Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 10
 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR2 skipulag&hönnun Listamaðurinn og hönnuður- inn Stuart Haygarth hefur á undanförnum árum tekist að skapa sér nafn í listaheimin- um með því að finna gömlum hlutum nýtt hlutverk. Með því segist listamaður- inn vilja gefa hlutum sem oft eru sniðgengnir alveg nýja merkingu. Jafnframt því öðl- ast þeir aukið vægi. Þannig hannar Haygarth ljósakrónur úr pennum, ein- nota glösum, gleraugum og töppum svo dæmi séu tekin. Verk hans hafa verið sýnd um allan heim og hlotið mikið lof. Gamlir hlutir fá nýtt hlutverk Annað glas gert úr gömlum gleraugum. Arna S. Guðbrandsdóttir heldur úti nýrri bloggsíðu þar sem rætt er af hispursleysi um íslenskan arkitektúr og málefni líðandi stundar. „Ég fór af stað með síðuna þar sem mér fannst málefnið bæði spenn- andi og eins af því að það vantaði almennilegan umræðuvettvang,“ segir Arna Ösp Guðbrandsdóttir, BA í arkitektúr frá hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Ís- lands, um bloggsíðu sína. Á síðunni leiðir Arna hugann að arkitektúr, bendir á áhugaverðar uppákomur, deilir sinni sýn á borg- ina og er ófeimin við að tjá skoð- anir sínar á því sem hún kallar há- pólitískt fag. „Arkitektúr er pólitískt, flókið og erfitt fag, sem fólk er feimið við að ræða,“ segir hún. „Það er eins og fólk þori ekki að vera reitt og hafa skoðanir á hlutum, af því að það þarf hugsanlega að éta þær aftur ofan í sig seinna. Mér finnst hins vegar í lagi að vera óhrædd við endurskoða af- stöðu mína. Stjórnmálamenn eru alltaf að því.“ Arna telur samfélagið allt stjórnast af hræðslu við að tjá sig um stór málefni, hugsanlega af því það kunni að skapa því óvild hjá valdamiklum aðilum. Það sést til dæmis í orkumálinu, sem sé af- leiðing þess að fólk þori ekki að tjá sig fyrr en það er of seint. Skort- ur á faglegri umræðu um arkitekt- úr á Íslandi sé einn angi þessarar hræðslu. „Arkitektar á öllum aldri hafa hrósað mér fyrir síðuna,“ bend- ir hún á máli sínu til stuðnings. „Hins vegar gera þeir það í tölvu- póstum og þora ekki enn að koma fram undir nafni á sjálfri síðunni þar sem allir geta lesið það. Von- andi mun það breytast. Kannski fussa einhverjir inni á kaffistofum úti í bæ án þess að ég viti af. Mér er þá líka alveg sama.“ Arna óttast ekki slæm viðbrögð og segist þvert á móti kalla eftir gagnrýnum skoðunum á síðunni. Enda sé markmiðið að skapa lif- andi vettvang þar sem fólki gefst færi á að fylgjast með því sem er að gerast, móta sér skoðanir og fylgja þeim eftir. Áður en það er of seint. „Hlutirnir gerast hratt í augum þeirra sem ekki fylgjast með,“ segir hún. „Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir umhverfinu og því sem er að gerast allt í kring- um okkur. “ Þeim sem vilja fylgjast með er bent á síðu Örnu, www.123.is/ reykjavik-city. roald@frettabladid.is Tími til kominn að fólk hætti pukrinu og tjái sig „Arkitektúr er pólitískt, flókið og erfitt fag, sem fólk er feimið við að ræða,“ segir Arna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arna uppi við húsvegg á Spítalastíg sem henni þykir prýði að vegna teikninganna. Signý Kolbeinsdóttir hönnuð- ur snýr aftur með ný póstkort eftir þriggja ára hlé. Hönnuðurinn Signý Kolbeins- dóttir vakti athygli fyrir þrem- ur árum fyrir póstkort með lit- ríkum englamyndum. Síðan þá hefur lítið spurst til þessarar hæfileikaríku ungu konu, sem sat þó ekki aðgerðalaus heldur starfaði á auglýsingastofu ásamt fleiru. Nú er hún mætt aftur til leiks með nýja póstkortalínu og englarnir góðu hvergi sjáan- legir. „Ég var bara orðin rosalega löt og alveg við það að hætta,“ viðurkennir Signý. „Svo fór ég til Tókýó fyrir stuttu og varð fyrir svo miklum áhrifum af borginni að ég settist niður eitt kvöldið og fór aftur að teikna. Umhverfið er náttúrlega alveg ótrúlegt og sterkir litirnir hreinlega æpa alls staðar á mann.“ Á meðan Signý var úti í Japan fékk hún fregnir af andláti vinar síns, sem hafði glímt við hvít- blæði um árabil. Hún segir að fréttirnar hafi átt sinn þátt í því að hún ákvað að halda áfram með póstkortin. „Fyrsta englakortið var nefni- lega gert fyrir hann sem svona láttu-þér-batna kort þegar hann greindist fyrir nokkrum árum. Svo urðu englakortin fyrir hann fleiri og enduðu sem lína,“ segir Signý. Japönsk áhrif eru áberandi á póstkortunum, en Japan var í miklu uppáhaldi hjá vini Signýjar ekki síður en henni sjálfri. Hún hefur tileinkað vini sínum fyrsta kortið í nýju línunni. Englana er hins vegar hvergi að finna. „Nei. Kannski eru þetta bara afkvæmi englanna,“ segir Signý og leggur áherslu á túlkun áhorf- enda á myndefninu, sem er oftar en ekki tvírætt. Til marks um það bendir hún á viðfangsefni fyrsta kortsins Tókýó Tako. Þar birtist sjávar- vera sem þó er óvíst að sé neðan- sjávar, þrátt fyrir að ýmis sjávar- dýr sjáist á sveimi og Fuji-fjall í bakgrunni. „Kannski þeim sé bara lýst best sem súrrealískum draumi,“ bætir hún við hugsi. Póstkortin vera höfð til sýnis á sýningunni Hönnun + heimili 2007 í Laugardalshöll dagana 19. til 21. október. Líkust súrrealískum draumi Signý Kolbeinsdóttir vinnur nú að nýjum póstkortum sem verða til sýnis á Hönnun + heimili 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tokýó Tako, sem þýðir Tókýó kolkrabbi, teiknaði Signý í Japan. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók myndina af Signýju Kolbeinsdóttur Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími: 512 5000 Ritstjóri: Roald Eyvindsson Ábyrgðarmaður: Hrannar Helgason. Blaðið er unnið í samstarfi við Íslandsmót ehf. Sænska hönnunarteymið Front hefur vakið verðskuld- aða athygli. Gripir eins og hestalampi, grísabakki og rottuveggfóður eru dæmi um hugmyndaflug þessara sænsku hönnuða sem fyrst leiddu saman hesta sína á námsárunum. Teymið var formlega stofn- að árið 2003 og heldur til í Stokkhólmi. Meðal verka Front má nefna húsgögn sem gerð eru í sam- starfi við rottur en þær hafa nagað munstur á veggfóður, hestalampa og grísabakka. Einnig má nefna nýstár- lega línu þar sem hátalari er í formi kristalvasa, mp3-spilari tálgaður í við og geislaspilari er úr gleri. Nánari upplýsingar er að finna á www.frontdesign.se. Samstarf við rottur og svín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.