Fréttablaðið - 17.10.2007, Side 18

Fréttablaðið - 17.10.2007, Side 18
fréttir og fróðleikur Armenar myrtir vegna fordóma Sköpunarsinnar vilja að sköpunarsögum Biblíunn- ar sé gert jafnhátt undir höfði og þróunarkenningu náttúruvísindanna. Evrópu- ráðið varar við hættum sem stafaraf uppgangi sköpunar- hyggjunnar. Skapaði Guð heiminn á sjö dögum eða þróaðist lífið á jörðinni smám saman og löturhægt samkvæmt lögmálum þróunarkenningarinnar, sem Charles Darwin setti fram á nítjándu öld? Ætla mætti að deilur um þetta væru löngu afstaðnar í nútímaleg- um samfélögum, löngu teknar af dagskrá opinberrar umræðu og löngu gleymdar nema þá helst sem nokkuð skondnar og á köflum frek- ar sorglegar neðanmálsgreinar í sögubókum. Því er þó ekki að heilsa. Í Banda- ríkjunum hafa bókstafstrúarmenn nægileg ítök meðal ráðamanna til að halda sköpunarkenningunni á lofti. Svo mjög hefur reyndar að þeim kveðið að átök um sköpunar- hyggju hafa árum saman verið meðal stærstu pólitísku hitamál- anna þar vestra. Í Evrópu hefur sköpunarhyggju einnig víða vaxið ásmegin, eins og sjá má af því að fyrir tæplega hálf- um mánuði sá þing Evrópuráðsins ástæðu til að samþykkja ályktun þar sem aðildarríki ráðsins eru ein- dregið hvött til þess að sköpunar- kenning Biblíunnar verði ekki kennd í skólum nema með skýrum fyrirvara um að vísindalegt gildi hennar sé nákvæmlega ekkert. Í ályktuninni eru afskipti Evrópuráðsþingsins rökstudd með því að þingið hafi „áhyggjur af því að útbreiðsla sköpunarhyggju geti haft slæm áhrif í menntakerfi okkar og af afleiðingum hennar fyrir lýðræðið í löndum okkar. Ef við gætum ekki að okkur gæti sköpunarhyggja orðið að ógn við mannréttindi, sem er meginvið- fangsefni Evrópuráðsins.“ Í greinargerð sem fylgdi álykt- uninni eru rakin ýmis dæmi um vaxandi áhrif sköpunarsinna í Evr- ópulöndum, þar sem sumir hægri- flokkar hafa gengið í lið með kristn- um heittrúarmönnum og halda uppi baráttu fyrir því að sköpunar- sögu Biblíunnar sé gert jafnhátt undir höfði og þróunarkenningu vísindanna. Þetta hefur helst verið áberandi í austanverðri álfunni, en einnig á Norðurlöndunum, í Hol- landi, Belgíu, Frakklandi og Þýska- landi auk fleiri landa. Meðal múslima í Tyrklandi hefur einnig risið upp skyld hreyfing sem hefur haft mikil áhrif meðal múslima víðar í Evrópu. Forystu- maður þeirrar hreyfingar er Harun Yahya, sem hefur skrifað nærri átta hundruð blaðsíðna doðrant, The Atlas of Creation, bæði á tyrk- nesku og ensku, þar sem hann fer meðal annars hörðum orðum um „leynileg tengsl milli darwinisma og blóði drifinnar hugmyndafræði nasista og kommúnista“. Einar Árnason, líffræðingur hjá líf- fræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands, fagnar heils hugar ályktun Evrópuráðsþingsins. „Þessi fáfræði, sem er komin frá Bandaríkjunum, veður núna uppi í nánast öllum Evrópuríkjum.“ Hann segir þetta vissulega snerta okkur hér á landi þrátt fyrir að sköpunarsinnar hafi ekki náð sér jafnmikið á flug eins og víða ann- ars staðar. „Þetta er ekki bara fjar- lægt vandamál í útlöndum, því hér á Íslandi ríkir mikil fáfræði um þróunarkenninguna,“ segir Einar og nefnir þar sem dæmi nýlegar fréttir um mikla notkun sýklalyfja á Íslandi, sem veldur því að þær bakteríur sem þola lyfin betur velj- ast úr og verða óviðráðanlegri. Guðfræðingar hér á landi virðast almennt vera sammála um að halda beri sköpunarsögu Biblíunnar og þróunarfræðum náttúruvísindanna greinilega aðskildum. „Það er ótækt að lesa þessa texta eins og raunvísindi,“ segir til dæmis Kristinn Ólason Skálholtsrektor, sem er í þann veginn að senda frá sér bók um sköpunartexta Biblíunnar. „Þetta eru ekki lýsingar á atburð- um sem áttu sér stað í því formi sem lýst er. Það er verið að setja í stíl hugmyndir fólks um tilurð heimsins og eðli heimsins. Þessir textar verða yfirleitt allir til við að svara áleitn- um spurningum í þeim heimi sem textarnir verða til í. Það er ekki verið að svara spurningunni um það hvernig heimurinn varð til.“ Sköpunarhyggjan er hættuleg FIT-kostnaður er okur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.