Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 18
 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10 skipulag&hönnun Matte Stephens er ungur og upp- rennandi listamaður frá Birming- ham sem vakið hefur athygli fyrir skemmtilegar dýramyndir. Sjálfur segist listamaður- inn sækja innblástur í verk eftir Charles og Ray Eames, Alexander Girard, George Nelson og Irving Harper. Nýlega varð hann fyrir svo sterkum hughrifum af verk- um Harpers að hann bjó til sinn fyrsta skúlptúr. Stephens sýnir reglulega í Vel- ocity Art and Design í Seattle. Ungur á uppleið Síamstvíburar. Fuglar eru algengir í myndum Matte. Allir vinir. Árekstur borgar og náttúru. Í sátt og samlyndi. Inflate er breskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir hús, húsgögn og heimilisbúnað úr gúmmíi. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og sérhæfði sig fyrst í hönnun og framleiðslu ýmiss konar heimilisbúnaðar úr gúmmíi. Smám saman fikruðu hönnuðirnir sig áfram og fóru að búa til húsgögn úr gúmmíi. Þannig urðu til heilu stólarnir, borðin og ljósakrónurnar úr þessu efni. Ekki var langt að bíða þar til þeir sneru sér að hönnun heilu húsanna en fyrir- tækið hefur getið sér gott orð fyrir hönnun gúmmíbygginga sem nota má við ýmiss konar uppákomur. Við skulum þó láta nægja að sinni að skoða húsgögn sem Inflate hefur hannað og framleitt. Húsgögn úr gúmmíi Inflate lætur sig flesta húsmuni varða eins og sést á þessum myndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.