Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 12
Fjármálaráðherra og ríkisendurskoðandi eru sammála um að endurskoða hefðbundið orðalag heimilda á fjárlögum. Þetta er gert í kjölfar gagnrýni á heimildir vegna kaupa á nýrri Grímseyjarferju og kemur fram á minnisblaði sem kynnt var í fjár- laganefnd í gær. Í fjárlögum er heimild til þess „að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju“. Í minnisblaðinu segir að með hliðsjón af ófyrirséðum atvik- um málsins og deilum um túlkun sé tímabært að endurskoða það orðalag. Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stóð fyrir utandagskrárumræðu um málefni Grímseyjarferjunnar á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hann að ríkis- stjórnin og Alþingi hefðu verið leynd upplýsingum um kostnað vegna nýrrar ferju. Kynnt hafi verið í ríkisstjórn árið 2005 að kostnaður ætti að vera 150 milljónir króna en skömmu síðar hafi samgönguráðuneytið og Vegagerðin sagt að kostnaður yrði miklu hærri en ríkisstjórninni hafi verið kynnt. Nú sé hann kominn yfir 500 milljónir. Birkir spurði hvers vegna ekki hefði verið leitað heimildar Alþing- is fyrir auknum útgjöldum árið 2005, og spurði hvort málið hefði þá þegar verið komið í slíkar ógöngur að ekki hefði verið þor- andi að upplýsa um það fyrr en eftir kosningarnar síðastliðið vor. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra varð fyrir svörum og sagði hann engu hafa verið leynt, eins og umræður á Alþingi hefðu borið glöggt vitni. Árni sagði einkennilegt að Birk- ir vekti máls á þessu nú. Hann hafi verið formaður fjárlaganefndar þegar heimildin til kaupa á nýrri Grímseyjarferju komst á fjárlög. Hefði hann grunað að ekki væri eðlilega staðið að málinu hefði hann átt að vekja máls á því við afgreiðslu fjárlaga ársins 2007, það hafi hann ekki gert. „Ég dreg enga dul á það að mér finnst þetta mál á margan hátt klúður á klúður ofan,“ sagði Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Flest sem hafi getað farið úrskeiðis hafi gert það, en í þessu tilviki eins og öðrum eigi mistökin að vera til að læra af þeim. Sammála um breytt orðalag WWW.N1.ISN1 BÍLAÞJÓNUSTA Komdu með bílinn fyrir 20. október og þú bæði sparar og losnar við alla bið. Hjólbarðaþjónusta N1er búin fyrsta flokks tækjakosti og hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki. EKKI BÍÐA EFTIR FYRSTA SNJÓNUM... Vetrarpakki fylgir dekkja- umgangi til 20. október Þeir sem kaupa umgang af dekkjum fyrir 20. október fá sérstakan kaupauka; bílabón, bílasápu, svamp, tjöruhreinsi og sköfu. Mættu tímanlega og vertu klár í veturinn. 15% afsláttur til 20. október Afsláttur af umfelgun, vetrardekkjum og þjónustu. 10% afsláttur fyrir Viðskiptakorts- hafa auk 5% í formi punkta fyrir Safnkorts- hafa – samtals 15%. Þú getur sótt um kort á staðnum og nýtur þá afsláttarins.-15 % Dekkjahótel Notaðu bílskúrinn í eitthvað skemmtilegt og láttu okkur geyma fyrir þig sumar- dekkin.Tekið er við dekkjum á öllum afgreiðslustöðum hjólbarðaþjónustu N1. Í vor mætirðu einfaldlega á sama verkstæði og sumardekkin bíða tilbúin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.