Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 14.10.2007, Qupperneq 86
14 sport Þegar þú varst búinn að skora 34. markið þitt síðasta sumar, flaug einhvern tím- ann í gegnum huga þinn að þú ættir eftir að skora 38 mörk árið eftir? Aldrei nokkurn tímann. Muntu skora yfir 40 mörk næsta sumar? Ég get með engu móti sagt til um það. Kemst íslenska kvennalandsliðið í loka- keppni EM 2009? Alveg pottþétt. Saknarðu Vestmannaeyja? Já, rosalega mikið. Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar en líka friðarins. Í Reykjavík eru allir á fullu og mikið stress. Maður losnar við allt slíkt í Eyjum. Getur Valur orðið Íslandsmeistari án þín? Að sjálfsögðu. Var leiðinlegt í Þýskalandi? Já, ógeðslega leiðinlegt. Þjóðverjar eru litlir húmoristar og taka lífinu einum of alvarlega. Helsti styrkleiki: Góður vinur. Helsti veikleiki: Þrjóska. Hápunktur ferilsins: Allir Íslands- meistaratitlarnir og fyrsti A-landsleikurinn. Draumaliðið: Kvennalið Manchester United. Verst að það er ekki til. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Karítas, bestu vinkonu mína. Við erum perluvinir, höfum aldrei rifist og ég veit að ég gæti verið föst við hana. Morgunmatur: Venjulegt Cheerios. Hvor er betri, þú eða Ásthildur Helgadóttir? Hei, þetta er ósanngjörn spurning. No comment. Erfiðasti andstæðingur: Bandaríska A- landsliðið. Besta ráðið: Mamma og amma kenndu mér að koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig. Bíll: Ég ek um á Toyota Auris, en á hann ekki. Það er ótrúlega góður bíll en ég myndi samt kaupa mér BMW ef ég ætti pening. Ef báðir leikirnir færu fram á sama tíma, úrslitaleikurinn á HM karla og úrslitaleikurinn á HM kvenna, hvorn myndirðu horfa á? Sem kona yrði ég að horfa á úrslitaleik kvenna. Annars myndi ég stilla upp tveimur sjónvörpum hlið við hlið og horfa á þá báða. Besti leikmaður heims í kvennaflokki: Marta frá Brasilíu og Kelly Smith frá Englandi. Besti leikmaður heims í karlaflokki: Ronaldo. Hver er kynþokkafyllstur? Justin Timberlake. Áttu kærasta? Hmmm.... No comment. Ef þú værir ekki fótboltakona: Þá væri ég handboltakona. Besta vinkonan í boltanum: Get ekki gert upp á milli stelpnanna í Val. Við erum eins og ein stór fjölskylda. Ef þú gætir spilað með hvaða leikmanni sem er: Ég myndi velja Mörtu í kvennaflokki og síðan myndi ég alveg þiggja sendingarnar frá David Beckham. Eftir fimm ár verð ég.... Vonandi búin að spila í lokakeppni EM. Ég verð að spila með einhverju öflugu atvinnumannaliði úti í heimi með rosalega góða leikmenn mér við hlið. Það er síðan óskandi að ég verði á einhverjum góðum stað þar sem ég er hamingjusöm. Fædd: 25. júlí 1986 Íþrótt: Fótbolti SPURT OG SVARAÐ MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR, VAL EKKI PLÁSS FYRIR ALLA JEPPANA Bílastæðin á æfingasvæði Man. Utd. eru stór - en ekki nógu stór. Framkvæmdir standa nú yfir á bílastæði leikmanna, þjálf- ara og starfsmanna á æfinga- svæði Manchester United. Ástæðan fyrir framkvæmdunum er einföld - ekki er lengur pláss fyrir tryllitæki leikmanna liðsins á þeim bílastæðum sem fyrir eru. Flestir leikmanna liðsins eru millj- ónamæringar og hefur það orðið að hálfgerðu tískufyrirbæri á meðal knattspyrnumanna í Eng- landi að fara ferðir sínar um á jeppa. Og því stærri sem hann er, því betra. Sóknarmaðurinn Wayne Rooney á stærsta bílinn hjá Manchester United, 2007 árgerð af Hummer H2. Slíkt tryllitæki kostar tæpar 10 milljónir króna, sem er örlítið minna en það sem Rooney fær í vikulaun. Gary Neville og Ryan Giggs aka báðir á Range Rover jeppum og þá fjárfesti Cristiano Ronaldo nýlega í Bentley Continental sem er sportbíll, en er þó yfir tveir metrar á breidd. „Ástandið er súrrealískt. Strákarn- ir eru nánast í keppni um hver á stærsta bílinn. Hver veit hvað kemur næst,“ sagði ónefndur starfsmaður æfingasvæðisins við eitt bresku götublaðanna. 1. Valur Ingimundarson 7.355 Langstigahæsti leikmaður úrvalsdeildar- innar og verður meti hans varla haggað í bráð enda með 2.573 stiga forskot á næsta mann sem er enn að spila. Valur skoraði 18,4 stig að meðaltali í 400 leikjum með Njarðvík, Tindastóli og Skallagrími. 2. Guðjón Skúlason 6.649 Skoraði 16,3 stig að meðaltali í 409 leikjum með Keflavík og Grindavík. 3. Teitur Örlygsson 6.597 Teitur skoraði öll stigin sín fyrir Njarðvík og var með 16,2 að meðal- tali í 406 leikjum. 4. Guðmundur L. Bragason 5.655 Skoraði 16,3 stig að meðaltali í 348 leikjum með Grindavík og Haukum frá 1987 til 2004. 5. Jónatan James Bow 4.892 Er stigahæsti Bandaríkjamaðurinn á listanum en hluta af ferli sínum lék hann með tvöfalt ríkisfang. Jónatan var með 22,1 stig að meðaltali í 221 leik fyrir Hauka, KR, Keflavík og Val. 6. Kristinn Friðriksson 4.782 Er stigahæsti leikmaðurinn sem er enn að spila. Kristinn hefur skorað stigin fyrir fimm félög en hann er með alls 15,1 stig að meðaltali í 317 leikjum. 7. Jón Arnar Ingvarsson 4.679 Skoraði 13,8 stig að meðaltali í 340 leikjum með Haukum og Breiða- bliki frá 1988 til 2004. 8. Birgir Mikaelsson 4.411 Skoraði 14,0 stig að meðaltali í 316 leikjum á árunum 1980-2001, fyrir KR, Skallagrím, Snæfell og Breiða- blik 9. Eiríkur Önundarson 4.179 Eiríkur er að hefja sitt tólfta tíma- bil í úrvalsdeildinni en hann hefur skorað 15,1 stig að meðaltali í 276 leikjum. 10. Páll Axel Vilbergsson 4.074 Er líklegur til þess að hækka sig á listanum á næstu árum enda enn á besta aldri. Páll Axel hefur skoraði 16,4 stig að meðaltali í 248 leikjum. Svona lítur Hummerinn út sem Wayne Rooney keypti sér fyrir skemmstu. 0stigahæstu leikmenn allra tíma í úrvalsdeild karla í körfuboltaTUGURINN Forsíðumyndina tók Valli af Guðmundi Þorbjörnssyni, Grími Sæmundsen, Þorgrími Þráinssyni og Sigurbirni Hreiðarssyni. Útgefandi: 365 miðlar. Ritstjóri: Vignir Guðjónsson, vignir@ frettabladid.is sport SP O RT M YN D /V IL H EL M FJÓRIR FYRIRLIÐAR VALS Í GEGNUM TÍÐINA RÆÐA UM BYLTINGUNA Á HLÍÐARENDA FÉLAGIÐ KOMIÐ AFTUR Á RÉTTAN STALL WESLEY SNEIJDER MIKLU BETRI EN BECKHAM KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON AÐALMAÐURINN Í MEISTARALIÐI BRANN HELSTI MARKASKORARI STABÆK VEIGAR ER HRIKALEGA GÓÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.