Fréttablaðið - 26.11.2007, Side 4
4 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Suðurnesjum kærði þrjá öku-
menn fyrir meinta ölvun við
akstur aðfaranótt sunnudags.
Einn þeirra hafði misst stjórn á
bifreið sinni á Grindavíkurvegi
með þeim afleiðingum að bíllinn
valt á veginum. Ökumaðurinn var
einn í bílnum og slapp við meiðsli.
Annar ökumaður var einnig
stöðvaður á Grindavíkurvegi,
grunaður um ölvunarakstur.
Sá þriðji hafði reynt að stinga
lögregluna af á hlaupum í
Reykjanesbæ en var handsamað-
ur. Ökumennirnir gistu fanga-
klefa. - sgj
Lögreglan á Suðurnesjum:
Ölvaðir ökumenn
valda óskunda
ALMANNAVARNIR Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra segir það hafa
verið skoðað innan ráðuneytisins
hvernig aðstaða á Keflavíkurflug-
velli og í Keflavíkurhöfn gæti
nýst Landhelgisgæslunni. Fokker-
flugvél gæslunnar, TF-SYN, og
þyrlan TF-GNA
hafa þegar
verið fluttar til
Keflavíkur til
bráðabirgða.
„Það þrengir
að flugdeild
LHG á Reykja-
víkurflugvelli
vegna Háskól-
ans í Reykjavík
auk þess sem
flugdeildin stækkar og krefst
meira rýmis,“ segir Björn. Áður
hefur Georg Kr. Lárusson,
forstjóri Landhelgis gæslunnar,
sagt það vera væn legan kost að
flytja starfsemina á Suðurnesin.
Björn segir að þegar niðurstaða
ráðuneytisins liggi fyrir verði
hún kynnt. - sgj
Floti Landhelgisgæslunnar:
Skoða flutning
til Keflavíkur
BJÖRN BJARNASON
HEILBRIGÐISMÁL „Ef launakostnað-
urinn hefði ekki hækkað svona
mikið væri þjónustan sú sama en
það þarf að lækka kostnaðinn við
spítalann. Menn munu reyna að
lækka kostnað með þeim hætti að
þjónustan verði eins mikil og hægt
er,“ segir formaður nefndar um
málefni Landspítalans, Vilhjálmur
Egilsson.
Launa- og lyfjakostnaður hafi
aukist svo mikið að bregðast þurfi
við því. Hugsanlegar leiðir til þess
hafi verið ræddar, en of snemmt
sé að segja til um hvað úr verði.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar, sem nú er til
umræðu, vantar tæpan milljarð til
reksturs Landspítala fyrir árið
2008, sé miðað við fjáraukalög
fyrir líðandi ár.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir að rekstrargjöld spítalans
hækki um 882,3 milljónir króna
frá fjárlögum 2007 og nemi 33
milljörðum alls.
Fjáraukalög fyrir 2007, sem
sýna hversu mikið reksturinn
kostaði í raun á árinu, gera hins
vegar ráð fyrir 1,8 milljarða aukn-
ingu frá fjárlögum 2007. Eftir
stendur tæpur milljarður.
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra vill ekki tjá sig
um fjárlagafrumvarpið meðan
það er enn í meðförum þingsins.
Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítalans, segist sömuleiðis
lítið vilja tjá sig fyrr en hann sjái
viðbrögð stjórnvalda. Stjórnendur
spítalans hafi skoðað hvernig þeir
sjálfir geti brugðist við þessu, fari
fram sem horfir, með hagræðingu,
þjónustuskerðingu og þess háttar.
klemens@frettabladid.is
Lækka þarf kostnað
við rekstur spítalans
Lækka þarf kostnað við rekstur Landspítala, segir formaður nefndar um mál-
efni hans. Samkvæmt frumvarpi að fjárlögum fyrir árið 2008 þyrfti að skera
kostnað niður um tæpan milljarð. Spítalinn hefur íhugað þjónustuskerðingu.
BRÁÐAMÓTTAKA LANDSPÍTALANS Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem nú er til umræðu vantar tæpan milljarð til að reka spítalann
á næsta ári, sé miðað við fjáraukalög fyrir þetta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
! #
$
%
% &
'(
)&
*
#
$
+,- +,- .,- /
.,- 0
+,- 10
.2,- .2,- 3,- 4,- /
4,- /
5,-6 10
3,-6 10
.7,- 42,- 4.,-6 10
!
"
# $
%&'
(
)
$&
*
++)
,
#
-.
/
)
. $&
01234%%4 5637
$! 8
9:;
< =
"
859.4: (
)
8+95:
*0>"?##
Menn munu reyna að
lækka kostnað með þeim
hætti að þjónustan verði eins
mikil og hægt er.
VILHJÁLMUR EGILSSON
FORMAÐUR NEFNDAR UM MÁLEFNI
LANDSPÍTALANS
BRETLAND, AP Tony Blair segir að
þau tíu ár sem hann var forsætis-
ráðherra Bretlands hafi trúin
skipt sig gífurlega miklu máli.
Hins vegar hafi hann hikað við að
tala mikið um trúmál af ótta við
að kjósendur teldu sig eitthvað
ruglaðan.
„Í sannleika
sagt þá heldur
fólk að maður
sé ruglaður,“
sagði Blair, sem
nú er friðarer-
indreki í Mið-
Austurlöndum, í
viðtali við BBC.
Hann segir
breska kjósend-
ur halda að trúaðir stjórnmála-
menn „fari afsíðis og spjalli við
manninn í efra og komi svo til
baka og segi: Jæja, ég er búinn að
fá svarið og það er svona.“
Hann segir að trúin hafi hins
vegar gefið sér styrk til að
standast álagið sem fylgdi því að
taka erfiðar ákvarðanir. - gb
Tony Blair tjáir sig:
Hikaði við að
tala opinber-
lega um trú
TONY BLAIR
BRUSSEL, AP Talið er að 4,5 milljón-
ir Evrópubúa hafi neytt kókaíns á
árinu, sem er milljón fleiri en í
fyrra þegar hlutfallið var 3,5 millj-
ónir. Þetta kemur fram í árlegri
skýrslu Lyfjastofnunar ESB
(EMCDDA) um fíkniefnavandann
í Evrópu sem var kynnt á fimmtu-
dag.
Stofnunin byggir tölur sínar á
upplýsingum frá árinu 2005 en
það ár var met sett í upptöku yfir-
valda á kókaíni í Evrópu. Alls var
hald lagt á 107 tonn af kókaíni,
sem var 45 prósentum meira en
árið áður. Mestu af efninu var
smyglað til Evrópu gegnum Spán
og Portúgal.
Kannabisefni eru áfram mest
notuðu eiturlyf í Evrópu og er
áætlað að um sjö prósent Evrópu-
búa hafi neytt þeirra á þessu ári.
Talið er að um þrjár milljónir
manna noti kannabisefni daglega
eða næstum daglega.
Stofnunin telur sig þó sjá merki
um að vinsældir þeirra séu að
minnka meðal yngra fólks. Talið
er að 19,3 til 20 prósenta fólks á
aldrinum fimmtán til 34 ára hafi
neytt kannabisefna á Spáni og í
Tékklandi á þessu ári. Hlutfallið
er áætlað á milli 16,3 og 16,7 í
Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi. Í
Bretlandi, Frakklandi og Tékk-
landi hefur hlutfallið lækkað um
þrjú til fjögur prósent frá því í
fyrra. - sdg
Kannabisefni algengustu eiturlyf í Evrópu og þrjár milljónir neyta þeirra daglega:
Kókaínneysla eykst í Evrópu
TILRAUN TIL SMYGLS Þrjú tonn af kóka-
íni fundust í káetu skips sem spænska
lögreglan gerði upptækt.
NORDICPHOTOS/AFP
SAMGÖNGUR Um 30 flugfarþegar
þurftu að bíða í Kaupmannahöfn í
nótt og munu fljúga til Íslands í
dag. Flugvél Icelandair hafði
bilað hérlendis og önnur minni
verið send út í staðinn.
„Við óskuðum eftir sjálfboða-
liðum til að vera eftir í Kaup-
mannahöfn,“ segir Guðjón
Arngrímsson, upplýsingafulltrúi
Icelandair.
„Menn tóku náttúrlega
misjafnlega í þetta, við buðum
okkur bara fram,“ segir Andrés
Hafliði Arnarson, einn farþeg-
anna sem sátu eftir. „Við fáum
gistingu, mat og dagpeninga. Við
ætlum bara að njóta dagsins.“ - sgj
Bilun í vél hjá Icelandair:
Um þrjátíu urðu
eftir á Kastrup
KRÓATÍA, AP Fyrstu tölur að
loknum þingkosningum í Króatíu
í gær sýndu sáralítinn mun á
fylgi stjórnarflokksins og stærsta
stjórnarandstöðuflokksins. Báða
flokkana vantaði þó mikið upp á
að tryggja sér meirihluta.
Sósíaldemókratar höfðu fengið
30,3 prósent atkvæða, nokkru
minna en Íhaldsflokkurinn sem
hafði 32,6 prósent. Íhaldsstjórnin
stóð því heldur betur að vígi, en
Ljubo Jurcic, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar, bar sig þó vel:
„Sósíaldemókrataflokkurinn
hefur náð besta árangri sínum frá
upphafi,“ sagði hann.
- gb
Þingkosningar í Króatíu:
Fylkingarnar
standa jafnar
GENGIÐ 23.11.2007
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
122,4064
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
62,58 62,88
128,83 129,45
92,60 93,12
12,418 12,490
11,511 11,579
9,926 9,984
0,5786 0,5820
99,76 100,36
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR