Fréttablaðið - 26.11.2007, Qupperneq 16
16 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
Þ
jóðarbúskapurinn hefur verið býsna háspenntur um
nokkurt skeið. Verðfall á hlutabréfum og þar af leið-
andi lækkun á gengi krónunnar hefur snögglega breytt
aðstæðum. Ýmislegt bendir til að fram undan séu lág-
spenntari tímar.
Þau umskipti sem orðið hafa að þessu leyti má fyrst og
fremst rekja til ytri aðstæðna. Með öðrum orðum er það þróun
á erlendum mörkuðum sem hefur svo bein og afgerandi áhrif á
þjóðar búskapinn. Áður fyrr voru það sveiflur á hráefnismörkuðum
með fisk sem virkuðu með þessum hætti. Nú eru það alþjóðlegir
fjármála markaðir.
Athyglisvert er að innlendi markaðurinn virðist ekki að marki
hafa látið undan ströngum aðhaldsaðgerðum Seðlabankans. Áhrifin
koma fyrst og fremst utan að. Þau ætla hins vegar um margt að
verða krappari hér en víða annars staðar. Sveifluhálsar helstu sam-
keppnislandanna eru einfaldlega ekki eins háir og brattir og hér.
Engan veginn verður sagt að þessi breyting sé öll af hinu vonda.
Að einhverju leyti er hún leiðrétting á of háu verði hlutabréfa.
Verði breytingarnar ekki of krappar geta þær á endanum leitt til
betra jafnvægis. Gengi krónunnar hefur verið óraunhæft og veikt
hefðbundnar samkeppnisgreinar.
Þegar fjármálafyrirtækin hætta að sópa til sín öllu hæfileika-
fólki sem þau festa augu á finna vonandi fleiri kröftum sínum við-
nám annars staðar. Það er þörf fyrir fólk með þekkingu og frum-
kvæði víðar.
Þó að ekki sé tilefni til alvarlegrar svartsýni má þó ljóst vera
að flest bendir til að þessar hræringar muni hafa áhrif á allt hag-
kerfið. Þrengri staða fjármálafyrirtækja þýðir minni umsvif. Af
sjálfu leiðir að hagvöxtur minnkar. Það þrengir aftur svigrúm
þeirra sem semja um launabreytingar og eins hinna sem nú eru að
taka ákvarðanir um útgjöld ríkisins á næsta ári.
Ríkissjóður stendur að vísu betur en nokkru sinni fyrr. Hann
er því í sterkri stöðu til þess að mæta lægra spennustigi í þjóðar-
búskapnum. Hætt er hins vegar við að tekjur ríkissjóðs af fjár-
magnsskatti og virðisauka verði minni en áður. Ekki er á vísan að
róa með umframtekjur þessa árs.
Seðlabankinn stendur frammi fyrir vandasömu mati. Hækkandi
skammtíma kostnaðarverðbólga vegna lækkunar á gengi krón-
unnar blasir við. Á hinn bóginn er augljóst að breytingar á fjár-
málamörkuðum eru síður en svo ávísun á eftirspurnarverðbólgu á
næstu mánuðum. Hvernig bregst bankinn við?
Mjúk lending eða hörð eru tískuhugtök í efnahagsumræðu síð-
ustu ára. Það er vissulega mikilvægt að haga hagstjórninni á þann
veg að leiðin niður hagsveifluhálsana sé aflíðandi. Hitt skiptir þó
mestu máli að ferðum hagkerfisins upp á þessa hálsa fækki. Á ein-
földu máli heitir þetta stöðugleikapólitík. Hana þarf að hugsa til
lengri tíma. Þá vaknar spurningin: Má bæta eitthvað í skipulagi
þjóðarbúskaparins í þeim tilgangi að fækka ferðunum upp og niður
sveifluhálsana?
Margt hefur gerst í þeim efnum á liðnum árum. Sá vandi sem
helst er óleystur lýtur að íslensku krónunni. Við sleppum aldrei
með öllu við áhrif af alþjóðlegum sveiflum. Okkar hagsveiflu hálsar
mega hins vegar ekki vera bæði fleiri og hærri en samkeppnis-
landanna. Fyrir þá sök þarf nú að setja strikið fyrir trúverðuga
framtíðarstefnu í peningamálum.
Sveifluhálsar í þjóðarbúskapnum:
Framtíðar strik
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Það var kafli úr endurminning-um Guðna Ágústssonar í
Mogganum í gær þar sem meðal
annars var vikið að átökunum
kringum fjölmiðlafrumvarp
Davíðs Oddssonar sem Ólafur
Ragnar Grímsson synjaði
undirritunar. Þetta var skemmti-
legt aflestrar. Guðni rekur þarna
atburðarás sem þegar er þekkt
að nokkru, nema hjá Guðna
verður allt ljóslifandi og þrungið
heitum og innvirðulegum
tilfinningum. Maður er nánast
eins og staddur í skáldsögu eftir
Jón Trausta eða Torfhildi Hólm.
En Guðni er ekki gærdagsins
maður í íslenskum stjórnmálum
eins og þeir eru sem reyndu að
draga hann með sér í fallinu. Og
honum er náttúrlega í mun að
draga það fram hvernig hann
stóð gegn gerræðistilburðum
Davíðs Oddssonar í þessu máli,
og kom fyrir hann vitinu svo að
Davíð neyddist til að gefast upp
við tilraun sína til að koma á ný á
því ástandi þegar Morgunblaðið
var einrátt á íslenskum blaða-
markaði og Stöð tvö var í eigu
þóknanlegra aðilja.
Sérkennilegur lýðræðisskilningur
Samkvæmt frásögn Guðna var
ásteytingarsteinninn þessi: eftir
að Ólafur Ragnar Grímsson
forseti hafði neitað að skrifa
undir fjölmiðlalögin vildi Davíð
leggja fram ný lög fyrir þingið
með einhverjum breytingum
sem hann taldi að Ólafur Ragnar
myndi fallast á, enda væri hann
orðinn vígmóður eftir átökin.
Halldór Ásgrímsson virtist ekki
hafa aðra stefnu í málinu en að
halda völdum og ákvað að kanna
hvernig Ólafur myndi bregðast
við nýju lagafrumvarpi. Guðni
Ágústsson virðist hafa verið eini
maðurinn í ríkisstjórninni sem
var fær um að eiga orðastað við
forsetann og var sendur til að
„þreifa á honum“. Fékk lamba-
kjöt á diskinn sinn og kom til
baka með þau skilaboð að
forsetinn myndi að sjálfsögðu
ekki skrifa undir ný lög.
Þar með horfðust framsóknar-
menn í augu við að málið var
ónýtt en Davíð brást ókvæða við
og kallaði þá veimiltítur. Sem
sýnir hversu brugðið hinum
orðsnjalla Davíð var því „veimil -
títa“ er nú ekki orð sem kemur
fyrst í huga manns andspænis
svo vörpulegum manni sem
Guðni er.
Jafningi eða gráðug hjú
Allt er þetta gott og blessað. En
það sem óneitanlega vekur
nokkra undrun þegar þessi
frásögn er lesin er að ekki virðist
hafa hvarflað að neinum af
þessum ráðamönnum þjóðarinnar
að fara einfaldlega að lögum og
láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið. Og ekki
virðast þeir heldur hafa áttað sig
á því að forseti Íslands gat ekki
með nokkru móti farið að
undirrita lítillega endurbætt lög
sama efnis án þess að fyrra málið
hefði fengið að hafa sinn lögform-
lega gang.
Allt þetta sýnir „afskaplega
sérkennilegan“ lýðræðisskilning.
Það er ekki að efa að Framsóknar-
flokkurinn hefði bjargað miklu af
sjálfsmynd sinni og reisn í huga
almennings hefði hann krafist
þess að farið yrði að lögum og
þjóðin fengi að kjósa um frum-
varpið – og slitið stjórnarsam-
starfinu ella.
Það var ógæfa framsóknar-
manna að takast ekki að fjarlægja
sig þessum frámunalegu aðförum
gagnvart forsetanum sem
starfaði í einu og öllu samkvæmt
stjórnarskránni sem allt í einu
var talað um sem marklaust
plagg. Það var ógæfa framsóknar-
manna að koma því ekki nógsam-
lega á framfæri við þjóðina að
þetta brölt væri ekki undan
þeirra rótum runnið. Fyrir vikið
birtust þeir þjóðinni sem undir-
lægjur. Gráðug hjú með lykil að
búrinu.
Stundum virðist manni sem það
sé enn ekki runnið upp fyrir
sumum fyrrverandi ráð- uh –
freyjum flokksins hversu
skaðlegt þetta ósjálfstæði var
fyrir ímynd flokksins: þegar
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum
iðnaðarráðfreyja, gagnrýnir
ríkisstjórnarflokkana – og
einkum Samfylkinguna – fyrir að
tala ekki einu máli (máli sjálf-
stæðismanna) í málaflokkum eins
og umhverfismálum virðist hún
ekki átta sig á því að Samfylking-
unni er það einmitt höfuðnauðsyn
að koma fram sem jafningi
Sjálfstæðisflokksins en ekki
tautandi hjú.
Draumurinn hjá Halldóri
Ásgrímssyni og sveinum hans var
eflaust sá að gera úr þessum
gamla stjórnmálaarmi Sambands-
ins voldugan hægri flokk á borð
við Venstre í Danmörku sem var
deyjandi dreifbýlisflokkur þegar
Uffe Elleman Jensen hófst handa
við að breyta honum í harðsnúna
frjálshyggjusveit sem höfðaði til
stöndugra og sérdrægra borgar-
búa. Í staðinn varð Framsókn
flokkur ríkra og sérdrægra
dreifbýlisbúa – kvótagreifanna.
En umfram allt varð flokkurinn í
augum almennings samsafn
manna sem sköruðu eld að sinni
köku í einkavæðingunni.
Guðni Ágústsson hefur ekki
slíka ímynd – um ráðvendni hans
efast enginn. Og fyrir vikið er
hann ekki gærdagsins maður í
íslenskum stjórnmálum heldur
nútímalegur framsóknarmaður
sem ekki er vert að vanmeta –
maðurinn sem kom vitinu fyrir
Davíð.
Guðni og gærdagsins menn
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
UMRÆÐA
Launaleynd
Í Fréttablaðinu í gær lýsir Illugi Gunnars-son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks,
yfir fullum stuðningi við ákvæðið um
afnám skyldu til launaleyndar í jafnréttis-
frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra. Það er gleðiefni.
Illugi virðist hins vegar hafa misskilið
ákvæðið sem hann styður, og telur að eftir
sem áður geti atvinnurekandi samið við starfs-
mann sinn um að leyna launakjörum. Þetta stenst
ekki, enda væri þá til lítils unnið.
Ákvæðið er í 19. grein frumvarpsins og hljóðar
svo: „Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra
frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.“ Þetta er
samhljóða ákvæði í stefnuyfirlýsingu stjórnar-
flokkanna.
Í ákvæðinu felst tvennt. Annarsvegar að enginn
getur meinað starfsmanni að skýra hverjum sem
er frá launakjörum sínum. Hinsvegar að enginn
getur þvingað starfsmann til að skýra frá launa-
kjörum sínum. Í athugasemdum við frumvarpið er
þetta enn skýrara. Hér sé á ferð „það
nýmæli að starfsmönnum skuli ávallt
heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef
þeir kjósa svo“. Ávallt heimilt.
Illugi virðist skilja þetta svo að starfs-
maður megi semja af sér þennan rétt í
ráðningarsamningi eða með sérstökum
öðrum samningi við atvinnurekandann.
Það sé „hluti af samningsfrelsi manna“.
Orðalag 30. greinar frumvarpsins –
samhljóða samsvarandi grein í núgildandi
lögum – tekur af öll tvímæli um þetta. Hún
heitir „Bann við afsali réttar“ og á sér ævaforna
rót í frelsis-, mannréttinda- og kjarabaráttu:
„Óheimilt er að afsala sér þeim réttindum sem
kveðið er á um í lögum þessum.“ Óheimilt.
Ákvæðið í 19. grein um afnám samnings-
bundinnar skyldu til launaleyndar er eitt af
nokkrum mikilvægustu nýmælum jafnréttisfrum-
varpsins. Annaðhvort styður Illugi Gunnarsson
þetta ákvæði í fullri og réttri merkingu eða Illugi
Gunnarsson styður ekki þetta ákvæði, sem komið
er úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins og Samfylkingarinnar frá 23. maí
síðastliðnum. Hér er engin hjáleið.
Illuga skýst um launaleynd
MÖRÐUR
ÁRNASON
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG |
Syndir feðranna
Guðni Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, var einn af fáum
körlum sem tóku þátt í umræðunni
um þingsályktunartillögu til að efla
þátttöku kvenna í sveitarstjórnar-
málum á þingi um daginn.
Guðni komst á gott flug
í stuðningi sínum við
jafnréttið og varð ágætlega
yfirlýsingaglaður, kvað
til að mynda: „Syndir
feðranna koma oft niður á
börnunum. Faðir minn átti
tólf syni, ég engan,“
sagði Guðni og
benti á að hann
byggi við mikið
kvennaríki einn
með konu sinni
og dætrum.
Svín, hreindýr, gæs
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
hefur vakið athygli fyrir auglýsingar á
jólahlaðborði fjölskyldunnar síðustu
daga. Matseðillinn er girnilegur;
gljáður hamborgarhryggur, hrein-
dýrapaté, gæsalifrarpaté, grafinn
lax, síld, kjúklingaleggir og margt
annað. Gárungarnir lyfta brúnum í
undrum og spyfja hvort þarna sé
um heimatilbúna framleiðslu að
ræða því hvað á að halda; svín,
hreindýr, gæs...?
Allir vilja færa
flugvöllinn
Margrét
Sverris-
dóttir,
forseti
borgar-
stjórnar, segir í viðtali við Vefritið.is
að til greina komi að flytja flugvöllinn
til innan borgarmarkanna. „Flugvöllur-
inn verður að vera í Reykjavík. Sú
afstaða mín ræðst umfram allt af
landsbyggðarsjónarmiðum. Nú er
verið að kanna hvort aðstæður séu
með þeim hætti að hann geti
verið á Hólmsheiði.“ Eitt-
hvað hefur þá þurft að
gefa eftir í samstarfinu
við B, S og V-listana. Í
kosningastefnu F-lista
Margrétar stóð einfald-
lega „Flugvöllinn áfram í
Vatnsmýrinni“.
steindor@fretta-
bladid.is
ghs@frettabladid.is
Framsóknarflokkurinn