Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 4
Tæplega þrítugur
karlmaður hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald vegna stóra
smyglmálsins sem kom upp á
Fáskrúðsfirði 21. september
síðastliðinn. Þetta er sjötti maður-
inn sem situr nú í gæsluvarðhaldi
hér á landi vegna skútumálsins
svokallaða.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að
sjötti maðurinn sæti nú í gæslu-
varðhaldi. Hann kvaðst ekki vilja
tjá sig frekar um málið við Frétta-
blaðið að öðru leyti en því að rann-
sókn þess miðaði vel, en með hana
fer fíkniefnadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var sjötti maðurinn hand-
tekinn í fyrradag. Hann hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til þriðjudagsins 23. október.
Alls voru um 60 kíló af fíkniefn-
um gerð upptæk í aðgerðum lög-
reglunnar þegar hún kom upp um
þessa umfangsmiklu smygltil-
raun, um 15 kíló af e-töflum og
um 45 kíló af amfetamíni. Þar að
auki fundust tvö kíló af amfetam-
íni í Færeyjum.
Gæsluvarðhald yfir fimmmenn-
ingunum sem setið hafa inni hér
vegna málsins að undanförnu
rennur út á morgun.
Sjötti skútumaðurinn í gæslu
Eignarhald á auðlindum
landsins var til umræðu á fundi
Samtaka iðnaðarins um íslenskan
raforkumarkað í gær og lagði
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar og einn frummæl-
enda, áherslu á mikilvægi þess að
orkuauðlindirnar gætu gengið
kaupum og sölum og þyrftu ekki
endilega að vera í eigu hins opin-
bera. Ekkert banni útlendingum
að kaupa og eiga auðlindir eða fyr-
irtæki í orkugeiranum.
„Talað er um það eins og ein-
hverja nauðsyn í dag að auðlind-
irnar þurfi að vera í þjóðareign en
þetta hugtak hefur enga lagalega
merkingu. Ég vara við því að menn
takmarki séreignarréttinn eða
framsal hans,“ sagði Friðrik og
kvaðst ekki skilja hvers vegna
orkulindirnar ættu að vera í ríkis-
eigu eða þjóðareign. Hvers vegna
eigendur, hvort sem það eru ein-
staklingar, ríki eða sveitarfélög,
mættu ekki selja eða leigja eign
sína.
„Af hverju á að banna með
lögum að eigendur framselji þess-
ar eignir?“ sagði hann og varaði
við því að einhvers konar þjóðnýt-
ingaráform yrðu reynd. „Það sem
skiptir máli er fullveldisrétturinn,
rétturinn til að setja reglur og
lög,“ sagði hann og benti á að nokk-
urs konar „útilegumannaótta“
gætti í umræðunni, svipað og í
umræðunni um EES á sínum tíma,
um að „erlendir fjárfestar komi
og gleypi okkur með húð og hári“.
Katrín Júlíusdóttir, formaður
iðnaðarnefndar, lét í ljós þá skoð-
un sína að eignarrétturinn ætti að
vera hjá hinu opinbera og almenn-
ingi og tryggja bæri að svo yrði
áfram. „Ég sé ekki hvaða hag
almenningur hefur af því að eign-
arrétturinn gangi kaupum og
sölum,“ segir hún.
Bryndís Skúladóttir, verkfræð-
ingur hjá Samtökum iðnaðarins,
rifjaði upp að aðeins einn aðili
stundaði orkuheildsölu. Ekki væri
nægileg samkeppni á markaðnum,
viðbótarorka væri dýr og gjald-
skrá Landsvirkjunar réði mark-
aðsverðinu. Vonir stæðu til að
þetta breyttist með tilkomu nor-
ræna uppboðsmarkaðsins Nord-
pool.
„Þetta er markaður sem virkar
svipað og hlutabréfamarkaður.
Framleiðendur geta lagt inn
umframorku og fá kauptilboð.
Þarna getur skapast staður til að
eiga viðskipti með orku og mark-
aðsverð getur myndast,“ sagði
Bryndís. Líklegt er að markaður-
inn hefjist hér á landi síðari hluta
næsta árs.
Auðlindirnar gangi
kaupum og sölum
Auðlindir þjóðarinnar þurfa ekki að vera í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að mati
forstjóra Landsvirkjunar. Formaður iðnaðarnefndar telur að sá eignarréttur sem
þegar sé hjá hinu opinbera eigi að vera það áfram. Það sé hagur almennings.
Þriðji stærsti flokk-
ur í Bretlandi, flokkur frjáls-
lyndra demókrata, mun í desem-
ber skipa þriðja leiðtoga sinn á
tveimur árum að því er tilkynnt
var í gær.
Menzies Campell, sem er 66
ára, tilkynnti afsögn sína á mánu-
dag. Hann hefur verið sagður of
gamall til að keppa við leiðtoga
íhaldsmanna, David Cameron,
sem er 41 árs.
Cameron tók við af Charles
Kennedy sem sagði af sér 2006
vegna drykkjuvanda.
Líklegir eftirmenn eru Chris
Huhne, fyrrverandi Evrópuþing-
maður, og Nick Clegg, talsmaður
flokksins.
Nýr leiðtogi
Í tilefni af alþjóðlega
matvæladeginum, sem var í gær,
hvatti sérfræðingur hjá Samein-
uðu þjóðunum til þess að fram-
leiðsla lífræns eldsneytis yrði
bönnuð í fimm ár, þar sem hún
yki á hungur í heiminum með
samkeppni um ræktarland.
Jean Ziegler, sem er sérfræð-
ingur SÞ í rétti fólks til matar,
svaraði áskorun George W. Bush
Bandaríkjaforseta um að
framleiðsla lífræns eldsneytis
skyldi aukin með því að segja að
landbúnaðarafurðir væri nær að
nota til að draga úr hungri í
heiminum.
Etanólframleiðsla í Bandaríkj-
unum fer fyrst og fremst fram
með maísrækt.
Vill banna elds-
neytisræktun
Breski heimskauta-
farinn Pen Hadow skýrði í gær
frá því að hann hygðist gera
nákvæmustu mælingarnar á
þykkt norðurheimskautsíssins til
þessa í 1.900 kílómetra göngu á
norðurpólinn.
Hadow áætlar að það muni
taka sig og aðstoðarmenn sína tvo
100 til 120 daga að komast á pól-
inn eftir að þeir leggja upp frá
Point Barrow í Kanada í febrúar
næstkomandi. Þeir munu draga
með sér sleða með fullkomnum
mælitækjum til að skrá þykkt
ísþekjunnar sem hefur stöðugt
verið að hopa á síðustu árum.
Mæla ísþykkt í
göngu á pólinn
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is