Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 14.10.2007, Qupperneq 82
10 sport MIKLU BETRI EN BECKHAM W esley Sneijder var af mörgum stimplaður sem arftaki Davids Beckham þegar hann kom til Real í sumar og héldu flestir að sá hollenski myndi eiga erfitt uppdráttar við að standast slík- an samanburð. En Sneijder hefur sneitt allt slíkt tal fram- hjá sér og einbeitir sér að sínum leik. „Ég er ekki að reyna að koma í staðinn fyrir einn eða neinn, síst af öllu Beckham,“ sagði Sneijder við komuna til Real. Samanburðurinn varð þó ekki umflúinn og hafa spænsku blöðin verið mjög dugleg að líkja þeim saman. Í stuttu máli má segja að niðurstaðan sé einföld: Sneijder er miklu betri en Beckham. Dagblaðið Marca bauð upp á fyrirsögnina „Mara- donian“ eftir sigur Real Madrid á Villarreal í upphafi tímabilsins og gaf þannig til kynna hve góður Sneijder hefði verið í leiknum. Það er ekkert smá hrós. Kannski líkar Sneijder betur að vera líkt við Argentínumanninn en David Beckham? Bernd Schuster, stjóri Real, gerði grín að öllum samanburðinum við Beckham og sagði: „Sneijder minnir mig á annan ljóshærðan miðjumann sem spilaði áður fyrr með Real Madrid – hann var ekki slæmur held- ur.“ Schuster var þar að tala um sjálf- an sig. Fjölmiðlar á Spáni gera nánast lítið úr Beckham og segja hann þegar gleymdan í Madrídarborg; liðið sé þegar búið fá nýjan „Galactico“. GRÍÐARLEGA FJÖLHÆFUR Eins og áður segir hefur Sneijder slegið í gegn á Spáni og verið að öðrum ólöst- uðum einn allra besti leikmaður deild- arinnar hingað til. Hann er knár þótt hann sé smár, aðeins 1,70 metrar. Hann er einnig með frábæra yfirsýn yfir völl- inn og stelur mörgum boltum af and- stæðingum sínum. Þá eru föst leikatriði hans vís til að skapa hættu en hann er nánast jafnfættur. Snöggur, áræðinn, með góð skot og frábæra tækni sem gerir hann að stórhættulegum leik- manni sem var eitt sinn talinn efnileg- asti leikmaður Evrópu. Í dag er hann á meðal þeirra bestu. Wesley Sneijder er í guðatölu hjá stuðningsmönn- um Ajax og hefur á aðeins nokkrum vikum orðið uppáhald stuðningsmanna Real Madrid. SPORT/AFP „Hann er besti leikmaður sem Real hefur keypt frá því Zidane fór þangað.“ Juanfran, leikmaður Real Zaragoza, sem spilaði með Sneijder hjá Ajax. „Hann er frábær á báðum köntun- um, hann getur spil- að sem framliggjandi miðjumaður og aftar á vellinum. Hann hefur frábært hugarfar og er sannur sigurvegari.“ Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, eftir að Sneijder fór til Real Madrid. „Hann var stressaður í sínum fyrsta leik en hann hefur staðið sig fullkomlega alveg síðan þá. Liðið stendur í þakkarskuld við hann. Það er auðvelt fyrir aðra leikmenn að aðlagast með hann inni á vellinum.” Bernd Schuster, stjóri Real Madrid. „Hann er alvöru leik- maður, jafnfættur og með frábærar sendingar. Hann getur spilað vel í öllum leikkerfum.” Martin Jol, landi Sneijder og núverandi stjóri Tottenham. Wesley Sneijder Hæð: 170 cm Fæddur: 9. júní 1984 Landsleikir: 38 (7 mörk) Staða: Miðjumaður Einstaklingsverðlaun: 2004: Efnilegasti leik- maður Hollands 2007: Besti leikmaður Hollands Titlar: Hollenskur meist- ari (2004), bikarmeist- ari (2006 og 2007). Allt með Ajax. Fyrri félög: Ajax – 55 mörk í 175 leikjum. Mottó: „Á hverjum degi er ég ákveðinn í að sýna mitt besta á æfingum til að sannfæra þjálfarann um að ég verði að spila næsta leik.” Vissir þú? ...Sneijder kemur úr mikilli fótbolta- fjölskyldu. Faðir hans var atvinnumaður, bróðir hans Jeffrey spilar einnig og yngsti bróðirinn, Rodney, er á góðri leið með að verð atvinnumaður. ...Sneijder á svipaða sögu og Marco van Basten. Báðir eru fæddir í Utrecht og enduðu svo hjá Ajax. Van Basten var einn besti leikmaður sögunnar og þjálfar Sneijder í dag í landsliði Hollands. ...Sneijder er stundum kallaður Þolinmóði bol- abíturinn (The patient pitbull). Það er skírskot- un í Edgar Davids sem var oft kallaður Bolabít- urinn. Viðurnefni landa hans vísar í það hversu meira alhliða, og betri, leikmaður Sneijder er. Hann spilar í treyju númer 23, tekur framúr- skarandi aukaspyrnur, sendir auðveldlega 50 metra stoðsendingar og er þegar orðinn dáður og dýrkaður af aðdáen- dum Real Madrid. Hann heitir Wesley Sneijder og hefur slegið í gegn á tíma- bilinu. EFTIR HJALTA ÞÓR HREINSSON UMMÆLI Sneijder fæddist í bænum Utrecht en fór til Ajax aðeins sjö ára gamall og var ekki lengi að vekja athygli á sér í hinu margrómaða unglingakerfi þar. Gamla goðsögnin Danny Blind hreifst af Sneijder og þrýsti mikið á þáverandi stjóra Ajax, Ronald Koeman, að gefa honum tækifæri. Það kom loksins árið 2002 og skemmst er frá því að segja að Sneijder nýtti sér tækifærið vel og leit aldrei til baka. Hann varð fljótlega fyrirliði hjá Ajax og er enn í dag í guðatölu í Amsterdam. Í unglingakerfi Ajax er leikmönnum kennt að spila margar stöður og á því græddi Sneijder. Hann var upphaflega talinn bestur sem kantmaður en í dag er hann allt eins líklegur til að spila sem afturliggjandi miðjumaður eða í hvaða stöðu sem er framar á vellinum. Hvorki Sneijder sjálfur né Ajax gátu hafnað gylliboði Real Madrid. SPORT/GETTY ALINN UPP OG MÓTAÐUR HJÁ AJAX Wesley Sneijder gegnir í raun nákvæmlega sama hlutverki hjá Real og David Beckham gerði áður. Hann spilar oftast á hægri kantinum og tekur flestar horn- og aukaspyrnur liðsins. SPORT/AFP Októberbölvunina nefna Spánverjar það þegar sláturtíð þjálfara hefst að hausti. Í október fær alltaf einn þjálfari að fjúka og sá fyrsti þetta árið var Abel Resino, þjálfari Levante, sem situr snautlega á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. Við starfi hans tekur ítalski þjálfarinn Giovanni De Biasi, þrautreyndur boli sem hefur náð að halda smáliðum í Serie A. Levante er hálfgerð litla- Ítalía því helstu leikmenn liðsins eru Ítalirnir Damiano Tommasi, Bruno Cirillo, Marco Storari og Christian Riganó. Michael Laudrup fær eitthvað meiri þolinmæði hjá Getafe þótt stig Madrídardvergliðsins séu ekki nema tvö enda Laudrup nýtekinn við liðinu. Og gæti lifað á fornri frægð sem leikmaður enda kosinn besti erlendi leikmaðurinn á Spáni á síðasta aldarfjórðungi tuttugustu aldar. Michelino er töluvert dáðari en Bernd Schuster, forveri hans hjá Getafe sem flutti sig um set í höfuðstaðnum og hefur leitt Real Madrid til hásætis í deildinni. En það eru ekki þjálfar- arnir sem mesta athygli hafa vakið á Spáni í haust heldur argentínsku nýstirnin Lionel Andrés Messi og Sergio „el Kun” Agüero. Þeir eru markahæstir í deildinni með sex mörk og margt líkt með þessum smávöxnu framherjum sem voru lykilmenn þegar Argentína varð heimsmeistari landsliða undir 20 ára. Báðir skoruðu mark með hendi á síðustu leiktíð, hönd Guðs auðvitað eins og Maradona, og sitthvað fleira er hægt að yfirfæra á meistara Maradona. Messi er þó bráðgerri og í betra liði þar sem ljósið skín skærar. Og fyrirsagnirnar hættar að ganga út á nýi Maradona þetta og hitt og meira lagt út frá Messíasartengingum sem hægt er að mynda úr nafni hans. Messi er ekki lengur sauðtryggur aðstoðarmaður hinna stjarnanna og sennilega hefur enginn í heimsboltanum slegið honum við í haust. Barcelona fer vel af stað og stefnir í einvígi við Real Madrid sem aðrir virðast ekki ætla að blanda sér í. Telja flestir að eina liðið sem geti átt séns sé einmitt Atlético Madrid, nái liðið vopnum sínum eftir miklar breytingar á leikmannahópnum í sumar. Aurarnir fyrir Fernando Torres voru vel nýttir og Jose Antonio Reyes, Simao Sambrosa og Diego Forlan hafa allir staðið sig vel. En liðið á langt í landa, Barca slátraði Atlético á dögunum og væntingarnar til Agüero kannski fullmiklar. Nýr Maradona eða Messi er ekki á hverju strái hverju sem líður messíasarkomplexum fyrirsagnasmiðanna. BÖLVUNIN OG NÝIR SPÁMENN Boltinn í Suður-Evrópu: Einar Logi Vignisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.