Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... U M V Í Ð A V E R Ö L D Furðuleg staða er komin upp í rekstri Kaupþings og Glitnis í Noregi. Karita Bekkemellen, jafnréttisráðherra þar í landi, hefur hótað að loka bönkunum vegna þess að þeir uppfylla ekki lög um hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja á markaði. Um næstu áramót taka gildi lög sem kveða á um að hvort kynið um sig skuli skipa að minnsta kosti fjörutíu prósent stjórnarsæta í skráð- um félögum. Bekkemellem segir að þau fyrirtæki sem uppfylli ekki ákvæði laganna muni fyrst fá bréf þar sem krafist verði úrbóta. For- svarsmenn fyrirtækjanna hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Í kringum mars á næsta ári verði svo látið til skara skríða verði engar breytingar gerðar. Þessi handaflsaðgerð norskra stjórnvalda beinist ekki eingöngu að þessum tveimur íslensku fyrirtækjum. Af um 500 fyrirtækjum á markaði hafa um 140 fyrirtæki ekki orðið við tilmælunum og af þeim hafa níutíu prósent einungis á að skipa körlum í stjórnum sínum. Það er sjálfsagt að stjórnvöld í hverju landi setji sér markmið um jafnan hlut karla og kvenna í opinbera geiranum. Þar er hægt að skipta stólum forstöðumanna, nefndarmanna og embættismanna jafnt á milli kynjanna. Telji ráðherrar og þingmenn það þjóna tilgangi í jafnréttisbaráttunni mega þeir framfylgja þeirri stefnu sinni í verki hafi þeir til þess pólitískan stuðning. Annað gildir um fyrirtæki, skráð eða óskráð, í eigu einstaklinga. Þar gilda önnur lögmál því ekki er um opinberar eignir að ræða. Fólk fjárfestir í fyrirtækjum, sem sum hver eru í áhættusömum rekstri og mikilli samkeppni, til að ávaxta peninga sína. Af hverju mega hluthafar ekki ráða því sjálfir hverjir stjórna fyrirtækjum þeirra? Skiptir kyn máli í því samhengi? Fyrirskipun um hvernig þetta fólk eigi að skipa í stjórnir er ekkert annað en árás á séreignarréttinn, sem er grundvöllur markaðshagkerfisins. Norsk stjórnvöld eru að feta hættulega braut í þessum efnum. Hörundsdökkir Bandaríkjamenn náðu fyrst árangri í jafnréttisbar- áttunni á íþróttasviðinu. Krafan um árangur var svo mikil að ekki var hægt að horfa framhjá því að svart fólk hljóp hraðar og stökk lengra en hvítir landar þess. Til að sigra varð að horfa framhjá kynþætti. Fyrirskipun stjórnvalda um lágmarksfjölda svartra í bandarískum landsliðum þurfti ekki til. Krafan um árangur í rekstri fyrirtækja á að leiða til sömu niðurstöðu. Það má ekki horfa á kyn, kynþátt eða trúar- brögð. Sagt er að markaðurinn sé litblindur. Hann er líka kynblindur. Norsk stjórnvöld ættu þannig að stuðla að aukinni samkeppni í stað opinberrar íhlutunar. Áætlun jafnréttisráðherra Noregs er vafalaust vörðuð góðum ásetningi. Hins vegar myndu í tilfellum Kaupþings og Glitnis fjörutíu þúsund hluthafar standa verr en áður. Fái þeir ekki algjörlega að ráða hverjir skipa stjórn þessara félaga gerist tvennt. Stjórnirnar verða afgreiðslustofnanir fyrir ákvarðanir sem teknar eru annars staðar. Um leið minnkar gagnsæi í störfum stjórnarinnar því þar verður ekki eðlileg umræða um stefnu fyrirtækisins þar sem fulltrúar mismun- andi eigenda koma saman. Niðurstaðan er því vond fyrir alla. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í viðtali við Mark- aðinn að Norðmenn færu ansi geyst í þessum málum. Hann sagði ekki tímabært að fara sömu leið hérlendis. Það má hrósa viðskiptaráð- herra fyrir þessa afstöðu, enda er ekki við öðru að búast frá ráðherra Samfylkingarinnar sem vill auka gagnsæi og lýðræðislega umræðu á flestum sviðum. Nú reynir á eigendur Glitnis og Kaupþings. Þeir verða að standa í lappirnar gegn þessum ólögum og mega ekki láta pólitískan rétt- trúnað hræða sig frá umræðunni. Það er kominn tími til að stjórn- endur fyrirtækja taki þátt í að berjast fyrir grundvallarréttindum sem hafa skapað starfsgrundvöll þeirra. Of fáir stjórnmálamenn hafa burði til að draga þann vagn í dag. Norskur ráðherra hótar að loka Kaupþingi og Glitni. Kynblindur markaður Björgvin Guðmundsson Miklar sveiflur Guardian | Gengi bréfa í breska fasteignalána- fyrirtækinu Northern Rock hefur verið á þeysi- reið upp og niður frá því að stjórnendur þess greindu frá því að þeir hefðu tryggt sér bakland í Englandsbanka kæmi til þess að bankinn lenti í lausafjárkrísu. Tíma- setningin var heldur en ekki vanhugsuð hjá stjórn- endum fjármálafyrirtækisins, sem höfðu siglt heldur lygnan sjó fram að því. Þriðjungur af gengi bréfa í félaginu hrundi á augabragði sama dag, og flykktust sparifjáreigendur að dyrum fyrir- tækisins til að taka út fé sitt svo það gufaði ekki upp í lægðinni. Gengi bréfa í félaginu hefur dalað mjög allt frá áramótum og fór lægst í 132,1 pens 1. október síðastliðinn. Það hefur svo farið upp um þrjátíu prósent einn daginn og hrunið jafn- harðan þann næsta. Breska dagblaðið Guardian segir nú að nokkrir fjárfestar hafi sýnt áhuga á að kaupa félagið allt. Þar á meðal er fjármálaarmur Virgin-samstæðunnar og bandaríska fjárfestingar- félagið JC Flowers. Blaðið bendir hins vegar á að gangurinn á Northern Rock sé það slæmur eftir niðursveifluna að ekki sé útlit fyrir að hluthafar fyrirtækisins fái nema um 130 pens á hlut í stað 200 eins og þeir hafi vonast til. Ofurgrúppan á netið Telegraph | Bandaríski útgáfurisinn Warner Music greindi frá því vikubyrjun að fyrirtækið ætlaði að gera netverjum kleift að hlaða niður öllu lagasafni bresku ofurgrúppunnar Led Zeppelin á viðráðanlegu verði frá og með 13. nóvember næstkomandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem tónlist Led Zeppelin verð- ur fáanleg í netheimum en fyrirtækið ákvað að ganga með þessum hætti inn í framtíðina til að vega upp á móti minnkandi sölu á geisladiskum síð- ustu misserin. Breska dagblaðið Telegraph segir landa Led Zeppelin í Radiohead hafa opnað augu forráðamanna Warner Music. Eins og kunnugt er gaf Radiohead út sína nýjustu breiðskífu á net- inu í bili og gátu þeir sem áhuga höfðu hlaðið hana niður við skrifborðið og ákveðið hvað þeir greiddu fyrir gripinn. Salan hefur fram til þessa þótt tak- ast afar vel og skilað hljómsveitinni vænni summu í vasann, sem annars hefði farið að stórum hluta til útgáfufyrirtækisins. Þetta hefur heldur en ekki hreyft við forsvarsmönnum í plötuútgáfu, að sögn Telegraph, sem enn fremur bendir á að bandaríski söngfuglinn Madonna sé að hugsa sér til hreyfings í svipaða átt. Gangi það eftir mun hún rifta útgáfu- samningi sínum við Warner Music, sem hefur gefið út plötur hennar í rúm tuttugu ár. Sem áhugamanneskja um við- skiptafréttir hef ég ekki kom- ist hjá því að lesa um áhyggjur markaðsaðila vestanhafs af þróun einkaneyslu þar á bæ. Hagfræðingar og fjármálaspek- úlantar keppast við að lesa í hagtölurnar og spá fyrir um áhrif núverandi markaðsóróa á neyslu Bandaríkjamanna. Það er svo sem ekki skrítið að aðil- ar beini augum sérstaklega að þessum lið en einkaneysla telur um 70 prósent af vergri lands- framleiðslu (VLF) í Bandaríkj- unum en einkaneysla telst vera útgjöld heimila við kaup á varan- legum og óvaranlegum vörum og þjónustu í hagkerfinu. Vöxtur einkaneyslu hefur drifið áfram hagvöxt í bandaríska hagkerf- inu á síðustu fjórðungum, en nú er búist við vatnaskilum. SVARTSÝNIR NEYTENDUR Væntingar neytenda hafa gefið nokkuð góða vísbendingu um þróun einkaneyslu og það er engum blöðum um það að fletta að bandarískir neytendur eru svartsýnir um þessar mundir. Vísitölur sem mæla væntingar neytenda hafa lækkað all hressi- lega að undanförnu en ein helsta skýring á því er minnkandi um- svif á fasteignamarkaði og sú staðreynd að verð á húsnæði hefur farið lækkandi. Það hefur margoft sýnt sig að það eru sterk tengsl á milli þróunar fast- eignaverðs og einkaneyslu og engin ástæða til að ætla að raun- in verði önnur að þessu sinni. Nýjustu hagtölur gefa einnig til kynna að aðstæður á vinnu- markaði hafi versnað lítillega, en til viðbótar þá hefur olíu- verð farið hækkandi á síðustu vikum með tilheyrandi áhrifum á ráðstöfunartekjur. Hækkandi fjármagnskostnaður er einnig líklegur til að valda neytend- um vandræðum á næstu miss- erum. Útlitið er því ekki gott fyrir bandaríska neytendur nú um stundir. SMITAR ÚT FRÁ SÉR Áhyggjur af samdrætti í einka- neyslu vestanhafs eru ekki ein- skorðaðar við Bandaríkjamenn. Til að setja hlutina í samhengi þá er landsframleiðsla Banda- ríkjamanna um 20 prósent af heildarframleiðslu í heiminum í dag. Með öðrum orðum er hlutur bandarískra neytenda í heims- framleiðslu um 14 prósent. Það er því ekki að ástæðulausu að menn hafa haldið því fram að ef Bandaríkin hnerra þá munu aðrar þjóðir kvefast. Aukin svartsýni bandarískra neytenda er því líkleg til að hafa veruleg áhrif á hagþróun ann- arra þjóða, til að mynda í Evr- ópu og Asíu. Í þessu samhengi er oftar en ekki litið til Kína. Kín- verska hagkerfið hefur vaxið á ógnarhraða á síðustu árum eða um tæp 10 prósent á ári að með- altali síðan 1990 og telur nú um 16 prósent af heimsframleiðslu. Kína er talið munu leggja til um 25 prósent af hagvexti heimsins í ár samanborið við tæp 15 pró- sent frá Bandaríkjunum. Einn helsti drifkraftur hagvaxtar þar á bæ hefur verið vöxtur í út- flutningi og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Um 21 prósent af heildarútflutningi Kínverja fór til Bandaríkjanna árið 2006 og óx um hvorki meira en minna en 24 prósent það árið. Til viðbótar við það þá er stór hluti fjárfestinga í Kína í útflutn- ingsgeirum. Kínverjar eru því sannarlega háðir því að banda- rískir neytendur haldi ekki að sér höndunum. Tekið saman er framleiðsla Kínverja og Banda- ríkjamanna rúmur þriðjungur af heimsframleiðslu og með næmni þessara stærða við neyslugleði Bandaríkjamanna í huga er ekki að ástæðulausu að fjármálaspek- úlantar einblína svo mikið á títt- nefnda hagstærð. LÍTIL EINKANEYSLA Í KÍNA Í Kína er einkaneysla aðeins um 35 prósent af VLF og hefur hlutur hennar farið minnkandi á undanförnum árum í and- stöðu við þróunina í Bandaríkj- unum. Rannsóknir hafa sýnt að samdráttur í tekjum kínverska heimila sé helsti áhrifavaldur- inn. Auk þess bendir margt til þess að lítt þróaður kínverskur fjármálamarkaður spili stóra rullu. Launatekjur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa að jafnaði farið lækkandi á síðustu árum og svo virðist sem aðeins hluti Kín- verja hafi virkilega notið hag- vaxtar síðustu ára. Misskipting hefur aukist til muna og er svo komið að ætli Kínverjar að halda áfram að vaxa á svipuðum hraða og þeir hafa gert þurfa þeir að snúa þessari þróun við. Hag- fræðingar hafa hvað eftir annað bent á mikilvægt þess fyrir Kín- verja að auka vægi einkaneyslu í VLF og þannig dragi úr vægi út- flutnings. Til þess að draga úr áhrif- um bandarískra neytenda á kín- verska hagkerfið þurfa Kínverj- ar því að finna leið til þess að ýta við neyslu eigin þjóð- ar. Í ræðu sinni á flokksþingi Kommúnistaflokksins á mánu- daginn lagði Forseti Kína, Hu Jintao, einmitt mikla áherslu á mikilvægi þess að dreifa betur ávöxtun hagvaxtarins og tak- marka mikilvægi útflutnings. HVAÐ MEÐ ÍSLENSKA HAGKERFIÐ? Hvað með okkur íslendinga? Í allri umræðunni um einka- neyslu Bandaríkjamanna er ekki skrítið að maður velti því fyrir sér hvort aðstæður hér á landi séu háðar hagsæld banda- rískra neytenda. Hvað varðar útflutning þá hefur vægi Banda- ríkjanna í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar minnkað verulega að undanförnu og áhrifin á þann lið því óveruleg. Íslensk fyrirtæki sækja í auknum mæli tekjur utan land- steinanna en þar hefur augun- um aðallega verið beint til Evr- ópu. Líklega skiptir þróun einka- neyslu í Bretlandi meira máli fyrir land og þjóð. Í stuttu máli er hægt að halda því fram að bein áhrif af samdrætti í neyslu Bandaríkjamanna séu óveruleg hér á landi. Ef litið er á þróun einkaneyslu vestanhafs og landsframleiðslu á landi síðustu tíu ár virðast tengslin þar á milli einmitt vera óveruleg. Á móti kemur að ef samdráttur vestan- hafs smitast af fullum þunga út í hagkerfi Asíu og Evrópu má búast við að íslenska hagkerfið verði fyrir einhverjum óbeinum áhrifum af hegðun bandarískra neytenda. Um einkaneyslu O R Ð Í B E L G Þóra Helgadóttir hagfræðingur hjá Kaupþingi. MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.