Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 36

Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 36
Vinsælasti poppsöngvari Make- dóníu, Tose Proeski, lést í gær í bílslysi þegar bíll hans rakst á vörubíl nálægt króatíska bænum Nova Gradiska. Slysið varð snemma morguns þegar Proeski svaf í farþegasætinu. Proeski var einn vinsælasti söngvarinn á Balkanskaganum og átrúnaðargoð í Makedóníu, en hann keppti fyrir hönd landsins í Eurovision-söngvakeppninni árið 2004. Hann var einnig þekktur fyrir hjálparstörf sín, var velgjörðarsendiherra UNICEF og hélt nokkra tónleika til styrktar fötluðum börnum og munaðar- lausum. Á þinginu í Makedóníu var í gær einnar mínútu þögn til heiðurs Proeski. Ríkisstjórn landsins sagði í gær að dagurinn í dag yrði yfirlýstur sorgardagur. Átrúnaðar- goð látið Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire steig óvænt á svið með „stjóranum“ sjálfum, Bruce Springsteen, á tónleikum í Ottawa í Kanada. Sungu þau saman lag Springsteen, State Trooper, og lög Arcade, Neon Bible og Keep the Car Running, við mjög góðar undirtektir. Springsteen er á tónleikaferð til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu sem hefur fengið góða dóma. Arcade fer aftur á móti í tónleikaferð um Evrópu síðar í mánuðinum. Eftir það spilar sveitin í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi. Arcade söng með „Stjóra“ Alþjóðleg ráðstefna verður haldin í Reykjavík í dag undir yfirskrift- inni Neytandinn og netbyltingin. Gerd Leonhard, sem hefur verið í fararbroddi netbyltingarinnar, flyt- ur erindi auk þess sem Einar Örn Benediktsson, Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri tónlist.is, og blaðamaðurinn Árni Matthíasson verða á meðal gesta. „Það er verulegur kraftur í mörg- um fyrirtækjum sem eru að vinna með netið en við þurfum að taka okkur á í að koma þeirri þekkingu til almennings og til þeirra sem þurfa á netinu að halda sem dreif- ingartæki,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Þau fyrirtæki sem standa þessu næst eru í afþreyingarmálum. Við höfum fundið fyrir þessu fyrst í tónlistinni því viðskiptamódelið í tónlistinni hrundi fyrst. Það varð í sumar sátt á milli alþjóðlegu plötufyrirtækj- anna og óháðu plötufyrirtækjanna um að vinna saman að því að finna lausn og það er jákvætt skref í rétta átt. Það er líka skemmtilegt að skoða hvernig Radiohead er að leika sér með þetta með sinni nýj- ustu plötu. Þeir nota hana sem markaðsbrellu til að auglýsa gæða- pakkningu fyrir fjörutíu pund,“ segir Anna Hildur og á þar við við- hafnarútgáfu plötunnar In Rain- bows sem er væntanleg í desem- ber. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og þátttakendur má finna á www.icelandicmusic.is. Netið í brennidepli Óskarsstyttan sem leikstjórinn Orson Welles fékk fyrir mynd sína Citizen Kane verður boðin upp af uppboðshaldaranum Sotheby´s á næstunni. Welles fékk Óskarinn ásamt Herman Mankiewicz árið 1941 fyrir besta handritið. Talið er að í kringum 70 milljónir króna fáist fyrir gripinn. Citizen Kane hefur löngum verið talin besta mynd Welles og jafnframt ein af bestu myndum allra tíma, þrátt fyrir að hún hafi aðeins fengið ein Óskarsverðlaun á sínum tíma. „Myndin skartar stjörnum í helstu hlutverkum. Welles var óttalaus í sinni kvik- myndagerð og réð algjörlega sjálf- ur yfir myndunum sínum. Allt þetta hjálpaði honum að búa til tímamótamynd,“ sagði talsmaður Sotheby´s. Óskarsstyttan hefur lent í mikl- um ógöngum síðan Welles fékk hana í hendurnar. Styttan var talin glötuð þar til hún birtist á uppboði hjá Sotheby´s 1994. Reyndi þá kvikmyndatökumaður nokkur að selja hana eftir að hafa fengið hana í formi launagreiðslu frá Welles. Yngsta dóttir Welles höfð- aði þá mál gegn tökumanninum og fékk styttuna á endanum. Síðan reyndi hún að selja hana en þá höfðaði Óskarsakademían mál gegn henni sem tapaðist. Árið 2003 seldi dóttirin styttuna til Dax- stofnunarinnar, sem hefur nú sett hana á uppboð. Óskarsstytta til sölu Leikarar sem tengjast næstu Star Trek- kvikmyndinni eru farnir að tala fjálglega um tökur á Íslandi í banda- rískum fjölmiðlum. Sá nýjasti til að stíga fram er Heroes-hetjan Zachary Quinto sem fer með hlutverk óþokkans Sylar í sjónvarpsþáttunum en mun að öllum líkindum leika sjálfan Spock í kvikmyndinni. Quinto greinir frá því í samtali við vefrit USAToday að tökur á Star Trek- myndinni eigi að hefjast í næsta mánuði og að Paramount-kvikmyndaverið sé þegar búið að byggja risastóra leikmynd á þremur hæðum. „Og svo verðum við í tvær vikur á Íslandi,“ segir Zachary í samtali við vefritið. Nú þykir orðið ljóst að þessi næsta stórmynd nýjasta gullkálfsins í Hollywood, J. J. Abrams, verður unnin hér af fullum krafti. Að öllum líkindum hefjast tökurnar þó ekki fyrr en eftir áramót og þá annaðhvort í mars eða apríl. Nú þegar hefur verið ráðið í stærstu hlutverkin og er athyglisvert að stórleikarinn Eric Bana verður að öllum líkindum illmennið Nemo en Bana lék meðal annars aðalhlutverkið í stórmynd Stevens Spielberg, Munchen. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá stendur valið á milli Saga Film og Pegasus um að þjónusta Hollywood- stjörnurnar en samkvæmt heimildum blaðsins hefur enn ekki verið ákveðið hvor aðilanna hreppir hnossið. Star Trek í tvær vikur á Íslandi „Ég hef aldrei hugsað um son minn sem fatlaðan,“ segir leikarinn Colin Farrell um fjögurra ára gamlan son sinn í hjartnæmu viðtali við írska blaðið Independent. James fæddist með sjald- gæfa fötlun. Stórstjarnan Colin Farrell eign- aðist soninn James með þáver- andi kærustu sinni, Kim Borden- ave, í september árið 2003. Farrell ræddi opinskátt um veik- indi sonar síns við írska blaðið Independent á sunnudag, en hann hefur að miklu leyti haldið honum frá sviðsljósinu hingað til og forðast að tala um fötlun hans. James fæddist með Angelman- heilkenni sem er sjaldgæft form heilalömunar. Farrell segir að hann sé þó „ótrúlega heppinn að hafa hann í lífi mínu“. Hann segir að James hafi sýnt ótrúlegt hug- rekki á fyrstu fjórum árum lífs síns og að hann sé mjög ham- ingjusamur drengur, þrátt fyrir fötlunina, sem hefur haft áhrif á tal hans og hreyfigetu. „Í einu skiptin sem ég verð var við að það er eitthvað öðruvísi við son minn, að hann sé eitthvað frábrugðinn því sem er litið á sem eðlilegt, er þegar ég sé hann með öðrum fjögurra ára gömlum börnum,“ sagði Farrell. „Þá hugsa ég, „ó, já“, og ég man eftir því. En frá fyrsta degi hefur mér fundist að hann sé eins og hann eigi að vera,“ sagði hann. Leikarinn sagðist stoltur yfir því sem James hefur áorkað og komist yfir á ævi sinni. „Hann tók fyrstu skrefin sín fyrir um sex vikum síðan, og það var fjög- urra ára aðdragandi. Öll vinnan var hans, hann hefur unnið eins og brjálæðingur í fjögur ár,“ sagði Farrell. „Og þegar hann tók fyrstu skrefin sín var það tilfinn- ingaþrungin stund. Það var ekki þurrt auga í húsinu,“ bætti hann við. Ferill írska töffarans Farrells hefur blómstrað í Hollywood, en hann deilir forræði með móður James og reynir að verja eins miklum tíma með syni sínum og mögulegt er. Leikarinn kveðst þar að auki einbeita sér að því að hjálpa syni sínum að þroskast og vera eins hamingjusamur og hægt er. Hann er harður á því að allir sem eiga við fötlun að stríða geti lagt sitt af mörkum í samfé- laginu og lifað hamingjuríku lífi. „Ég hef aldrei hugsað um son minn sem einstakling með fötlun. Þetta snýst um sérstakar þarfir, hvað jafngildir fötlun og hvað ekki,“ segir hann. Britney Spears mætti til lögregl- unnar í Los Angeles og gaf sig fram í sambandi við ákæru um að ökulagabrot sem átti sér stað 6. ágúst. Britney er talin hafa ekið á kyrrstæðan bíl auk þess sem hún var á þeim tíma ekki með gilt ökuleyfi. Teknar voru myndir af Britney og fingraför og eyddi söngkonan 45 mínútum inni á lögreglustöðinni. Britney gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi og yfir þúsund dollara í sekt eða rúmar sextíu þúsund íslenskra króna en talið er að réttarhöldin yfir söngkonunni hefjist 25. október. Lögreglumaðurinn Mike Lopez sagði í samtali við BBC fréttavef- inn að Britney hefði ekki verið til neinna vandræða. „Hún gerði bara sitt og fór,“ sagði Lopez en Britney hefur nú sótt um rétt ökuleyfi til að keyra um götur Los Angeles. Ökuleyfismissirinn og frekar villt líferni eru taldar vera meginástæður þess að Britney missti forræðið yfir sonum sínum tveimur. Henni var í kjölfarið gert að sækja foreldranámskeið og mæta reglulega í bæði lyfja- og áfengispróf. Britney hjá löggunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.