Fréttablaðið

Date
  • previous monthNovember 2007next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 1

Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 26. nóvember 2007 — 322. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þorgerður Aðalgeirsdóttir framhaldsskóla- kennari á sér uppáhaldsstól í uppáhaldshorni.„Stóllinn kemur frá móður minni en hún keypti hann þegar hún hóf búskap um tvítugt. Hún keypti tvo stóla og voru þeir notaðir mikið og eru komnir til ára sinna. Ég fékk annan stólinn og á von á hinum síðar “ segir Þorgerður sem hefur átt lstólana eð inn er handsaumaður skemill með krosssaumi sem mér áskotnaðist í sumar þegar ég var í Sorpu að henda rusli. Þar hitti ég mann sem var með fallegt sófasett og skemil sem hann var á leið með í Góða hirðinn. Þetta voru húsgögn úr íbúð gam ll sem var að flytja o i Gamall og góður félagi HÖFN OG GRÆJURFermingargræjurnar eru úti og alls konar nýjungar komnar inn í staðinn. GRÆJUR 4 LÍFLEG LJÓS Breski hönnuðurinn Stuart Haygarth býr til ljósakrónur úr óhefðbundnu hráefni.HEIMILI 2 IPL varanleg, sársaukalítilháreyðing Greifynjan snyrtistofa s 58N Sigma linsur fyrir flestar gerðir myndavéla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þorgerður lætur fara vel um sig í uppáhaldsstólnum og hugsar sér gott til glóðarinnar að syngja jólaperlur á aðventutónleikum Vox Academica á föstudaginn. BLÖNDUNARTÆKI HANSA Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung STÚDENTABLAÐIÐ HÁSKÓLINNH MENNINGM PÓLITÍKP fylgir Fréttablaðinu 16. desember ÞORGERÐUR AÐALGEIRSDÓTTIR Á stól sem hefur fylgt henni síðan úr æsku heimili græjur Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Glæsihús með Bláfjallasýn Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG fasteignir 26. NÓVEMBER 2007 Stakfell fasteignasala hefur til sölu 501,4 fer- metra einbýlishús í byggingu sem afhendist fullbúið. Húsið stendur efst í lokaðri götu og er með góðu útsýni yfir Elliðavatn og Bláfjöll.Gengið er inn í stórt anddyri og þaðan inn í stóra stofu og borðstofu með góðu útsýni. Úr borð-stofunni er útgengt á suðursvalir. Eldhúsið er opið og bjart með innréttingu frá Poliform og eldhústækjum frá Miele.Stór hjónasvíta er á efri h ðist ð Gengið er niður um stigahús á neðri hæðina þar sem komið er í rými sem er 31,4 fermetrar og mætti til dæmis nota sem hvíldarherbergi, stórt herbergi fyrir ungling eða æfingasal. Sjónvarpsherbergi er 25 fermetrar. Inn af sjónvarpsherberginu eru tvö rúmgóð svefnherbergi ásamt baðherbergi. Í öllum herbergjum er parket á gólfum en á öðrum gólfum eru stórar marmaraflísar. Innrétt- ingarnar í öllum herbergjunum eru frá Polifor og hurðarnar eru 2 50l Glæsihús með Bláfjallasýn Húsið er risastórt og stórglæsilegt með góðu útsýni yfir Elliðavatn og Bláfjöll. HRINGDU NÚNA Við erum 100% til staðar fyrir þig! 699 6165 VIÐ ERUM ALDREI OFUPPTEKIN FYRIR ÞIG! Þjónusta ofar öllu Bóas Sölufulltrúi Gunnar Sölufulltrúi Áslaug María Sölufulltrúi Stella Ósk Sölufulltrúi Benedikt Sölufulltrúi Edda HrafnhildurSölufulltrúi Hilmar Erfitt að koma fólki á óvart Magnús Oddsson ferðamálastjóri í fimmtán ár. TÍMAMÓT 18 Lifir verk- fallið af Verkfall í Holly- wood stöðvar ekki stórmynd Sigurjóns Sig- hvatssonar. FÓLK 34 Fjörugt ástarlíf Bítillinn Paul McCartney er orðað- ur við tvær konur á sama tíma og hann er enn kvæntur þeirri þriðju. FÓLK 24 HEILBRIGÐISMÁL Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður meistaranáms í heilsuhag- fræði við Háskóla Íslands, segir að þetta geti leitt til þess að útgjöld heilbrigðiskerfisins aukist um hátt í tvo milljarða króna á ári miðað við að meðalþyngd Íslendinga aukist um eitt stig líkamsþyngdarstuðulsins BMI. Tinna Laufey telur að þyngdaraukningin hafi verið mjög hröð síðasta einn og hálfan áratug og hröðust sé hún hjá börnum. „Ef maður yfirfærir erlendar niðurstöður má leiða að því líkur að heilbrigðis- og lyfjakostn- aður nemi hátt í tveimur milljörðum króna á ári. Ef við þyngjumst um tvö stig verður viðbótarkostnaðurinn nærri þremur eða fjórum milljörðum.“ Tinna Laufey hefur unnið hagfræðilega greiningu á holdafari Íslendinga og bendir í nýrri bók sinni, Holdafar, á að tækniþróun undanfarinna áratuga, til dæmis í matvæla- iðnaði, hafi leitt til þess að framboð á fæðu hafi aukist, verðið lækkað og aðgengið að ódýrri skyndimatvöru vaxið verulega. Tímasparnaður og verðlækkun komi fram í ofþyngd því að dagleg störf krefjist minni hreyfingar en áður. Þetta komi sér sérstak- lega illa fyrir börn og fólk sem eigi við sjálfstjórnarvanda að stríða. „Neyslumynstur nútímamannsins hefur fetað slóð sem verður að teljast varasöm út frá heilsufarslegum sjónarmiðum.“ Hún telur að inngrip geti verið mjög vandasöm. Þess vegna sé mikilvægt að velja úrræði sem mestum árangri skili miðað við fórnarkostnað. Ef gripið verði inn í leggi hún meðal annars til að börnum og unglingum verði auðveldað aðgengi að hollum mat og aðstöðu til hreyfingar á skólatíma. Þá verði takmarkanir settar á markaðssetningu hitaeiningaríkrar fæðu. Ákveðnar matvörur, til dæmis gosdrykkir sem innihalda viðbættan sykur, verði skattlagðar í samræmi við almenna skattheimtu í landinu. - ghs Offitufaraldur þjóðarinnar kostar tvo milljarða á ári Lægra verð og betra aðgengi að skyndimatvöru koma fram í ofþyngd meðal ungra Íslendinga. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir neyslumynstur nútímamannsins hafa fetað varasama slóð. HÝNAR ÖRT UM ALLT LAND Hiti yfir frostmarki á láglendi með rigningu eða slyddu um allt land. Suðlægar áttir, lægir þegar líður á daginn, 3-8 m/s seinnipartinn. VEÐUR 4      Dregið var í undankeppni HM í gær Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er tiltölulega sáttur með riðil Íslendinga. ÍÞRÓTTIR 28 VEÐRIÐ Í DAG PATREKSFJÖRÐUR Patreksfirðingar hafa að undanförnu fundið kær- leiksrík skilaboð víðs vegar um bæinn. Svo virðist sem dularfulli skilaboðahöfundurinn sé á ferð- inni að næturlagi. Á föstudags- morgun þegar fólk mætti til vinnu í bænum biðu hlýlegar kveðjur á gluggum fyrirtækja og stofnana. Áður hafa Patreksfirðingar fund- ið sambærileg skilaboð á bílrúðum sínum og á blöðrum sem hengdar hafa verið á ljósastaura bæjarins. Haukur Már Sigurðsson, eig- andi Essóskálans Smáulindar og verslunarinnar Fjölvals á Patreks- firði, segir skilaboðin ráðgátu samfélagsins og að allir séu að spá og spekúlera hver geti verið að verki. Hann segir þetta skemmtilegt uppátæki sem lyfti bæjarbúum upp í svartasta skammdeginu. Spurður kveðst hann ekki hafa hugmynd um hver sé hér á ferð. „Eins og eðlilegt er í svona litlu samfélagi fara allar samsæris- kenningar heimsins í gang og eru margir til kallaðir. Ég held þó að þetta séu tómar ályktanir og að útilokað sé að átta sig á því hver þetta er að svo stöddu,“ segir Halldór. „Það er þó ljóst að viðkomandi er ekki mjög kvöldsvæfur og hann virðist hafa aðgang að góðri plöst- unarvél,“ bætir hann við en skila- boðin eru öll vandlega plöstuð til að þola veður og vind. - ve Patreksfirðingar velta fyrir sér hver útbúi hlýleg skilaboð og dreifi um bæinn: Dularfull skilaboð valda heilabrotum MENNING „Þetta var stórkost- legur dagur,“ segir Margrét Bóasdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, um Dag fiðlunnar, sem haldinn var hátíðlegur í Gerðubergi í gær. Fjöldi tónlistarmanna sótti viðburðinn og „landslið fiðlu- leikara“ spilaði fyrir gesti, að sögn Margrétar. Heiðursgestir dagsins voru fiðluleikararnir Gígja Jóhanns- dóttir, Þorvaldur Steingrímsson og Jónas Dagbjartsson. „Ég er búinn að halda á fiðlu í 72 ár, byrjaði tíu ára gamall í Vest- mannaeyjum,“ segir Jónas, sem er 81 árs gamall. „Þorvaldur var fyrsti kennarinn minn í Reykja- vík, en hann er átta árum eldri en ég. Þá var hann fyrst að byrja að kenna í Tónlistarskólanum í Reykjavík.“ Jónas og Þorvaldur léku báðir í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar árið 1950. - sgj Gleði á Degi fiðlunnar: Landslið fiðlu- leikara spilaði FJÖLBREYTT FIÐLUSAFN Jónas Dagbjartsson fiðluleikari og Laufey Karlsdóttir kona hans skoða fiðlur úr safni Rúnars Gunnars- sonar fiðlusafnara á Degi fiðlunnar. Elstu fiðlurnar eru frá fyrri hluta nítjándu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR

x

Fréttablaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Language:
Volumes:
23
Issues:
7021
Published:
2001-2023
Available till:
31.03.2023
Locations:
Keyword:
Description:
Dagblað
Sponsor:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 322. tölublað (26.11.2007)
https://timarit.is/issue/277780

Link to this page: 1
https://timarit.is/page/3980302

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

322. tölublað (26.11.2007)

Actions: