Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 13skipulag&hönnun fréttablaðið
Byggingarlist í augnhæð er heiti
nýrrar kennslubókar í byggingar-
list fyrir grunnskóla landsins sem
áætlað er að komi út fyrir næstu
jól.
„Ég hafði orðið vör við mikla
þörf fyrir námsefni í byggingar-
list fyrir börn og ungt fólk. Svo
réði Arkitektafélag Íslands mig til
að búa til slíka bók og hún hefur
verið í þróun síðustu tvö ár,“ segir
höfundurinn Guja Dögg Hauks-
dóttir, sem starfar sem deildar-
stjóri byggingarlistar á Listasafni
Reykjavíkur.
„Mig langaði þó ekki til að gera
eitthvert skraufþurrt námsefni
heldur kennslubók sem miðaði
við „learning by doing“-aðferðina,
þar sem skynjun og skilningur
fara hönd í hönd,“ útskýrir hún og
bætir við að Byggingarlist í augn-
hæð skiptist í hlutana heima, inni
og úti, þar sem tekið er á megin-
þáttum byggingarlistar.
„Fjallað er um grunnhugtök,
sem tengjast vellíðan eða vitund
um fegurð með tilvísun í heim-
ili, skóla og nánasta umhverfi. Í
hlutanum „inni“ er farið í megin-
uppbyggingaraðferðir húsa sem
tengjast rými. „Úti“ er loks helg-
aður ytra formi húsa og mismun-
andi stefnum í byggingarlist gegn-
um tíðina.“
Guja segir bókina vera innlegg
í vitundarvakninguna um mikil-
vægi skapandi hugsunar, sem
hefur orðið í Norður-Evrópu og
hérlendis. „Ég hef ásamt fleirum
mótað alþjóðlegt námsefni í bygg-
ingarlist og sjónrænni hönnun,
sem er víða kennt og innan ólíkra
greina. Ég hafði það einmitt að
leiðarljósi við gerð þessarar bókar
að hana yrði hægt að kenna innan
mismunandi greina, enda spannar
hún breitt svið.“
Þess má geta að sýning með
sömu yfirskrift stendur nú yfir á
Kjarvalsstöðum, en henni er ætlað
að veita innsýn í meginviðfangs-
efni bókarinnar.
Skapandi hugsun er
sett í stærra hlutverk
Á sýningunni Byggingarlist í augnhæð
gefst gestum meðal annars kostur á að
taka virkan þátt í sýningunni með því að
byggja líkan úr trélistum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Arkitektinn Guja Dögg stefnir á útgáfu kennslubókar í byggingarlist.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Krakkarnir fá að brjóta saman gogg
með spurningum um byggingarlist
Kjarvalsstaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Smiðjuvegur 74 – 200 Kópavogur – 5 400 600
Reykjalundur – 270 Mosfellsbær – 530 1700
Lónsbakki 2 – 601 Akureyri – 460 1760
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið