Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 14
 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR6 skipulag&hönnun Úrslit í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um upp- byggingu í Kvosinni liggja sem kunnugt er fyrir, en þar er stefnt að því að sameina fortíð, nútíð og framtíð. „Ólík sjónarmið hafa einkennt umræðuna um uppbyggingu í Kvosinni. Sumir vilja helst sem minnst gera, aðrir vilja endur- byggja húsin sem brunnu og enn aðrir rífa allt saman og byggja upp á nýtt. Við teljum að hægt sé að sameina allt þrennt, fortíð, nútíð og framtíð.“ Þetta segir arkitektinn Steve Crister frá Studio Granda, sem ásamt arkitektastofunum Argos og Gullinsnið stendur að verð- launatillögu í hugmyndasam- keppni Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Kvosinni. Samkvæmt tillögunni er geng- ið út frá varðveislu húsa sem fyrir eru og endurbyggingu þeirra sem eyðilögðust í brunanum. Steve bendir í því samhengi á að það þurfi að ákvarða hvaða tímapunkt menn vilji miða við, þar sem húsin eigi sér mörg langa sögu og hafi tekið miklum breyt- ingum í tímans rás. Þá er leitað aftur í fortíðina með flutningi Lækjargötu 4 ofan úr Árbæjarsafni og á sinn gamla stað. Ráðgert er að byggja þar fyrir aftan hús sem dregur dám af Thorvaldsen Magasin, en það þótti afar glæsilegt, og rífa skál- ann á bak við Hressó til að endur- skapa skrúðgarð Árna Thorsteins- sonar. „Loks horfum við til framtíðar með því að bæta við nýjum bygg- ingum og leyfa sumum þeirra eldri að stækka og breytast eftir þörfum,“ segir Steve. „Götumyndin er þannig bætt og húsin löguð að nútímaþörfum án þess að rýra gildi þeirra.“ Að sögn Steves er síðan næsta skref að ræða við borgaryfir- völd og hagsmunaaðila til að sjá hvernig best sé að þróa tillöguna áfram, svo að úr verði heildar- hugmynd sem þjóni hagsmunum borgarbúa allra. Hér til hliðar má sjá hönnuðina, sem heiðurinn eiga að verðlaunatil- lögunni, á góðri stundu ásamt mið- bæjarskipulaginu eins og það liti út frá þeirra hendi. Kvosin í fortíð, nútíð og framtíð Steve Christer, Stefán Örn Stefánsson frá Argos, Margrét Harðardóttir frá Studio Granda og Hjörleifur Stefánsson, frá Gullinsniði eru á meðal þeirra sem standa að baki verðlaunatillögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verðlaunatillagan gengur út frá varðveislu, að gamlar byggingar verði fluttar í mið- bæinn og uppbyggingu nýrra. Nýja bíó. Húsgagnabólstrun Ragnars Björnssonar ehf. var stofnuð 1943 og hefur framleitt springdýnur og rúm í sextíu ár. Fyrirtækið er meðlimur í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum. Markmiðið er að vera í farar- broddi á þróun og framleiðslu á springdýnum. Springdýnurnar hjá RB rúmum koma í öllum stærðum og gerðum með mismunandi stífleika sem fer eftir þyngd þeirra sem hvíla á dýnunum. Dýnurnar hafa verið fram- leiddar hér á Íslandi í 60 ár og hægt er að velja um fjórar teg- undir. Þær eru RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði fyrir allar þessar fjórar tegund- ir, mjúk, medíum, stíf og extra- stíf, allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið getur breytt stífleika springdýnanna og er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður upp á endur- hönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. Fyrirtækið framleiðir einnig sérhannaðar sjúkradýnur, dýnur fyrir hótel og stofnanir. Ásamt springdýnunum eru einnig í boði lyfturúm, í ýmsum stærðum sérhönnuð í rúmstæði og einnig frístandandi. Bæði springdýnur og þrýstijöfnunar- dýnur þar sem ýmist er hægt að lyfta höfðalagi og fótlagi með fjarstýringu. Ásamt lyfti- rúmunum er RB einnig með Nolterúm í ýmsum stærð- um, svokölluð sælurúm. Þau eru auðstillanleg með þráð- lausri fjarstýringu, nuddi og minni fyrir hinar ýmsu still- ingar og útfærslur. Hægt er að velja um mismunandi stíf- leika á springdýnurnar í sælu- rúmunum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun og bólstrun á rúm- göflum, viðhaldi og viðgerðum á springdýnum og eldri hús- gögnum. RB rúm eru með sýn- ingaraðstöðu að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði og að sögn starfs- manna er leitast við að svara öllum fyrirspurnum ljúflega klukkan 9.00-18.00 alla virka daga og milli klukkan 10.00 og 14.00 á laugardögum. Sími: 555 0397. Heimasíða: www.rbrum. is - rh Springdýnur í sextíu ár Húsgagnabólstrun Ragnars Björnssonar ehf. hefur framleitt springdýnur í sextíu ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.