hinum sveitunum. Það skiptir ekkert máli hversu gamall þú ert því öll erum við að gera sama hlutinn. Allar hljómsveitirnar eru samt virkilega vinalegar og okkur kemur mjög vel saman. Við reyn- um ekkert að skera okkur úr. En er það ekkert erfitt, því þið eruð svo frábrugðnar hinum? Júmm, það er kannski margt sem er öðruvísi. Allir eru samt bara svo vinalegir við okkur og reyna ekkert að koma fram við okkur öðruvísi þó við séum yngri og þannig. Það er samt ekkert vont við þetta, allt virkar einhvern veginn, þó við séum yngri. Allt í lagi, ég get skilið það. En hvernig tónlist voruð þið að hlusta á fyrir fimm eða átta árum síðan? Þegar ég var sjö ára hlustaði ég bara á Michael Jackson. [Hlær] Já, ehhh... [meira hlát- urstíst, nærri því eins og hún finnist ég ekki alveg nógu töff] Fyrsta tónlistin sem ég hlustaði á var frá pabba. Hann var alltaf með fullt af rokkdiskum á heimil- inu, svo við hlustuðum á einhverj- ar sveitir eins og Soundgarden, Nirvana og líka eitthvað á klass- íska tónlist, bara eitthvað sem foreldrar okkar áttu. Síðan byrj- uðum við að hlusta á okkar eigin tegundir af tónlist. Síðan höfum við bara verið að hlusta mikið á hljómsveitirnar sem við höfum verið að spila með og þannig dót. Þið hafið einmitt verið að spila með mjög stórum hljómsveitum en samkvæmt því sem ég fann á inter- netinu hafið þið farið á tónleika- ferðalög með Sleater-Kinney, Mates of State, Jimmy Eat World, Pearl Jam, Sufjan Stevens, The Go! Team og mörgum fleirum. Við reyndar fórum ekki á túr með Pearl Jam, þetta voru bara einir tónleikar. En þið hafið spilað á tónleikum með Pearl Jam. Það er meira en líklegast 99 prósent allra hljóm- sveita í Bandaríkjunum geta státað af. Já, það er ógeðslega gaman að hafa fengið að spila með þessum rokkuðu sveitum. Þú talar samt um þetta eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Við erum bara að túra með Bloc Party og hvað er þetta, þetta voru bara einir tónleikar með Pearl Jam, það er ekki neitt.“ [Hláturstíst] Hvað með nafnið? Það er kannski það eina sem er barnalegt við ykkur. Ég las einhvers staðar að það tengdist hljómsveitinni Smash Mouth. Ummm... sko, við fíluðum þá sveit mjög mikið einu sinni þegar við vorum yngri. Við gátum ekki fundið upp á neinum góðum hljóm- sveitarnöfnum og okkur fannst flott hvernig nafnið þeirra hljóm- aði. Svo við fundið eitthvað sem hljómaði svipað. Þannig að við fundum Smoosh. Þetta er náttúr- lega smá barnalegt en ég held að það sé ekkert hægt að breyta því núna. [Því næst fékk ég Asya til þess að skipta um viðmælanda og Chloe tók við símtækinu] Segðu mér Chloe, nú ert þú trommarinn, hefur það lengi verið ástríðan þín? Já, mér hefur líkað við það síðan ég var sex ára. Ég hugsaði samt eiginlega ekkert um það fyrr en þá. Ég hafði svo margt annað í huga þá. Ég fékk síðan svona byrj- endapakka og núna er ég þrettán ára þannig að þetta eru orðin hvað... sjö ár? [spyr einhvern hjá sér og fær greinilega samþykki] Hvernig hafa hlutirnir breyst á síðustu sjö árum? Margt hefur alveg pottþétt breyst. Foreldrar okkar, til dæmis, hafa þurft að vinna minna, til þess að keyra okkur um og svona dót, þangað til Asya fær bílpróf. Við hættum líka í fótbolta. Einu sinni hélt ég alltaf að fótbolti væri ýkt mikið fyrir mig. Ég var mjög keppnissöm og hélt að ég myndi bara spila fótbolta að eilífu [Hlær]. Ég veit ekki af hverju, ég hélt bara að ég yrði atvinnumaður. Kannski er betra að ekkert varð úr því. Núna er ég bara tónlistarmaður og það er alveg fullt af alveg ógeðs- lega góðum hlutum við það. Og ég veit ekki. Líklega munum við bráð- um hætta í skóla og vera bara í heimaskóla, því við ráðum ekki við mikinn heimalærdóm á tón- leikaferðalögum. En þið eruð sem sagt að einbeita ykkur að tónlistarferlinum núna og... [Grípur fram í] Ég myndi samt ekki kalla þetta einhvern „feril“. Þetta er ekkert vinnan mín eða neitt svoleiðis. Þú ættir heldur ekkert að vera í vinnu á þessum aldri. Nei, ég hef aldrei fengið mér vinnu því fólki sem fær sér vinnu virðist aldrei líka vel við hana. Það er einfaldlega í henni til þess að fá pening, þú veist [hlær]. Ég er algjörlega sammála þér. Þegar ég var jafngamall þér vann ég við uppvask á veitingastað. Ég stórefa að það sé eitthvað sem þig langi til þess að gera. Nei, ég býst samt við því að þurfa að fá mér aukavinnu. Ekki nema ég geti bara unnið við tón- list. Það yrði sko langbest. Er það hinn endanlegi draumur, að geta starfað eingöngu við tón- list? Nei, ekkert endilega. Hljómsveit- in er ekki allt. Þó hún myndi, af einhverjum ástæðum, hætta þá væri það ekkert eins og líf mitt væri búið. Mig langar að gera margt margt fleira. Eins og... mmm... ég er rosalega hrifin af ljósmyndun. Ég er reyndar ekkert góð í því núna og tek ekkert góðar myndir en ég ætla bara að halda því áfram. Hvað með fótboltann? Nei, ég gæti aldrei fengið neina peninga út úr því. En ég gæti... mmm... ég var búin að hugsa hvað ég gæti gert. Bíddu... [þögn] ... hvað var þetta aftur... æi, ég veit ekki. Kannski gæti ég skrifað í tímarit eða eitthvað. Hvað með eftir tíu ár... [Grípur fram í] Ég væri ýkt til í að, æi fyrirgefðu að ég greip fram í, en já, ég væri ýkt til í að þú veist. Ég vil ekki að lífið bara renni framhjá mér. Þú veist, að það ein- faldlega fljóti áfram eðlilega eins og allra annarra. Mig langar að gera eitthvað sem breytir, hjálpa fólki í Afríku eða eitthvað þannig, þarf ekkert endilega að tengjast tónlist. Þegar ég er orðin geðveikt gömul og alveg að deyja mun ég samt gera allt sem ég get gert, alveg sama þó ég sé skíthrædd við það. Ég hugsa samt ekkert mikið um framtíðina, ég er ekkert að plana hvað ég muni gera seinna, því það eru svo margir hlutir sem ég gæti verið að gera þá. Ég get samt ekki ímyndað mér að ég eigi nokkurn tímann eftir að hætta að líka við trommur. Ég elska að spila á trommur. En... ég veit ekki alveg. Hvað með Smoosh, hvar viltu sjá sveitina eftir önnur sjö ár? Ef ég gæti látið sveitina vera hvað sem er, þá vildi ég að... hún yrði sú frægasta í heimi. Nei, djók [Hlær]. Nei, ég myndi ekki vilja að við yrðum súper frægar. Ég held að það yrði ýkt skrítið. Og þó við yrðum eitthvað frægar þá myndi ég ekki vilja vera einhver stórstjarna. Ég vil fá að vera eðlileg, þar sem ég get tjillað. Þú veist hvernig þetta fólk er í tíma- ritum, allir brjálast ef stjórstjarna er bara að gera eitthvað eðlilegt. Þá er fólk eitthvað: „Vá, þetta fólk er eðlilegt, alveg eins og við,“ sem er fáránlegt. Ég væri samt líka mikið til í að túra um Evrópu. Við höfum samt alveg gert það en ég væri bara til í að vera að því eiginlega alltaf. Og svo... Ég elska líka að hita upp fyrir aðrar sveitir eða vera opnunaratriðið, af einhverjum ástæðum. [uppsker undrunar „ókei“ frá mér, sem fær hana til þess að hlæja] Það er svo gaman að vera á undan virkilega kúl sveitum. Ég væri líka til í að spila á fullt af styrktartónleikum, fyrir eitthvað, eins og AIDS í Afríku. Það væri frábært ef við gætum safnað nógu miklum peningum til þess að hjálpa. Þú minntist þarna á að vera opnunaratriðið eða sjá um upphit- un. Værir þú frekar til í það en að vera einfaldlega aðalnúmerið? Já, því þegar við erum aðal þá er pressan á okkur. Ég verð samt aldrei stressuð eða neitt áður en við spilum. Ég veit ekki en... Líka, þá fengjum við ekki að spila á eins stórum stöðum þar sem eru flott baksviðsherbergi og við fáum fullt af mat og þannig. Þá fær maður líka að spila fyrir fleira fólk. Við erum til dæmis að spila núna með Bloc Party og miklu fleiri eru komnir til að sjá þá en okkur. Ég veit samt ekki alveg hvers ég á að vænta í framtíðinni, mér finnst bara gaman að spila. [Næst ræðum við um komuna til Íslands þar sem ég segi Chloe að þar verði Smoosh aðalnúmerið á þeim stað sem þær spila á, sem henni nokkuð spennandi. Mest spennandi finnst henni samt að fá að fara í Bláa lónið, sem hún spyr mikið út í. Eftir að ég tjái henni meðal annars að vatnið sé heitt og sé í raun meira hvítt en blátt kveður Chloe mig og hleypir Maiu að, yngstu systurinni í sveitinni. Chloe segir mér jafnframt að þær geti ekki talað mikið lengur við mig þar sem þær séu í hljóðveri að taka upp. Ég að sjálfsögðu dauðskammast mín og biðst afsök- unar á tímaþjófnaðinum. Chloe segir að þetta sé ekkert mál og hleypir loks ellefu ára systur sinni að.] Halló. Sæl, Maia. Ég heiti Steinþór og er blaðamaður frá Reykjavík á Íslandi. Hæ, ég heiti Maia. Gaman að kynnast þér. Já, takk fyrir og sömuleiðis. Hvernig er að ganga til liðs við hljómsveit eldri systra þinna? Það er rosalega gaman. Ég fæ að hitta aðrar hljómsveitir, vera baksviðs og spila leiki og svona. Er það samt ekkert yfir- þyrmandi? Mmmm, jú, stundum er þetta bara eins og: „Uuuu, mig langar að fara heim núna og fara í rúmið mitt.“ En það er samt oftast gaman. Stríða eldri systur þínar þér ekk- ert, af því að þú ert yngri en þær? [Löng þögn] Uuhhh... mmm... Jú, kannski smá. [Hlær vandræða- lega] En svo er líka fjórða systirin... ...Já, Scout. Mun hún líka ganga í Smoosh í náinni framtíð? Kannski. Hún er samt bara fjög- urra ára gömul. Já, ég skil. Kemur hún ekki ein- faldlega í sveitina seinna? Ég er ekki viss. Örugglega ekki. Ég held að Asya og Chloe verði ekki í þessu eftir átta ár. Verður þú samt viðloðandi tónlist þá? Já, ég verð pottþétt í tónlist en ég verð kannski ekki í Smoosh. Þú spilar samt á bassa. Af hverju bassi frekar en annað hljóðfæri? Ég veit ekki alveg. Stelpurnar vildu alltaf að ég myndi spila og ég var eitthvað: „Nei, ég vil ekki spila.“ Síðan spilaði ég með þeim í einu eða tveim lögum og þá virki- lega skipti ég um skoðun. Síðan hugsaði ég um þetta og þá vildi ég rosalega spila á bassa. Hvað er það skemmtilegasta við að vera í tónlist? Uhm. Mér finnst bara roslega gaman að spila, það er ýkt gaman. Mikil orka og svona. [Að því búnu þakka ég fyrir mig enda tíminn minn löngu liðinn] Smoosh spilar á Iceland Airwa- ves-hátíðinni á miðvikudagskvöld- inu á Nasa. Hljómsveitin mun einnig spila daginn eftir í sameig- inlegri verslun Rokks og rósa og Smekkleysu plötubúðar á Lauga- veginum klukkan 16.00. Ekkert frábrugðnar hinum sveitunum Ein athyglisverðasta hljómsveitin á Airwaves í ár er systrasveitin Smoosh frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrjár systur skipa sveitina, sú yngsta er ellefu ára og sú elsta er fimmtán ára. Ef ykkur finnst þetta ótrúlegt þá ættuð þið að heyra tónlist þeirra því hún er vægast sagt frambærileg. Smoosh er líka á mála hjá plötufyrirtækinu Barsuk, sem hefur meðal annars gefið út Death Cab for Cutie, Menomena, Rilo Kiley, Nada Surf og They Might Be Giants, og undanfarið hefur Smoosh meðal annars hitað upp fyrir Bloc Party. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við systurnar þrjár í Smoosh; Asya, Chloe og Maia.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.