Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 34
kl. 18 Nýtt gallerí sem ber nafnið Himnaríki & helvíti opnar í dag kl. 18. Galleríið er til húsa í bakhúsi á Laugavegi 29 við hliðina á Dead- versluninni. Listamennirnir Jón Sæmundur Auðarson og Hafsteinn Michael eiga verk á þessari fyrstu sýningu gallerísins. Opnunin er hluti af Sequences-myndlistar- hátíðinni. Tríó Tómasar R. Einarssonar ásamt Ragnheiði Gröndal leikur á háskólatónleikum í Norræna hús- inu í dag kl. 12.30. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Tómas, en um frumflutning er að ræða í flestum tilvikum. Tríóið skipa auk Tómasar þeir Ómar Guð- jónsson, gítar, og Matthías M. D. Hemstock, slagverk. Tómas R. Einarsson, kontra- bassaleikari og tónskáld, hefur verið einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri djasstónlist síðustu tvo áratugi. Á síðasta ári spilaði hljómsveit Tómasar bæði á helsta djassklúbbi Moskvuborgar og í Casa de la Amistad í Havana. Árið 2006 gaf hann út geisladiskinn Romm Tomm Tomm og í haust er væntanlegur geisladiskur þar sem fjölþjóðlegur hópur raftónlistarmanna endur- hljóðblandar latíntónlist hans. Frumflutningur í Norræna húsinu Þáttaröð um myndlist Íslenskum tónlistarunnend- um býðst á næstu dögum að hlýða á tegund tónlistar sem er jafnan sjaldheyrð hérlendis. Egypski tón- listarmaðurinn Hanan El-Shemouty mun halda þrenna tónleika hér á landi og koma fram ásamt ís- lenskum hljóðfæraleikurum og kórum. Steingrímur Guðmundsson slag- verksleikari er annar tveggja íslenskra tónlistarmanna sem koma fram með Hanan á tónleik- unum hérlendis, en hinn er Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari. Stein- grímur segir heimsókn Hanan til- komna þannig að Hilmar sá hana koma fram á tónleikum í Berlín og þótti mikið til hennar koma. „Hann fór því að kanna möguleikana á því að fá hana hingað til Íslands til tónleikahalds og það gekk eftir. Þessir tónleikar eru sannarlega spennandi fyrir íslenska tónlistar- unnendur, ekki síst vegna þess að Hanan leikur á hljóðfæri sem ég veit ekki til að hafi verið leikið á hérlendis áður.“ Hljóðfærið sem Steingrímur vísar til kallast qanun og er eins konar arabísk harpa eða sítar. Hanan leikur einnig á arabísk slagverkshljóðfæri og syngur. Hún fer í stutta tónleikaferð um landið og býður þannig sem flest- um upp á að hlýða á tónlist hennar. Hún leikur á tónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík ásamt Vox Fem- ine annað kvöld kl. 20. Hún leikur í Vélasalnum í Vestmannaeyjum á laugardag kl. 16 og á sunnudag leikur hún í Skálholti kl. 16 ásamt Kammerkór Suðurlands. Stein- grímur og Hilmar koma fram með henni á öllum tónleikunum. Á tónleikunum verða meðal ann- ars flutt íslensk þjóðlög sem sett verða í nýjan búning. „Uppistaðan í tónleikadagskránni er þjóðlög, bæði evrópsk og arabísk. Á þess- um tónleikum mun íslenskum tón- leikagestum bjóðast að heyra gamla íslenska tónlist leikna á alveg nýjan hátt og því er þetta tækifæri sem áhugafólk um tón- list og menningu ætti ekki að láta framhjá sér fara,“ segir Stein- grímur. MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS MIÐASÖLUSÍMI 511 4200 KOLBEINN ANNA MARGRÉT ÁSGEIR PÁLL BERGÞÓR GUÐRÚN JÓHANNA ÁGÚST HRAFNHILDUR INGVAR JÓN ÞORSTEINN HELGI ÞORVALDUR BRAGI DAVÍÐ HALLVEIG HLÖÐVER F A B R I K A N AÐEINS EIN SÝNING EFTIR! SÍÐASTA SÝNING 19. OKTÓBER KL. 20.00 „Fyrir þá sem vilja fylgjast með íslenska söngvarahópnum er því skyldumæting á sýninguna.…Flottur söngur.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson 3 stjörnur „Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, dásamleg… Arndís Halla, töfrandi… Hanna Dóra Sturludóttir, stórbrotin… Kolbeinn Jón Ketilsson, heillandi… Þvílíkt partý!“ Silja Aðalsteinsdóttir, www.tmm.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.