Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 43
Í DAG KL. 17:40
LIECHTENSTEIN
ÍSLAND
RÚSSLAND-ENGLAND KL. 14:50
SVÍÞJÓÐ-N. ÍRLAND KL. 20:15
ÚTSALAN HJÁ SPORTLAND ER HAFIN Í ÁRMÚLA 17
afslát
tur af
líkam
srækt
arfatn
aði
frá Be
tter B
odies
50% Troðfullar slár af vörum á 500, 1.000 og 2.000 kr.
Ekkert lát er á velgengni
Norrköping í sænsku 1. deildinni
og liðið vann 0-5 útisigur á
Örgryte í gær. Norrköping situr
því enn sem fastast á toppi
deildarinnar með ellefu stiga
forskot á næsta lið þegar tveimur
umferðum í deildinni er ólokið.
Garðar Gunnlaugsson og Stefán
Þórðarson skoruðu sitt markið
hvor í gær, en Garðar er í harðri
samkeppni um gullskóinn á
leiktíðinni og er sem stendur í
öðru sæti með 15 mörk en Stefán
er í ellefta sæti með 10 mörk.
Yfirburðir hjá
Norrköping
Peter Jehle, 25 ára
markvörður Liechtenstein, er
bjartsýnn fyrir leikinn á móti
Íslandi í dag.
„Það er allt mögulegt í þessum
leik. Við áttum án nokkurs vafa
að fá meira en stig út úr fyrri
leiknum á Íslandi. Þegar þú nærð
í stig á útivelli gegn Íslandi þá átt
þú líka að geta það á heimavelli.
Við eigum alveg að geta unnið
þennan leik en íslenska liðið er
engu að síður mjög sterkt og
sigurstranglegri aðilinn í
leiknum,“ sagði Jehle í viðtali við
við Volksblatt, staðarblaðinu í
Liechtenstein.
Allt hægt
Bidu Zaugg, landsliðs-
þjálfari Liechtenstein ætlar að
taka meiri áhættu og láta lið sitt
spila meiri sóknarbolta gegn
Íslandi í kvöld en það gerði í 0-3
tapi gegn Svíum á sama stað á
laugardaginn en heimamenn hafa
trú á sínu liði eftir fína frammi-
stöðu á Íslandi í fyrri leiknum.
„Við verðum að verða sókn-
djarfari gegn Íslendingum, sækja
framar og taka meiri áhættu. Það
verður samt ekki létt því í íslenska
liðinu eru margir góðir leikmenn
sem eru á mála hjá sterkum
evrópskum félagsliðum,“ sagði
Zaugg í viðtali við Volksblatt,
staðarblaðinu í Liechtenstein.
Tek meiri
áhættu í kvöld