Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4
H A U S
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Formúlukeppnin verður tekju-
hæsta íþróttagrein í heimi í ár ef
allt gengur eftir áætlun um næstu
helgi þegar flaggið fellur í síðasta
sinn á þessu tímabili. Reiknað er
með að tekjurnar nemi 4,3 millj-
örðum dala, jafnvirði 260 millj-
arða króna á tímabilinu. Þetta
er 300 milljónum dala meira en
í fyrra. Akstursíþróttin, sem fer
fram víða um heim, er ein af vin-
sælustu íþróttagreinum í heimi
en talið er að tæplega sex hundr-
uð milljónir manna fylgist með
henni á hverju ári.
Mestar líkur eru á að McLaren-
liðið verði það ríkasta þegar yfir-
standandi mótaröð lýkur, en það
hefur tekið tæpa 27 milljarða
króna í kassann á keppnistímabil-
inu. Fast á hæla McLaren kemur
Toyota-liðið, sem tók inn 84 millj-
ónum krónum minna. Spyker-
liðið, sem í síðasta mánuði var selt
til indverska kaupsýslumannsins
Vijay Mallya, rekur lestina með
rétt rúma 3,2 milljarða króna.
Til samanburðar námu tekjur
Real Madrid, ríkasta knattspyrnu-
félags í heimi, 292,2 milljónum
evra, jafnvirði 25 milljarða ís-
lenskra króna, á síðasta ári.
Af einstökum ökuþórum er
Finninn Kimi Räikkönen tekju-
hæstur en reiknað er með að hann
fái á bilinu 32 til 40 milljónir
dala, jafnvirði rúmra 1,9 til 2,4
milljarða íslenskra króna, í vas-
ann á keppnistímabilinu. Gangi
björtustu vonir hans eftir verð-
ur hann þrátt fyrir það hálfdrætt-
ingur á við sjöfalda heimsmeist-
arann, Michael Schumacher, sem
tók inn áttatíu milljónir dala á
ári áður en hann dró sig í hlé
frá frekari keppni í Formúlunni
í fyrra.
Räikkönen launahæstur
Formúlumótaröðinni lýkur um helgina. Allt stefnir í að
McLaren-liðið verði það tekjuhæsta við keppnislok.
Forsvarsmenn Baugs Group í
Bretlandi eru sagðir bera ví-
urnar í Jurek Piasecki, stofn-
anda og fyrrum forstjóra skart-
gripakeðjunnar Goldsmiths,
næststærstu skartgripakeðju
Bretlands í aldarfjórðung, um
kaup á hlutum hans í keðjunni.
Baugur festi sér meirihluta í
Goldsmiths í félagi við Kaldbak
hf., Feng hf., sem nú heitir Fons
og þeir Pálmi Haraldsson og Jó-
hannes Kristinsson fara fyrir,
og Bank of Scotland fyrir þrem-
ur árum og greiddi fyrir 110
milljónir punda, jafnvirði 14,4
milljarða króna, að þávirði.
Baugur sagði Piasecki óvænt
upp störfum seint í september
og setti nýjan forstjóra í hans
stað. Forstjórinn fyrrverandi
situr enn á 15 prósenta hlut í
Goldsmiths, sem verðlagður er
á um 12 milljónir punda, jafn-
virði 1,5 milljarða króna.
Breska dagblaðið The Obser-
ver segir litlar líkur á að Pias-
ecki gangi fús að boði Baugs
enda sé hann sterkefnaður og
eigi Baugi litlar þakkir fyrir.
- jab
Baugur vill hluti fyrrverandi forstjóra
Heimsmarkaðsverð á hráolíu
snarhækkaði á fjármálamörk-
uðum í Bandaríkjunum á mánu-
dag. Það fór í hæstu hæðir sam-
hliða vaxandi spennu í Tyrk-
landi og kulda í Bandaríkjunum,
sem eykur alla jafna eftirspurn
eftir olíu til húshitunar. Þetta
olli því að olíutunnan fór í rúma
86 dali, sem er hæsta verð sem
nokkru sinni hefur verið greitt
fyrir svartagullið og stóð það
enn í methæðum í gær.
Aukin eftirspurn eftir olíu og
eldsneyti á nýmörkuðum, svo
sem á Indlandi og Kína, hefur
keyrt verðið upp síðastliðin sex
ár og hefur verð á olíutunnu
fjórfaldast á sama tímabili.
Fréttastofa Reuters hafði
eftir fjármálasérfræðingi hjá
bandaríska bankanum Citi-
group á mánudag að hann sæi
ekki fram á mikla lækkun í
bráð og útilokaði ekki að olían
gæti farið í allt að 90 dali á
tunnu á næstunni. - jab
Olíuverð aldrei hærra
Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 236,8
milljónum dala, jafnvirði tæpra 14,3 milljarða ís-
lenskra króna, á þriðja ársfjórðungi.
Þetta er eins prósents samdráttur frá sama tíma
í fyrra þrátt fyrir þriggja prósenta söluaukningu.
Samdrátturinn skrifast að mestu á kostnað vegna
innkallana á tuttugu milljónum leikfanga sem
framleidd voru undir merkjum Mattel í Kína. Of
mikið af blýi var í málningu þeirra auk þess sem
litlir seglar voru í einhverjum þeirra, sem geta
reynst smábörnum lífshættulegir. Þótt fyrirtækið
telji sig hafa brugðist of harkalega við fréttunum
á sínum tíma hafi öryggisreglur verktaka þess í
austurvegi verið hertar til muna.
Reiknað er með að kostnaður Mattel vegna
þessa hlaupi á 40 milljónum dala, jafnvirði
rúmra 2,4 milljarða íslenskra króna. - jab
Innköllun var Mattel dýr
Svo getur farið að fólk af er-
lendu bergi brotið sem býr í
Bretlandi og greiðir enga skatta
vegna tekna af fjárfestingum
utan landsteina þurfi að greiða
30 þúsund pund, 3,7 milljón-
ir íslenskra króna, frá og með
apríl á næsta ári.
Tillögur þessa efnis voru
kynntar í drögum að fjár-
lagafrumvarpi bresku
ríkisstjórnarinn-
ar í síðustu viku.
Breska blaðið
Sunday Times
tekur dæmi
af auðkýf-
ingum á borð
við rússneska
olígarkann
Roman Abramovich, eiganda
knattspyrnuliðsins Chelsea, og
indverska stálkónginn Lakshmi
Mittal, einn ríkasta mann sem
búsettur er í Bretlandi. Þeir
greiða ekki skatta í Bret-
landi enda tekjuhliðar
þeirra að mestu utan land-
steinanna.
Tekið er fram upp í frum-
varpinu að erlendir atvinnu-
rekendur þurfi að hafa
verið búsettir í Bret-
landi í sjö ár og geta
sýnt fram á hagsmuni
sína erlendis áður en
nefskatturinn er sett-
ur á þá í stað almennr-
ar skattlagningar. - jab
Nefskattur vofir yfir
erlendum fjárfestum