Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 48
Auðveldasta leiðin til að fylla fólk vanmetakennd og óöryggi er í tengslum við uppeldi barn- anna. Að minnsta kosti fyrsta barnsins því kæruleysi foreldra hefur tilhneigingu til að aukast í réttu hlutfalli við vaxandi ómegð. Fyrr á tímum þurftu mæður og feður einkum að ákveða hvort þau ættu að berja börnin mikið eða lítið, en nú gefast alls kyns tilefni til valkvíða um uppeldisaðferðir. elsta dóttir mín var spons var ég rúmlega tvítug að utan en fimmtugur besservisser að innan. Víðlesin um alls konar uppeldis- hugmyndir aðhylltist ég til dæmis þá kenningu að listrænir hæfileik- ar barna gætu skaðast við koppa- þvingun. Samhengið þarna á milli man ég nú ekki en var full samúð- ar í garð barna sem voru vanin á koppinn um leið og þau gátu setið upprétt. Með árunum hefur rétt- trúnaðurinn dalað og núorðið leysi ég foreldrahlutverkið einkum með happa- og glappaaðferðinni. Sú kunna leið að venja börnin af bleyju þegar þau hafa aldur til hefur þó haldið áfram að reynast furðuvel. vegna töluverðs áhuga á börn- um þessi misserin hnaut ég nýlega um grein um hreyfingu fólks sem hefur það háleita markmið að forða börnum frá bleyjum. Þannig eiga almennilegir foreldrar nú að lesa táknmál kornabarna og vippa þeim nýfæddum á koppinn á réttu augnabliki. Eftir alls kyns þulur um tamningu barna, waldorf inn á hvert heimili, tónlistaruppeldi, brjóst fremur en snuð, lífrænan barnamat, skaðsemi sykurs og ofdekurs, leitina að barninu í okkur sjálfum, kynjafræði fyrir börn, ómetanlega samverustund með daglegu nuddi, ungbarnasund og virka hlustun er sem sagt komið að því að reyna að giska á hvort hvítvoðungurinn þurfi hugsanlega að pissa. Í nafni náttúrulegs upp- eldis. verður það útbreidd skoðun að tíma foreldra sé vel varið við þá iðju að rýna í svip- brigði barna sinna til að sleppa við bleyjuskipti. Ef til vill dýpkar það samskiptin og eykur skilning milli kynslóða að leggja áherslu á þenn- an táknmálslestur. En sem móðir á þriðja barni er ég þeirrar skoðun- ar að ef ungbörn eru almennt svona móttækileg fyrir þjálfun væri miklu nær að kenna þeim eitthvað gagnlegt, til dæmis að þurrka dálítið af eða brjóta saman þvott. Náttúrulegt uppeldi www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 94 67 1 0/ 07 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Auris Dísil - Með vetrarpakka Ég er tilbúinn fyrir veturinn Ég vil finna fyrir öryggi þegar ég keyri bílinn minn. Auris er einn öruggasti bíllinn í sínum flokki samkvæmt árekstrarprófum. Bæði fyrir ökumann og farþega. Ég ber mikla umhyggju fyrir umhverfinu. Toyota D-4D dísilvélin leysir mun minna af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sambærilegar bensín- vélar. Hún er hljóðlát en jafnframt aflmikil. Svo eyðir hún lítið sem engu. 5 lítrum á hundraðið. Auris Dísil kemur undirbúinn fyrir veturinn frá umboðinu. Hann kemur á hágæða vetrardekkjum og að sjálfsögðu fylgja sumardekkin með í skottinu. Þessi hlutir skipta mig máli. Hvað með þig? Verð frá 2.030.000 kr. Verð miðast við Auris Dísil Terra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.