Fréttablaðið - 17.10.2007, Side 22
Skoda Fabia er orðinn sport-
legri, kraftmeiri og hlaðinn
aukabúnaði.
Skoda Fabia hefur verið framleidd-
ur af tékkneska bílaframleiðandan-
um Skoda Auto frá árinu 2000.
Fyrirrennari Fabia var Skoda Fel-
icia. Nokkur vatnaskil urðu í fram-
leiðslu Skoda á þessum tíma enda
hafði Volkswagen fyrir nokkru
eignast Skoda-verksmiðjurnar og
Skoda Fabia smíðaður með undir-
vagn sem einnig má finna í VW
Polo. Vinsældirnar hafa verið tölu-
verðar frá upphafi og er ástæðan
einföld. Flestir vélarhlutar eru
framleiddir af eða í samstarfi við
Volkswagen en hins vegar er verð-
ið á Fabia talsvert hagstæðara en á
öðrum bílum í sama stærðarflokki
frá Volkswagen. Þá er Fabia einnig
með miklum aukabúnaði.
Ný kynslóð Fabia var kynnt í vor
á bílasýningunni í Genf. Bíllinn er
töluvert breyttur að útliti og er
aðeins stærri en fyrirrennarinn.
Bíllinn er sportlegur, sérstaklega
að innan þar sem mælar, gírstöng
og hurðir hafa fengið andlitslyft-
ingu.
Reynsluekið var Skoda Fabia 1.4
TDI sem skilar 69 hestöflum. Þótt
talan sé lág má ekki láta það
blekkja. Dísilvélin vinnur alveg
ótrúlega vel úr því afli sem gefið er
og bíllinn vægast sagt kraftmikill
miðað við stærð og togið er einnig
mjög gott, 155 Nm. Þó er einn galli
á gjöf Njarðar. Dísilvélin er bæði
hávær auk þess sem gangurinn
verður töluvert grófur í hinni
þriggja sílindra vél. Þetta gæti
truflað marga sem vilja hafa ró og
frið við aksturinn. Ef fólk getur
litið fram hjá því má þó sannarlega
mæla með dísilgerð Fabia sem er
bæði kraftmikil og umhverfis-
vænni.
Marga kosti má einnig nefna við
Fabia, meðal annars allan þann
aukabúnað sem bíllinn hefur. Akst-
urstölvan sem stjórna má úr stýr-
inu er frábær auk þess sem stýrið
sjálft er fjölstillanlegt. Hiti er í
sætum og iPod-tengi milli sæta.
Hólf eru víða, til dæmis undir
sætum og tvö lokanleg hólf í mæla-
borði. Hægt er að slökkva á loft-
púða í fremra farþegasætinu svo
hæglega er hægt að vera þar með
barnabílstól.
Þótt annað mætti halda er ótrú-
lega rúmt um farþega í aftursæti
sem gerir akstur á lengri leiðum
þægilegri fyrir alla fjölskylduna.
Annað sem er harla gott á ferðalög-
um og sjaldgæft í svona litlum bíl
er skriðstillir sem er til mikilla
þæginda.
Óvæntur kraftur í Fabiu
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp
á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin
í tölvunni heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið
til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum
Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl.
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
HEILDARLAUSNIR
Í DRIFSKÖFTUM
Landsins mesta úrval
af hjöruliðum og
drifskaftsvörum
Jafnvægisstillingar
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
19
8
3
Jeppadekk fyrir veturinn
ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
Eigum einnig úrval af öðrum stærðum af
heilsársdekkjum fyrir flestar gerðir jeppa og
jepplinga á hagstæðu verði.
Heilsárs- og vetrardekk fyrir jeppa og jepplinga
Við míkróskerum
og neglum dekkin
fyrir þig
Dæmi um gott verð:
31x12.50R15 Maxxis, kr. 12.900
33x12.50R15 Maxxis, kr. 15.900
275/70R16 GT-Radial, kr. 14.900
265/70R17 GT-Radial, kr. 16.900
Meira úr
val – bet
ra verð!
Líttu vel út!
Snjóskafa fylgir
hverjum dekkjagangi