Fréttablaðið - 14.10.2007, Page 66
SKRIFSTOFUSTJÓRI
Reiknistofnun Háskóla Íslands er umsjónaraðili
tölvukerfa Háskólans. Starfsemi RHÍ felur í sér
þjónustu, uppsetningu og rekstur tölvuneta og
tölvuþjóna, nettengingar fyrir nemendur,
starfsmenn og tölvur Háskólans.
Reiknistofnun auglýsir eftir skrifstofustjóra.
Skrifstofustjórinn ber ábyrgð á daglegum rekstri
skrifstofunnar, upplýsingagjöf til starfsmanna,
kennara og nemenda, hefur umsjón með
innkaupum á skrifstofu- og rekstrarvörum og
bókunum í tölvuver, sér um úthlutun á
háskólaleyfum hugbúnaðar auk almennra
skrifstofustarfa og tölvuvinnslu gagna.
Menntun, hæfni og reynsla
• Háskólapróf sem nýtist í starfi æskilegt.
• Mjög góð þekking á almennum hugbúnaði.
• Reynsla af notkun tölvukerfa, vörslu, vinnslu
og miðlun gagna æskileg.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður til
að ná árangri í starfi.
• Frumkvæði og þjónustuvilji.
• Góð almenn tungumálakunnátta.
Umsóknarfrestur er til 29. október n k .
Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og
www.starfatorg.is
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið
mið af jafnréttisáætlun Háskólans.
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið