Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 96
Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Everton, Manchester Utd og Fulham. 24.–26. NÓVEMBER W W W. I C E L A N DA I R . I S 52.800 KR. Verð á mann í tvíbýli + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði var gríðarlega ósáttur. „Við látum þá líta vel út. Þeir detta inn í opin svæði því við vorum greinilega ekki viðbúnir neinu í dag. Við erum á heimavelli og með sjálfstraustið í lagi eftir tvo góða leiki. Byrjun frábærlega í leikn- um en gefum síðan eftir á ein- hvern óskiljanlegan hátt. Við gefum þeim of mikil svæði og sitj- um of aftarlega eftir að við kom- umst yfir,“ sagði Eiður svekktur. Eiður Smári náði loks að bæta markamet Ríkharðs Jónssonar eftir sex markalausa leiki í röð en Eiður hefur nú skorað 19 mörk fyrir Ísland. „Auðvitað er maður stoltur að bæta þetta markamet. Það er skuggi yfir metinu í dag en ég hef trú á að ég eigi eftir að njóta þess í framtíðinni. Ég hefði gefið metið upp á bátinn fyrir þrjú stig í dag. Velgengni hjá liðinu er mikil- vægari en þetta markamet mitt.“ Ragnar Sigurðsson varnarmað- ur var alls ekki sáttur með leik sinn í gær. „Varnarleikurinn var slakur hjá okkur og við vorum allt- of langt frá mönnunum. Ég er vægast sagt ósáttur með minn leik og ég tek þetta á mig að hluta til,“ sagði Ragnar. Skuggi yfir metinu Lettar niðurlægðu Íslend- inga á Laugardalsvellinum í gær er þeir unnu sanngjarnan stórsig- ur, 2-4. Slakt lettneskt lið, sem hafði ekki skorað mark á útivelli í riðlinum, skoraði ein fjögur mörk í Dalnum í gær og hefði hæglega getað skorað fleiri. Lettar, sem meðal annars töpuðu fyrir Liecht- enstein, hafa því skorað átta mörk í tveim leikjum gegn Íslandi. Þeir hafa samtals skorað níu mörk í riðlinum. Það níunda var sjálfs- mark andstæðinganna. Fyrri hálfleikur var vægt til orða tekið skelfilegur hjá íslenska liðinu. Lettarnir voru augljóslega mun ákveðnari strax í byrjun en íslensku strákarnir fengu frábæra forgjöf á 4. mínútu þegar Eiður Smári batt endahnútinn á magn- aða skyndisókn. . Lettarnir létu þetta kjaftshögg ekki buga sig heldur héldu áfram að sækja. Sóknarleikur þeirra var mun markvissari, þeir voru þess utan grimmari í alla bolta. Miðju- og varnarleikur íslenska liðsins var í molum, sama hvar á var litið. Dekkningar í teig voru átakanlega lélegar, leikmenn voru á hælunum og hreinlega ekki með í leiknum. Sú stemning og baráttuandi sem einkenndi liðið í síðustu leikjum var hvergi sjáanleg og virðist sem þeir leikir hafi verið algert stíl- brot. Það var fullkomlega sanngjarnt þegar Klava jafnaði með skalla í teignum eftir horn á en hann var glæpsamlega illa dekkaður og átti í engum vandræðum með að skora. Aðeins fjórum mínútum síðar kom Laizans Lettum yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Tíu mínútna martröð íslenska liðsins var síðan fullkomnuð þegar Verpakovskis var fyrstur að átta sig í teignum og kom Lettum í 1-3. Þetta voru fyrstu mörk Letta á útivelli í riðlinum og gestirnir voru hreinlega að niðurlægja íslenska liðið en það var ekki heil brú í leik liðsins í hálfleiknum. Hálfleiksræðan hjá Eyjólfi skil- aði litlu því Verpakovskis skoraði öðru sinni og kom Lettum í 1-4 eftir aðeins 19 sekúndur í síðari hálfleik. Eiður Smári minnkaði muninn með laglegu einstaklings- framtaki á 53. mínútu og kveikti lítinn vonarneista. Í kjölfarið kom smá pressa frá íslenska liðinu en hún stóð ekki lengi yfir. Síðari hálfleikur var tíðindalítill og íslenska liðið átti engin svör. Hugmyndaleysið var algjört og sóknarleikurinn ómarkviss og til- viljanakenndur. Leikur Íslands í heild sinni olli vonbrigðum. Mikið hafði verið gert með að byggja ofan á þá stemningu og liðsheild sem var einkennandi í liðinu í síðustu tveim leikjum. Sú frammistaða hefði átt að gefa mönnum vind í seglin en liðið féll í sama farið og það hefur verið í nánast alla undankeppnina. Breytti engu þótt liðið fengi 1-0 forskot í leiknum. Liðið hefur verið niðurlægt hvað eftir annað í riðlinum og er yfirspilað á heima- velli gegn Lettum og Liechten- stein. Það er engan veginn ásætt- anlegt og leikurinn í gær er lítið annað en enn einn vitnisburðurinn um að liðið og þjálfarinn séu ekki á réttri leið. Íslenska landsliðið í knattspyrnu beið algjört afhroð gegn Lettlandi á Laugardalsvelli í gær. Lokatölur 2-4. Leikurinn var afturhvarf til fortíðar og gamlir draugar létu sjá sig á ný. Vörnin var í molum og sú liðsheild og stemning sem var í síðustu tveim leikjum var víðs fjarri. Niðurstaðan enn ein niðurlægingin. Létum þá líta út eins og Diego Maradona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.