Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 19

Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þorgerður Aðalgeirsdóttir framhaldsskóla- kennari á sér uppáhaldsstól í uppáhaldshorni. „Stóllinn kemur frá móður minni en hún keypti hann þegar hún hóf búskap um tvítugt. Hún keypti tvo stóla og voru þeir notaðir mikið og eru komnir til ára sinna. Ég fékk annan stólinn og á von á hinum síðar,“ segir Þorgerður sem hefur átt langt samneyti við stólana eða allt frá því hún man eftir sér. Það er því ekki að furða að stóllinn sé í miklu uppáhaldi. „Ég var með mikið af gömlum munum í kringum mig en svo flutti ég úr Norðurmýrinni í Grafarvog- inn og þá keypti ég svolítið af nýrri húsgögnum. Þar sem við fluttum í nýrra hús þá fannst mér ekki passa að vera bara með gamalt dót. Samt fylgir þessi stóll mér alltaf og ég er líka með gamla borðstofustóla þótt borðstofuborðið sé nýtt,“ segir Þorgerður sem þykir erfitt að henda öllu gömlu út þar sem það eru oft uppáhaldshlutirnir. Auk þess þykir henni gaman að blanda saman gömlu og nýju. „Fyrir framan stól- inn er handsaumaður skemill með krosssaumi sem mér áskotnaðist í sumar þegar ég var í Sorpu að henda rusli. Þar hitti ég mann sem var með fallegt sófasett og skemil sem hann var á leið með í Góða hirðinn. Þetta voru húsgögn úr íbúð gamallar konu sem var að flytja og minnka við sig. Ég dauðsé eftir að hafa ekki tekið sófasettið líka,“ segir Þorgerður kímin. Fyrir framan stólinn er töluvert pláss og segir Þorgerður að þar setji börnin hennar tvö oft upp tré- lest og þá er skemillinn notaður sem göng og lestin látin fara í kringum stólinn þannig að uppáhalds- hornið er líka leikvöllur. Þorgerður syngur í Vox Academica undir stjórn Hákons Leifssonar en þar er í nógu að snúast. „Við höldum aðventutónleika í Langholtskirkju 30. nóvember og þar munum við syngja tvö frönsk verk frá tuttugustu öld,“ segir Þorgerður. Verkin eru eftir Poulenc og Honegger og með kórnum verður 50 manna hljómsveit, barnakór og einsöngvarar. Þarna er því kjörið að hefja aðventuna. hrefna@frettabladid.is Gamall og góður félagi HÖFN OG GRÆJUR Fermingargræjurnar eru úti og alls konar nýjungar komnar inn í staðinn. GRÆJUR 4 LÍFLEG LJÓS Breski hönnuðurinn Stuart Haygarth býr til ljósakrónur úr óhefðbundnu hráefni. HEIMILI 2 IPL varanleg, sársaukalítil háreyðing Greifynjan snyrtistofa s. 587 9310 Nematilboð -20% Mánud. Heilnudd Sjáðu úrvalið inná www.verslun.is VERSLUNARTÆKNI VeggrammarSpeglar Simi:5351300 verslun@verslun.is110 ReykjavíkSI A Dragháls 4 Hjólahnallar Handkörfur Kælar & frystarVagnar Kynningaborð Sigma linsur fyrir flestar gerðir myndavéla A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þorgerður lætur fara vel um sig í uppáhaldsstólnum og hugsar sér gott til glóðarinnar að syngja jólaperlur á aðventutónleikum Vox Academica á föstudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.