Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 22
17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14 skipulag&hönnun
Reynir Sýrusson húsgagna-
hönnuður hefur opnað hönn-
unarstofu þar sem áhersla er
lögð á fallega og frumlega
íslenska hönnun.
Reyni Sýrusson þekkja flestir
sem fylgjast með íslenskri hönnun
enda hefur hann látið til sín taka
á nánast öllum sviðum húsgagna-
hönnunar frá því hann kom heim
úr hönnunarnámi í Danmörku árið
2000. Á dögunum lét þessi þúsund-
þjalasmiður síðan gamlan draum
rætast þegar hann opnaði hönn-
unarstofuna Syrusson að Hamra-
borg 5 í Kópavogi.
„Ég hef verið að vinna að því
að opna stofu frá því að
ég kom heim úr námi,“
segir Reynir og eftir-
væntingin leynir
sér ekki. „Frá þeim
tíma hefur húsgagna-
hönnunin verið kvöld-
og næturvinna. Ég hef
aldrei leyft mér að vera
sýnilegur þar sem ég
var í annarri dag-
vinnu. Á þessu
ári kúplaði ég
mig síðan
frá öllu
öðru til að
geta opnað
stofuna og
sinnt hönn-
uninni. Með
þessu vil ég fá útrás fyrir mitt
aðaláhugamál og koma íslenskri
húsgagnahönnun á hærra plan.“
Hönnunarstofa af þessu tagi,
þar sem algjörlega er einblínt
á íslenska húsgagnahönnun
með útstillingarrými fyrir
viðskiptavini, telst til nýjunga
á Íslandi að sögn Reynis.
Starfsmenn stofunnar eru
þrír að Reyni meðtöldum.
Hann á í nánu samstarfi
við íslenska framleið-
endur um útfærslur á hugmynd-
um sínum, sem þurfa að hafa
notagildi, vera framleiðsluvænar
á Íslandi og ekki síst flottar. Þessi
þrjú atriði liggja til grundvallar
allri hans sköpun. „Maður reynir
að fara milliveginn, en stundum
verður útlitið aðeins ofan á,“ viður-
kennir hann.
Þessa daga beinist sköpunar-
kraftur Reynis mest að sýning-
unni Hönnun + heimili 2007, þar
sem hann mun sýna hluti sem hafa
notið vinsælda og eins áður óséða
hönnun. Þar á meðal eru nýir
stólar, fatahengi, borð og fiskabúr,
sem mun vafalaust vekja mikla at-
hygli fyrir nýstárlegt útlit.
Þeir sem vilja taka forskot á
sæluna geta litið við á nýopnaðri
stofu Reynis í Kópavogi eða kíkt á
heimasíðuna www.syrusson.is.
Flott og frumleg hönnun í fyrirrúmi
Reynir Sýrusson
húsgagna-
hönnuður hefur
opnað hönnunar-
stofu með
útstillingarrými. Framleiðsluvænt, notadrjúgt og flott eru þau þrjú orð sem lýsa hönnun Reynis.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fiskabúrið varð til þegar Reynir og samstarfsmenn hans ákváðu að lífga upp á stof-
una. Búrið er rörlaga og hangir á fíngerðum festingum. Reynir segir það tilraun til að
gera fiskabúr að mublu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þjónusta sveitarfélagsins Árborg
Sveitarfélagið Árborg mun sjá um alla almenna þjónustu við Byggðarhorn á sama hátt og aðra
skipulagða byggð í sveitarfélaginu. Þar á meðal er skólaakstur, sorphirða, vatsnveita, hitaveita,
viðhald vega, snjómokstur, tæming rotþróa ásamt annarri þjónustu og gæslu samkvæmt samþykkt-
um sveitarfélagsins. Á Selfossi eru bæði grunnskólar og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Þar er einnig
heilbrigðisþjónusta. Sjá nánar undir www.arborg.is Vatnsveita Árborgar hefur umsjón með
hönnun, lagningu og rekstri vatnsveitu á svæðinu. Selfossveitur annast hönnun, lagningu og rekst-
ur hitaveitu að Byggðarhorni.
FASTEIGNASÖLURNAR
VEITA ALLAR UPPLÝSINGAR
17
19
56
54
52
50
13
15
11
9
7
5
3
24
28
34
32
3036
38
40
42 44
46
48
26
BYGGÐARHORN
F= 6.4ha
F= 7.4ha
F= 7.7ha
F= 7.5ha
F= 7.7ha
F= 7.2ha
F= 7.5ha
F= 7.9ha
F= 6.9ha
F= 6.7ha
F= 7.3ha
F= 7.2ha
F= 7.3ha
F= 1.9ha
F= 1.8ha
F= 3.6ha
F= 3.8ha
F= 4.0ha
F= 3.4haF= 3.6ha
F= 3.9ha
F= 3.9ha
F= 7.9ha
F= 3.6ha
F= 3.1ha
F= 10.9ha
Arkitektastofan ARKITEÓ hefur unnið hugmynda-
vinnu í samstarfi við Byggðarhorn.
Niðurstaða þeirrar vinnu er framandi og glæsileg í senn. Nánari upp-
lýsingar, vinsamlegast hafið samband við ARKITEO www.arkiteo.is
og netfang arkiteo@arkiteo.is eða söluaðila Byggðarhorns.is
Atvinnusvæði höfuðborgarsvæðissins hefur á
síðustu árum teygt út anga sína og á síðastliðnum
árum hefur suðurlandið verið fjölsótt
sem byggðarlag.