Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 32
4,5% 301 45,18%B A N K A H Ó L F I Ð
Ölgerð Egils Skallagrímssonar
virðist vera ágæt uppeldisstöð
fyrir bankakerfið. Þannig hafa
nokkrir millistjórnendur flutt
sig af vettvangi gosdrykkjanna
og bjórsins yfir í peningana.
Sá sem hefur verið nokkuð í
umræðunni út af REI-klúðrinu,
Jón Diðrik Jónsson, var til dæmis
forstjóri Ölgerðarinnar áður en
hann varð framkvæmdastjóri
og síðar forstjóri hjá Glitni.
Björn Ársæll Pétursson hefur
einnig starfað hjá Ölgerðinni
sem sölustjóri. Hann var líka
stjórnarformaður REI á undan
Bjarna Ármannssyni. Nú hefur
Landsbankinn til-
kynnt að Björn
Ársæll muni
stýra skrifstofu
bankans í Hong
Kong sem öll Asía
er undir. Góðir
sölumenn eru
gulls ígildi
fyrir öll fyrir-
tæki.
Úr ölinu
Alan Greenspan, fyrrverandi
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
hefur oft þótt furðulegur fýr.
Nú þeysist hann um til að kynna
nýútkomna bók sína. Greenspan
var þekktur fyrir að tala niður
verðbólguna og BusinessWeek
segir enga verðbólgu hafa hlaup-
ið í egó kappans þrátt fyrir
athyglina. Hann setur engin
skilyrði fyrir viðtölum, mætir
einn án nokkurs undirbúnings og
þiggur ráðleggingar um klæða-
burð frá konu sinni. Fyrir við-
talið í 60 mínútum, sem sýnt var
á Stöð 2 fyrir skömmu, skipulagði
hann ferð og hótelgist-
ingu sjálfur
og greiddi
fyrir. Hann
h e i l l a ð i
fjölmiðla-
fólkið end-
anlega við
að þiggja
„fréttastofu-
kaffið“.
Bólguegó
Eftir því sem fjármálalíf og
viðskiptagjörningar hafa orðið
flóknari hafa bankar og aðrar
fjármálastofnanir síðustu ár sóst
í auknum mæli eftir hámennt-
uðu starfsfólki með annan grunn
að baki en í viðskiptum og hag-
fræði. Eðlisfræðingar, stærð-
fræðingar og verkfræðingar eru
heitir. Til marks um það barst
Markaðnum til eyrna á dögunum
að bankarnir hefðu ráðið alla
þá rafmagnsverkfræðinga sem
útskrifuðust frá Háskóla Íslands
í vor og enginn þeirra því farið
í önnur störf utan fjármála-
geirans. Varð einum heimildar-
manna á orði að bankarnir hefðu
hreinsað upp allt nýja blóðið á
markaðnum.
Allir ráðnir í
bankana
Gutenberg
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 545 4400
Fax 545 4401
www.gutenberg.is
Gutenberg er leiðandi prentfyrirtæki á Íslandi. Við höfum yfir 100 ára
reynslu í prentiðnaði og allan þann tíma höfum við lagt áherslu á að
vera fremst á okkar sviði. Hver viðskiptavinur fær þá þjónustu sem
hann þarfnast hjá Gutenberg. Þarfir hvers og eins eru mismunandi en
þú getur verið viss um að fá úrlausn þinna mála hjá okkur.
Sköpun þín verður áþreifanleg hjá Gutenberg
Gerum það rétt,
og gott betur
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA
-
9
0
7
1
0
1
2
SPRON Verðbréf
Peningamarkaðssjóður SPRON
15,3% ávöxtun*
Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is
Safnaðu því
sem skiptir máli
*Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. júlí 2007, uppreiknað á ársgrundvelli. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is.
Engar aukakrónur, engir punktar, bara alvöruávöxtun.