Fréttablaðið - 14.10.2007, Page 98

Fréttablaðið - 14.10.2007, Page 98
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is SKRÁÐU ÞIG Í FÓTBOLTA- KLÚBB EXPRESS FERÐA! Gakktu til liðs við okkur og skráðu þig á www.icelandexpress.is/expressfotbolti Skrá ðu þ ig núna ! Þú g ætir unni ð fer ð á leik með Wes t Ham ! Það margborgar sig að skrá sig í Fótboltaklúbb Express Ferða. Nöfn allra klúbbfélaga og þeirra sem skrá sig fyrir 15. nóvember fara í pott og eru glæsileg verðlaun í boði, ferð á heimaleik með West Ham að eigin vali. Innifalið er flug, gisting og miði á leikinn. Dregið verður 1. desember. Vinningar verða afhendir hjá BT Sm áralind. Kópavogi. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 99 kr/skeytið. SMS LEIKUR 9. HVER VINNUR! SENDU SMS JA GLF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! Fru ms ýnd 12 . ok tób er Víkingur réð í gær Danann Jesper Tollefsen sem þjálfara félagsins til næstu tveggja ára en Tollefsen tók við Leikni um mitt síðasta sumar og gerði athyglisverða hluti. Tollefsen tekur við starfinu af Magnúsi Gylfasyni sem hætti samkvæmt samkomulagi eftir síðasta tímabil. Tollefsen mun starfa sem yfirmaður þjálfaramála og koma að þjálfun yngri flokka og knattspyrnuakademíu félagsins samhliða þjálfun meistaraflokks- ins. Tollefsen er vel menntaður þjálfari sem er uppalinn hjá AGF í Árósum þar sem hann hefur meðal annars þjálfað. Víkingar vænta mikils af verkum Danans og er svo sannarlega verk að vinna eftir að Víkingur féll úr Landsbankadeildinni. Tollefsen tekur við Víkingi Margir leikir fóru fram í undankeppni EM í fótbolta í gær og fyrir utan tap Íslands gegn Lettlandi ber helst að nefna að Svíþjóð vann Liechtenstein og Spánn vann Danmörku í F-riðli. England vann Eistland í E-riðli og Frakkland burstaði Færeyjar í B- riðli eftir ævintýralegt ferðalag. Öruggur 0-3 sigur Svíþjóðar á Eistlandi kom fæstum á óvart, en mörkin skoruðu Freddie Ljung- berg, Christian Wilhelmsson og Anders Svensson og Svíar sitja því eftir sem áður á toppi F-riðils. Spánn gerði út um vonir Dan- merkur um laust sæti á Evrópu- mótinu í Austurríki og Sviss á næsta ári með því að vinna 1-3 á Parken. Spánverjar komust í 0-2, með mörkum frá Raúl Tamudo og Sergio Ramos í fyrri hálfleik, en Jon Dahl Tomasson náði að minnka muninn fyrir Dani nokkrum mín- útum fyrir leikslok. Spánverjar áttu hins vegar lokaorðið þegar Albert Riera skoraði þriðja mark þeirra á lokamínútu venjulegs leiktíma og sitja í öðru sæti riðils- ins fast á hæla Svíum. Margir biðu með eftirvæntingu eftir leik Frakklands og Færeyja eftir miklar hrakfarir Frakka við að komast til Færeyja og þurftu þeir meðal annars að lenda á Egils- stöðum á föstudag vegna mikillar þoku í Færeyjum. Frakkar komust þó að lokum til Færeyja stuttu fyrir leik í gær en ferðalagið virt- ist ekki hafa sett liðið út af laginu, því liðið vann öruggan 6-0 sigur og mikil spenna er á toppi B-riðils þar sem Skotar og Ítalir berjast ásamt Frökkum. England vann mikilvægan 3-0 sigur á Eistlandi en Shaun Wright- Phillips og Wayne Rooney komu Englandi í 2-0 áður en Taavi Rahn innsiglaði sigur Englendinga með sjálfsmarki. Steve McClaren, stjóri Englands, telur að byrjunin á leiknum hafi gert útslagið í leiknum. „Það var afar mikilvægt fyrir okkur að byrja leikinn af krafti og það gerðum við svo sann- arlega og fyrri hálfleikurinn var mjög fagmannlega leikinn af okkur,“ sagði McClaren sem hrós- aði Wayne Rooney sérstaklega í leikslok. „Wayne Rooney var búinn að setja pressu á sjálfan sig fyrir leikinn og mér fannst hann virkilega vilja sanna eitthvað og hann gerði það og átti svo sannar- lega skilið að skora í leiknum. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði McClaren í leikslok, en Wayne Rooney hafði sagt við fjöl- miðla fyrir leikinn að hann hefði ekki leikið vel fyrir England í tvö ár. Leikið var í undankeppni EM í gær og línur eru farnar að skýrast í F-riðli eftir að Spánn vann Danmörk, en spennan magnast til muna á öðrum vígstöðvum. Ekkert lát er á góðu gengi enska liðsins þessa dagana sem lagði Eistland í gær. Undankeppni EM: N1-deild kvenna: Iceland Express-deild kvk: Valsstúlkur fóru bók- staflega á kostum gegn belgíska liðinu Wezemaal og unnu 4-0 í Evrópukeppni félagsliða kvenna í gær og eiga möguleika á því að komast í 8-liða úrslit í keppn- inni. Valsstúlkur hrukku í gírinn seint í síðari hálfleik gegn belg- ísku meisturunum og skoruðu öll mörk sín á síðustu 20 mínútum leiksins. Katrín Jónsdóttir skor- aði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu og Mál- fríður Erna Sigurðardóttir bætti öðru marki við einnig með skalla eftir hornspyrnu. Margréti Láru Viðarsdóttur fannst ekki nóg komið og bætti tveimur mörkum við í lok leiksins og hefur því skorað alls 19 mörk í 12 Evrópu- leikjum sem er frábær árangur. Valsstúlkur spila síðasta leik sinn í riðlinum á þriðjudag gegn enska liðinu Everton og komast í 8-liða úrslit með sigri í leiknum, en liðinu gæti einnig nægt jafn- tefli ef úrslit úr öðrum leikjum verða þeim hagstæð. Frábær sigur Vals
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.