Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 13
Hæstiréttur hefur lagt fyrir héraðsdóm að
taka skaðabótamál Holbergs Mássonar gegn ríkinu
til efnislegrar meðferðar. Héraðsdómur hafði áður
vísað málinu frá.
Holberg krefst þess að fá greiddar skaðabætur að
upphæð 700 þúsund krónur frá íslenska ríkinu
vegna ólögmætrar handtöku lögreglu svo og
rannsóknar lögreglu í máli sem tengdist handtöku
hans.
Holberg var handtekinn í janúar á síðasta ári,
ásamt tveimur erlendum mönnum, eftir fund sem
þeir áttu í Íslandsbanka. Talið var að Holberg væri
viðriðinn tilraun til að selja bankanum falsaða
bankaábyrgð að upphæð 60 þúsund evrur eða sem
nemur rúmum fimm milljörðum króna.
Í frávísunardómi héraðsdóms kom fram að
Holberg hefði verið vistaður í fangelsi samtals í
tæpar 26 klukkustundir. Dómari hafnaði síðan
farbannskröfu lögreglu á hann þar sem ekki þótti til-
efni til hennar. Í júní á síðasta ári barst Holberg svo
tilkynning um að rannsókn málsins hefði verið felld
niður, enda ekkert komið fram sem tengdi hann við
fölsun bankaábyrgðarinnar.
Mál sent í efnislega meðferð
Grunaður fíkniefna-
sali var tekinn með 100 grömm
af marijúana í Breiðholti í
fyrrakvöld. Honum var sleppt
eftir yfirheyrslu hjá lögreglu í
gær.
Maðurinn sem um ræðir var
tekinn við aðgerð í Breiðholti af
fíkniefnadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Hann er
grunaður um sölu og dreifingu
fíkniefna.
Fíkniefnalögreglan hefur að
undanförnu tekið talsvert magn
af fíkniefnum við hefðbundið
eftirlit. Aðgerðin í fyrradag var
liður í því.
Grunaður fíkni-
efnasali tekinn
Fyrsta Airbus A380-
risaþotan var afhent fulltrúum
Singapore Airlines við hátíðlega
athöfn í Toulouse í Frakklandi á
mánudag. Með tveggja ára
seinkun frá upprunalegri áætlun
mun þessi langstærsta farþega-
þota allra tíma hefja áætlanaflug
hinn 25. október. Hún á að þjóna
flugleiðinni Singapúr-Sydney.
Þessi langa bið eftir að
verksmiðjan gat afhent fyrstu
vélina sló á hátíðarstemninguna.
Ástæður seinkunarinnar voru
margvísleg tæknileg vandamál,
meðal annars varðandi tölvufor-
ritun og víralagningu.
Pantanir á 185 A380 liggja fyrir
hjá verksmiðjunni.
Fyrsta A380-
þotan afhent
Anders Storrud,
majór í danska hernum, lést í gær
af sárum sem hann hlaut í átökum
í Suður-Afganistan í fyrradag.
Hann er sjöundi Daninn sem
lætur lífið í Afganistan frá því
Danir hófu þátttöku í friðar-
gæsluverkefni NATO þar.
Um 600 danskir hermenn þjóna
nú í fjölþjóðaliðinu ISAF í
suðurhluta Afganistans, en þar
hafa skæruliðar talibana haft sig
einna mest í frammi.
Storrud var ásamt félögum
sínum að búast til að draga
brynvagn, sem lent hafði á
jarðsprengju, er sprengju var
varpað að honum.
Sjö danskir her-
menn fallnir
í öll mál
Matseðill
Morgunverðu
r
Engjaþyk
kni „frais
e des bois
“
með villt
um jarða
rberjum,
borið fra
m með m
orgunkor
ni
Engjaþyk
kni „cara
mel“
borið fra
m með st
ökku mor
gunkorni
Hádegisverður
Engjaþyk
kni „stra
cciatella“
vanilluk
ryddað m
eð súkkul
aðistjörn
um
Engjaþyk
kni „etoil
e“
með peru
m, karam
ellum og
súkkulað
istjörnum
Kvöldverður
Engjaþyk
kni „rom
ance“
með unað
sbragði o
g stökku
morgunk
orni
Engjaþyk
kni „á ch
ocolate“
vanillukr
yddað me
ð súkkula
ðikornkú
lum
Engjaþyk
kni „crèm
e de la cr
ème“
borið fra
m með hn
etu-, kara
mellu- og
kornkúlu
-mélange
Engjaþykkni
Nýtt bragð!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
5
7
8
Árdegi, sem áður hét
Skífan, skal greiða 65 milljónir
króna í sekt fyrir samkeppnisbrot.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
staðfest þann úrskurð Samkeppn-
iseftirlitsins síðan í fyrra.
Árdegi krafðist þess að
úrskurðurinn yrði felldur úr gildi.
Áður höfðu þeir skotið málinu til
áfrýjunarnefndar samkeppnis-
mála sem staðfesti sektina.
Brotið snerist um samninga
Skífunnar við Hagkaup um sölu á
hljómdiskum og tölvuleikjum á
árunum 2003 og 2004. Þeir fólu í
sér einkakaup og samkeppnis-
hamlandi afslætti, samkvæmt
fréttatilkynningu frá Samkeppn-
iseftirlitinu.
Sekt Árdegis
aftur staðfest