Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 12
12 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
RV
U
N
IQ
U
E
11
07
03
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Nr. 11
R
ekstra
Góðar
hugmyndir
Hagkvæmarvistvænar
mannvænarheildarlausnir
1982–2007
Rekstrarvörur25ára
Rekstrarvörulistinn
... er kominn út
MÆLING HEIMSINS EFTIR DANIEL KEHLMANN
STÓRFENGLEGT
MEISTARAVERK
SKEMMTILESTUR
AF BESTU GERÐ
Mæling heimsins er sambland af vísinda-
sögu og lygasögu. Bókin er skrifuð af stór-
hug og er skemmtilestur af bestu gerð,
full af litlum athugunum sem kitla hug-
ann svo mann langar mest til að hrópa
af fögnuði. Mæling heimsins var næst
mest selda skáldsaga heims árið 2006.
1.SÆTI
Á METS
ÖLULIS
TA
EYMUN
DSSON
N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
HJÓ BAR
Auglýsingasími
– Mest lesið
LÖGREGLUMÁL Afbrotavarnaverkefni sem lögreglu-
nemar á Norðurlöndum vinna nú sameiginlega er
hið fyrsta sinnar tegundar. Aldrei fyrr hafa yfir
100 nemendur frá öllum Norðurlandaþjóðunum
unnið saman að álíka verkefni.
Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við þá
Ólaf Egilsson, lögreglufulltrúa við Lögregluskól-
ann, og Pétur Berg Matthíasson, stjórnmála- og
stjórnsýslufræðing hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra. Þeir eiga sæti í starfshópi sem vinnur að
samstarfsverkefninu af Íslands hálfu. Önnur lönd
sem taka þátt í því eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð
og Finnland.
„Markmið og tilgangur verkefnisins er að
nemendur öðlist betri skilning á því hvernig
afbrotavörnum er háttað hjá öðrum Norðurlanda-
þjóðum,“ greinir Pétur frá.
Verkefnið stendur yfir í 10 vikur. Breytilegt er
hversu margir nemendur taka þátt í því frá hverri
þjóð en frá Lögregluskóla ríkisins eru þeir á
fjórða tug. Samtals eru um 130 nemendur frá
Norðurlöndunum í þessu verkefni.
Fyrri hluti þess byggist á því að lögreglunemar
frá hverju landi fyrir sig gera grein fyrir stöðu
afbrotavarna í heimalandi sínu. Það gera þeir með
vinnslu ritgerða sem þeir vinna í hópum. Kenn-
arar lögregluskólanna í hverju landi völdu síðan
tvær ritgerðir sem voru gerðar aðgengilegar
öllum nemendum í lok október á sænsku netkerfi
sem notað er við kennslu í lögregluháskólanum í
Stokkhólmi. Nemendur frá öllum löndum hafa
aðgang að þessu kerfi.
Eftir skil á ritgerðum voru lögreglunemar frá
öllum Norðurlandaþjóðunum settir í hópa með
nemum samstarfslandanna. Þeir hafa átt í
sam skiptum og verið að ræða spurningar sem
kennarar leggja fyrir hópana og tengjast afbrota-
vörnum á Norðurlöndunum. „Umræðan fer einnig
fram á netkerfi sænska lögregluháskólans og geta
nemendur þar skrifast á við aðra í umræðuhópi,“
útskýrir Ólafur. „Nemendurnir þurfa því að lesa
ritgerðir annarra til að geta verið virkir í
um ræðum við kollega sína.“
Hver hópur hefur einn kennara sem fylgist með
umræðunni og getur hann komið með ábendingar
eða tillögur ef svo ber undir. Heildareinkunn fyrir
verkefnið byggist annars vegar á ritgerð um
afbrotavarnir í heimalandinu og hins vegar á
virkri þátttöku í umræðu um afbrotavarnir við
nemendur á Norðurlöndum.
jss@frettabladid.is
Norrænir lögreglu-
nemar vinna saman
Samstarfsverkefni lögreglunema á Norðurlöndum um afbrotavarnir er hið
fyrsta sinnar tegundar. Um 130 nemar taka þátt í því. Af þeim eru á fjórða tug
nemar í Lögregluskóla ríkisins. Norrænt samstarf nær til fleiri þátta.
MENNING Mínútuverð sem Ríkis-
útvarpið greiðir fyrir efni sjálf-
stæðra kvikmyndagerðarmanna
hefur lækkað um sjötíu prósent, sé
miðað við framreiknaða vísitölu frá
árinu 1994.
Þrjú félög, Félag kvikmynda-
gerðarmanna, Samtök kvikmynda-
leikstjóra og Samband íslenskra
kvikmyndaframleiðenda, undirbúa
nú heildstætt samkomulag við RÚV,
meðal annars um kaup á efni, dag-
skrárstefnu RÚV og samstarf um
framleiðslu.
Hjámtýr Heiðdal, formaður
Félags kvikmyndagerðarmanna,
segir hugmyndir að samkomulagi
enn vera á tillöguformi.
„Kvikmyndagerðarmenn héldu
fund með RÚV þar sem vinnan var
hafin við gerð samkomulags. Nú
verður farið ofan í saumana á
samnings atriðum,“ segir Hjálmtýr
og bætir því við að þetta sé í fyrsta
skipti sem ríkisstjórnin og kvik-
myndabransinn geri heildstætt
samkomulag sín á milli.
„Það hafa áður verið gerðir samn-
ingar um verktakavinnu og verð á
heimildarmyndum, en engir samn-
ingar hafa verið í gildi síðan árið
1992.“
Í þjónustusamningi milli mennta-
málaráðuneytisins og RÚV er
kveðið á um að RÚV eigi að kaupa
verkefni af sjálfstæðum kvikmynda-
framleiðendum fyrir 150 milljónir
á næsta ári. Sú upphæð mun hækka
árið 2011 og verður hún 250 milljón-
ir.
„Það er í krafti þessa samnings
sem við óskum eftir samkomulagi
og við viljum þannig hjálpa RÚV
við að uppfylla þjónustusamning-
inn.“ - eb
Kvikmyndagerðarmenn vilja að RÚV hækki innkaupsverð kvikmynda:
70 prósenta lækkun á þrettán árum
FULLTRÚAR ÍSLANDS Samstarfsverkefnið er aðeins einn þáttur
norrænnar samvinnu lögregluskólanna. Nefna má einnig nem-
endaskipti. Fulltrúar Íslands eru Ólafur Egilsson, lögreglufulltrúi
við Lögregluskólann, og Pétur Berg Matthíasson, stjórnmála-
og stjórnsýslufræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
HJÁLMTÝR
HEIÐDAL Segir
enga samninga
hafa verið í gildi frá
árinu 1992.