Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 21

Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 21
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2007 3 Fröken Fix er handverks- markaður á netinu. Þar er um að ræða ómálaðar trévörur, meðal annars til jólaskreytinga. Gestabækur, eldhúsrúllustand- ar, nafnaskilti og dagatala- spjöld eru meðal þess sem fæst í Fröken Fix. Farið er inn á hana á vefslóðinni www.sim- net.is/froken-fix. Allir hlutirnir eru útskornir en ómálaðir og þar kemur handlagni kaupand- ans til sögunnar, eða þess sem hlýtur gripinn. Litir fylgja með og leiðbeiningar. Sérstakar jólavörur með snjókörlum og kerlingum, jóla- sveinum og jólatrjám eru í einni deildinni. - gun Málað á tré Jólatré með seríu sem fæst ómálað en með öllu tilheyrandi. Frábær leið til að fá jólailminn í húsið án þess að vera búinn að baka piparkökurnar. Fyrir þá sem ekki hafa gefið sér tíma til að baka piparkökurnar er til skemmtilegt húsráð til að fylla heimilið af jólailmi á svipstundu. Svolítið af vatni er sett í pott og mandarínubörkur rifinn út í. Þá er kanill og negull settur út í pottinn og soðið í góða stund. Þannig gýs upp þessi fíni ilmur og fyrir þá sem vilja er hægt að nota múskat eða vanillu að auki eftir smekk hvers og eins. Þá er sniðugt að geyma blönd- una í pottinum yfir nótt og kveikja undir að nýju næsta dag til að fá enn meiri jólailm í húsið. - sig Jólailmur í húsið Einfalt er að fá jólailminn í húsið á svipstundu. Sia Home Fashion Laugavegur 86 101 Reykjavík Sími 511 6606 Suma dreymir jólin, en hjá okkur verður hann að veruleika... ...vorum að fá nýjar og vandaðar jólavörur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.