Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 95
Leikkonan Halle Berry segir að hör- undslitur sinn vefjist enn þá fyrir þeim sem halda utan um budduna í Hollywood. Hún telur þó að hlutirnir séu að breytast hægt og rólega þar í borg. Þrátt fyrir að vera fyrsta þeldökka konan til að vinna óskarinn sem besta leikkonan segist Berry enn þá þurfa að leggja hart að sér til að sannfæra kvikmyndaframleiðendur um eigið ágæti. „Ég ætti ekki að þurfa að sann- færa kvikmyndaverin um að ég sé sú rétta í hlutverkin. Leiklistarhæfileik- ar mínir ættu að segja allt sem segja þarf,“ sagði Berry í viðtali við Reut- ers. Nýjasta mynd Berry, Things We Lost in the Fire, kemur í kvikmynda- hús í Bandaríkjunum hinn 19. október. Þar leikur hún ekkju sem biður vin eiginmanns síns um að búa hjá sér og börnunum sínum tveimur. Berry seg- ist hafa spurt leikstjórann hvort honum fyndist það skipta máli að hún væri þeldökk þar sem handritið var ekki skrifað með þeldökka konu í huga. Svaraði leikstjórinn Susanne Bier því að henni væri alveg sama. Berry gengur allt í haginn um þess- ar mundir því hún á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Gabriel Aubry og hefur látið hafa það eftir sér að hún vilji eignast fleiri börn. Á meðal þekktustu mynda hennar í gegnum tíðina eru Monster´s Ball og X-Men. Hörundslitur skiptir máli Radiohead er óútreiknanleg hljómsveit, vægast sagt. Eftir tvö ár og heilan haug af mismikl- um bullfréttum um framvindu sjöundu breiðskífu sveitarinnar þá allt í einu, algjörlega út í blá- inn: BÚMM! „Já, hæ, ný plata, In Rainbows, kemur bara út eftir tíu daga. Bæ!“ Ha, hvað er í gangi? Hvar er hinn frjálsi fjöl- miðlamarkaður sem á að fylgj- ast með og koma í veg fyrir að maður fái hjartaáfall við svona óvæntar fréttir. Nei, ég tek þetta til baka. Uppátæki Radiohead er án nokkurs vafa ferskasta spark sem tónlistarheimurinn hefur fengið upp í óæðra gatið á sér í langan tíma. Átti slíkt líka svo fyllilega skilið. Vindum okkur samt að plöt- unni, er hún eins rjúkandi heitt og þægilegt spark og fréttirnar af henni? Hún byrjar snaggar- lega á hörðu bíti og Yorke hefur upp raust sína. How come I end up where I started / How come I end up where I went wrong. Söngur Yorke hljómar mjög R&B-lega í laginu og yfirleitt á plötunni, ólíkt reiðinni sem ein- kenndi Hail to the Thief. Sál Radiohead rís upp og hættir að lemja frá sér. Bergmálið færir sig frekar varfærnislega áfram og hefur meiri reiðu á hlutunum. Weird Fishes/Arpeggi sannar slíkt best. Yfirborðsmikið, þétt á alla kanta og tilbrigðin trítla yfir líkama manns á duttlungafullan hátt, líkt og regnboginn sjálfur. Jigsaw Falling Into Places og House of Cards eru önnur lög sem gera flest allt sem góð tón- list á að gera. Radiohead hefur samt ekki sagt skilið við groddann eða tilrauna- mennskuna. Annað lagið Bod- ysnatchers byggir þannig á rausn- arlegum gítarriffum, líkt og jafnvel Queens of the Stone Age. Tilfinningaþungi raddar Yor- kes skilar sér vel og fellur að lýr- ískum textum hans, rétt eins og vanalega. Depurðin er í hámarki en á milli reynist von og bjartari tilfinningar. All I Need er til dæmis ekkert annað en hrein- ræktað ástarlag. Ástarsorgin gerir hins vegar vart við sig í Vid- eotape. In Rainbow kemur sjaldan á óvart en hefur allt sem aðdáend- ur Radiohead geta beðið um, fyrir utan að vera besta plata sveitar- innar til þessa. Hún vinnur á með hverri hlustun og nú er að bíða og sjá hver langtímaáhrifin verða. Kid A og Amnesiac lifðu fjar- lægðina af og efldust á meðan Hail to the Thief mistókst slíkt. Engin endastöð Hugbúnaðarþróun - Forritun Allt á einum stað Nánari upplýsingarSkýrr leitar að orkumiklu og jákvæðu fólki , sem vill takast á við spennandi starf í hugbúnaðar- þróun. Verkefni á þessu sviði tengjast til dæmis greiningu á þörfum viðskiptavina, forritun og þróun, innleiðingu og úrlausn tæknilegra verkefna. Viðkomandi þurfa að hafa góðan tæknilegan bakgrunn auk þekkingar og reynslu í forritun. Skýrr er kraftmikið og traust fyrirtæki í lifandi starfsumhverfi. Mikið er lagt upp úr faglegum og góðum vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að starfsfólk þróist í starfi og viðhaldi og bæti stöðugt við kunnáttu sína og hæfni. Skýrr sækist eftir starfsfólki, sem hefur metnað til að axla ábyrgð, takast á við krefjandi verkefni og vaxa í starfi. Skýrr er fjölskylduvænt fyrirtæki í lifandi samkeppnisumhverfi. Starfsfólk fyrir- tækisins myndar samhentan hóp þar sem mannauðurinn er í fyrirrúmi. Gildi Skýrr eru fagmennska, frumkvæði, jákvæðni og þjónustulund. Hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði verk-, kerfis- eða tölvunarfræði eða sambærileg menntun Kunnátta og reynsla í hugbúnaðarþróun Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð Reynsla af hópvinnu og verkefnastjórnun Forritun í C#, .NET, Java og/eða Delphi, ásamt vefþjónustu Þekking á lausnum Microsoft og Oracle kostur Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs, í 569 5100 eða ingibjorg.odinsdottir@skyrr.is. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 22. október næstkomandi. Eyðublöð fyrir umsóknir er að finna á vefsvæði Skýrr. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum svarað. Skýrr veitir um 2.300 viðskiptavinum fjölbreytta hugbúnaðar- og rekstrarþjónustu. Allt á einum stað. 24/7. Fyrirtækið er samstarfsaðili Business Objects, Microsoft, Oracle og VeriSign. Starfsemi fyrirtækisins er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstaðlinum ISO 9001. SÝND Í REYKJAVÍK PATREKSFIRÐI & BORGARNESI STÆRSTA MYND ÁRSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.