Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 23
Jepplingurinn Tiguan frá
Volkswagen verður fáanlegur
hér á landi frá og með janúar á
næsta ári.
Volkswagen heimsfrumsýndi
nýja jepplinginn Tiguan á alþjóð-
legu bílasýningunni í Frankfurt.
Tiguan þykir í mörgu eins og litli
bróðir Touareg að útliti til, í fjöl-
hæfni, þægindum og afli. Með
undirvagni Tiguan eru sett ný
viðmið í þessum flokki þar sem
mikið er lagt upp úr aksturs-
hæfni og öryggi. Í fyrsta sinn er
boðið upp á fimm vélar sem allar
eru með forþjöppum og skila
miklum afköstum en um leið
minni eldsneytiseyðslu og
útblæstri mengandi lofttegunda.
Ný, hljóðlát TDI-dísilvél með
samrásarinnsprautun uppfyllir
Euro 5-mengunarstaðalinn, sem
þó tekur ekki gildi fyrr en 2009.
Tvenns konar útlit á yfirbygg-
ingum býðst með VW Tiguan.
Fyrir borgaraksturinn er boðin
búnaðarlínan Trend&Fun og
Sport&Style en þeir bílar eru
sérstaklega þægilegir í með-
höndlun og minna mest á fólks-
bíla í akstri. Hægt er að fá
Tiguan með Park Assist-bíla-
stæðalögn sem leggur bílnum
nánast sjálfvirkt í þröng bíla-
stæði.
Track&Field er sérhannaður
fyrir akstur utan malbiks og
reiðubúinn í ævintýralegan akst-
ur. Staðalbúnaður er nýhannað-
ur utanvegahamur sem virkjar
heilan herskara af stoðkerfum
sem auka stórlega öryggi í utan-
vegaakstri. Nýjasta kynslóð
4MOTION-fjórhjóladrifs er í
Tiguan, en með kerfinu kemur
annað hvort sex gíra handskipt-
ing eða sex þrepa sjálfskipting.
Tiguan er afburða hæfur í því
að draga eftirvagna og getur
dregið allt að 2.500 kíló. Útvarp
og leiðsögukerfi með snertiskjá
felur í sér 30 gígabæta minni á
hörðum diski, leiðsögukerfi fyrir
óbyggðaakstur og bakkmynda-
vél.
VW Tiguan verður fáanlegur
hjá Heklu frá og með janúar á
næsta ári.
Nýr VW Tiguan
Hitað upp fyrir bílasýningu í
Tókýó.
Fertugasta bílasýningin í Tókýó
(Tokyo Motor Show) hefst 26. okt-
óber. Nokkrir bílaframleiðendur
tóku forskot á sæluna nýverið og
kynntu nokkra skemmtilega hug-
myndabíla í Tókýó til að hita upp
fyrir sýninguna.
Sumir bílanna minntu á leik-
fangabíla en hugmyndirnar virð-
ast sprottnar frá iPod, geim-
skutlum framtíðar og japönsku
manga-teiknimyndunum.
Ekki má búast við að sjá þessa
bíla á bílasölum í náinni framtíð.
Furðuleg farartæki