Fréttablaðið - 14.10.2007, Side 70

Fréttablaðið - 14.10.2007, Side 70
Mannekla hrjáir bakarí landsins og reyndar nær það vandamál út fyrir landsteinana að því er Ragnheiður Héðinsdóttir hjá Samtökum iðnaðar- ins upplýsir. „Það er skortur á starfsfólki almennt í bakaríum, bæði fagmenntuðu fólki og öðru, það sést vel þegar atvinnu- auglýsingar eru skoðaðar. Erfiðast virðist að fá afgreiðslufólk sem talar íslensku,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir sem starfar hjá Samtökum iðnaðarins og fylgist vel með málefnum bakaríanna. Hún segir fáa bakara útskrifast á hverju ári hér á landi, því hafi erlendir bakarar sums staðar verið ráðnir til starfa. Því fylgi ýmis vandkvæði „Það er ekki alltaf auðvelt að meta þekkingu annars staðar frá og ráða í þá pappíra sem menn eru með. Ég þekki samt dæmi um bakara frá Póllandi sem gengur alveg ágætlega þegar þeir eru komnir inn í rútínuna. En auðvitað er erfitt í byrjun að segja mönnum til sem ekki skilja málið.“ Ragnheiður segir þessa manneklu í bakaríum ekki einskorðast við Ísland. Hún er nýkomin af fundi bakarasamtaka á Norður- löndum þar sem vandamálið var til umræðu. „Það sitja allir í sömu súpunni hér í Norður-Evrópu. Á Jótlandi hafa menn bjargað sér með fólki frá Þýskalandi sem tekur langar tarnir og fer svo heim á milli. Nú eru Danir byrjaðir að leiðbeina erlendu starfsfólki áður en það kemur til landsins, bæði um ýmis atriði í kerfinu og undirstöðu í dönsku. Þeir fara til atvinnumiðlana erlendis og láta kenna fólkinu þar. Framkvæmdastjóri dönsku bakaranna var til dæmis á förum til Póllands að skipuleggja slíkt nám. Þetta er gott til eftirbreytni því bæði er erfitt fyrir starfsfólkið sjálft og þá sem ráða það í vinnu þegar ýmis grundvallaratriði vantar.“ Ragnheiður telur iðn- nám ekki hafa verið eins hátt skrifað og annað fram- haldsnám undanfarin ár, hvorki hér né annars staðar á Norðurlöndunum. Hún segir þá þróun þó að snúast við í Svíþjóð. „Svíar segja mikinn áhuga orðinn á hand- verki þar í landi og allt í einu nóg af fólki sem vill læra bakaraiðn þar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú bylgja skili sér til okkar.“ Fáir bakarar út- skrifaðir á ári » Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf, Ráðningarþjónusta • Fiskislóð 81 • 107 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Leitar þú að starfsmanni? HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit mjög markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn til starfsins. Enginn auglýsingakostnaður Við sjáum um að auglýsa starfið eins og þörf krefur án þess að til komi aukakostnaður. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir eða er sagt upp störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Nánari upplýsingar í síma 561 5900 RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Fyrirtæki og félagasamtök Skólar og fræðsluaðilar Opinn flokkur (t.d. einstaklingar, einstök verkefni og frumkvöðlastarf) Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni www.starfsmenntarad.is Frestur til að senda inn tilnefningar er til 2. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsmenntaráði, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími 515 4800, www.starfsmenntarad.is 2007 Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem eru að vinna framúr- skarandi starf í starfsmenntun. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.