Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 93

Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 93
Myndlistarmaðurinn Magnús Tóm- asson býður upp á leiðsögn um sýn- ingu sína „Drasl“ í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41, í dag kl. 15. Sýningin er hluti af Sequences-listahátíðinni. Magnús Tómasson er fæddur í Reykjavík 1943. Hann nam mynd- list við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1970. Þrátt fyrir að hann væri við nám í Danmörku var hann í góðum tengslum við það sem var að gerast í myndlist á Íslandi. Hann tók meðal annars þátt í stofnun Gallerí SÚM árið 1968. Magnús hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á Íslandi og erlendis. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína. Verk eftir hann eru meðal annars í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og flestir Íslendingar kannast við verk hans, Þotuhreiður, sem er við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Það kennir ýmissa grasa á sýn- ingunni í Listasafni ASÍ, en þar sýnir Magnús til að mynda skúlpt- úra og myndþrennur sem hann nefnir Formrím, auk myndaraðar- innar Samanburðarlandafræði en hugmyndin að elstu myndinni í þeirri röð er frá árinu 1977. Leiðsögn um „Drasl“ Í kvöld býður Rás 1 hlustendum sínum upp á beina útsendingu á óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss sem flutt verður í Íslensku óperunni. Arndís Björk Ásgeirsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir eru umsjónarmenn útsendingarinnar. Arndís Björk segir þetta í annað sinn sem Rás 1 standi að beinni útsendingu frá Íslensku óperunni. „Við sendum út beint frá Flagara í framsókn nú í vor og tókst það afar vel. Við ákváðum því að halda áfram á sömu braut og senda beint út frá Ariadne auf Naxos.“ Óperan sjálf er aðalatriði útsend- ingarinnar, en einnig verður rætt við góða gesti. „Við verðum að sjálfsögðu með smá fróðleik og umræður sem snúast um verkið. Áður en óperan sjálf hefst munum við fara yfir söguþráð hennar og í hléinu fáum við svo til okkar sér- fræðinga sem ræða við okkur um tónlistina, tónskáldið, uppsetning- una og fleira,“ segir Arndís Björk. Uppsetning Íslensku óperunnar á verkinu hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og því er upplagt fyrir tónlistarunnendur að stilla útvarpstækin á Rás 1 í kvöld, en útsendingin hefst kl. 19.50. Ópera í beinni Gallerí Fold stendur fyrir uppboði í kvöld í Súlnasal Hótel Sögu. Boðin verða upp fjöl- mörg listaverk eftir íslenska listamenn, þar á meðal Kjarval, Þórarin B. Þorláksson, Kristján Davíðsson og Ólaf Elíasson. Jóhann Hansen er einn af listaverkasölum Gallerís Foldar. Hann segir mikið af eftirsóknarverðum verkum á uppboðinu að þessu sinni. „Við erum til að mynda með tvö verk eftir Ólaf Elíasson, en við höfum ekki fengið verk eftir hann á uppboð áður að mér vitandi. Annars vegar er um að ræða grafíkverk sem líkist kannski helst innanhúss- arkitektúr og hins vegar er um að ræða steinþrykk sem minnir kannski frekar á skissu eða teikningu. Þessi verk eru ekki dagsett en eru á að giska um tíu ára gömul.“ Á þriðjudag fór fram uppboð í Kaupmannahöfn þar sem málverk eftir Jón Stefánsson seldist á um þrjár og hálfa milljón króna. Jóhann segir afar sambærilegt verk eftir sama listamann verða boðið upp í kvöld. „Það verður fróðlegt að sjá hvort það selst á sambærilegu verði,“ segir Jóhann. Af öðrum athyglisverðum verkum sem verða til sölu nefnir Jóhann þrjú verk eftir Mugg. „Þar er kannski markverðast olíumálverk, en þau eru fremur sjaldgæf eftir þennan listamann. Svo er vatnslitamynd sem er í anda Dimmalimm og sýnir litla stúlku í berjamó. Þriðja verkið er skissa af altaristöflu á Bessastöðum. Við höfum áður haft eitt og eitt verk eftir Mugg á uppboðum en aldrei áður þrjú í einu.“ Jóhann bætir við að auk ofantalinna verði fjöldinn allur af öðrum spennandi verkum boðinn upp í kvöld og því eigi listunnendur ekki að láta uppboðið framhjá sér fara. Uppboðið hefst kl. 18.45. Allt frá upphafi djassins hafa listamenn tekið vinsæl dægurlög og spunnið á þau nýja búninga. Lög nokkurra höfunda hafa náð slíkri fótfestu meðal djassleikara að ekki verður framhjá þeim litið þegar djasssagan er skoðuð. Einn þessara höfunda er Richard Rod- gers, sem þekktastur er sem annar helmingur tvíeykisins Rod- gers og Hammerstein. Gunnar Hrafnsson kontra- bassaleikari, Kjartan Valdemars- son píanóleikari, Kristjana Stef- ánsdóttir söngkona og Pétur Grétarsson trommuleikari hafa leitað í smiðju Richard Rogers og munu leika valin lög, af þeim rúmlega 900 sem hann samdi, á tónleikum í TÍBRÁ í Salnum í kvöld kl. 20. Vakin er athygli á því að fram- hald verður á þessari fræðandi og skemmtilegu dagskrá í TÍBRÁ í marsmánuði, en þá verður tónlist Cole Porter til umfjöllunar. Almennt miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur. Söngbók í Salnum VELJUM LÍFIÐ KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. FRUMSÝND 12 . OKTÓBER SÝND Í REGNBOGANUM 4months 3weeks& 2days BESTA MYNDIN GULLPÁLMINN CANNES 2007 4 MÁNUÐIR, 3 VIKUR & 2 DAGAR | 4 LUNI, 3 SAPTAMANI SI 2 ZILE www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig „Ekki eintóna hrollvekja heldur rómmikill lofsöngur til dýrðar hugrekki og vináttu, listarinnar að komast af við ómennskar aðstæður...vann Gullpálmann á Cannes í vor og er vel að honum kominn, myndin er enn ein rós í hnappagat rúmenskrar kvikmyndar- gerðar sem hefur eflst með ólíkindum síðustu árin.“ - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.