Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 32
Ég hef á síðustu
árum fengið dálít-
inn áhuga á auglýs-
ingum. Þær virð-
ast nefnilega
margar til þess
gerðar að fara í
mínar allra, allra
fínustu. Flestar eiga
þær sameiginlegt að nota annað-
hvort kvenlíkamann eða kynlíf, eða
hvort tveggja, til að selja vöru.
Á meðal þeirra var til dæmis
sjónvarpsauglýsing fyrir bílaleigu.
Þar sást æði fallegt par velta sér
um í nærfötum, við undirleik þungs
andardráttar sem yfirleitt er
tengdur við lostafullt athæfi. Þar
áður var það auglýsing fyrir sóda-
vatn sem gerði mig alveg kolbrjál-
aða. Í þeirri auglýsingu var einn
kosturinn við neyslu vörunnar sá
að „lærin hætta að snertast“. Orð-
rétt. Ekki er ég næringarfræðing-
ur eða læknir, en ég tel mig hafa
sannanir fyrir því að lærin snertist
á miklum meirihluta mannkyns.
Raunar grunar mig að skortur á
snertingu gæti þýtt að viðkomandi
sé dulítið undir kjörþyngd, sem
mér finnst bara alls ekki að auglýs-
ingaskrifstofa ætti að flagga sem
eftirsóknarverðu.
Á síðustu dögum hef ég svo rekið
augun í danska auglýsingu fyrir
nærbuxur á karlmenn, þar sem
afar fáklædd hjúkrunarkona ligg-
ur glennt í sjúkrarúmi og þefar af
karlmannsnærbuxum. Urrr. Að
lokum var það svo ilmvatnsauglýs-
ing frá Tom Ford fyrir Gucci sem
varð til þess að ég sá svart og blés
reyk út um eyrun. Þar má sjá, á
sem fáguðustu máli, eitt stykki
ilmvatnsflösku fyrir framan kven-
mannsklof. Í nærmynd. Arrg.
Sumum finnst ég kannski yfir-
gengilega gamaldags og púkó. Við
þá segi ég bara o sei, sei, já og svei
mér þá (og skelli mér á lær). Mér
finnst bara hvorki konur né kynlíf
vera söluvara, eða ímynd sem hægt
sé að grípa í til að selja allt milli
himins og jarðar. Eins og bílaleigu.
Auglýsingabransinn má sparka í
eigin botn og fara að vinna vinnuna
sína. Þetta er bara þreytandi. Og
fyrir þá sem vilja vita það þá snert-
ast mín læri ennþá, og ég er hætt
að drekka sódavatnið.
Alltaf á mi›vikudögum!
50
160
1. vinningur
MILLJÓNIR
Fá›u flér mi›a fy
rir kl. 16
í dag e›a taktu s
éns á
a› missa af fless
u!
Bónus-vinningur
31
milljón
STÆRSTI
BÓNUSPOTTUR
FRÁ UPPHAFI
110
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
0
2
6
0
Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir
í 110 milljónir og bónusvinningurinn í 31 milljón.
Ekki gleyma að vera með, nældu þér í áskrift.