Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 22
[ ]Glymskrattar eru kannski ekki nýjustu græjurnar en þeir eru alltaf flottir og skemmtilega hannaðir. Hægt er að fá nýtískulegri græjur með glymskrattaútlit, en sumir vilja þó bara fá þessa gömlu góðu. Mikið er til af ólíkum hljóm- flutningstækjum en útlit þeirra og notkunarmöguleikar hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Mikil þróun hefur orðið í fram- leiðslu hljómflutningstækja og eru gömlu fermingargræjurnar langt frá því að vera heitar. Segul- bönd eru auðvitað löngu úrelt og geisladiskar eiga á brattann að sækja. iPod-kynslóðin hefur tekið völdin og sé ætlunin að fá sér hljómflutningstæki er iPod og alls kyns fylgihlutir líklega besta fjárfestingin. Það er þó breyti- legt eftir smekk og tækniþekkingu hvað fólk velur og enn er til mikið úrval af hefðbundn- um hljómflutningstækum með geislaspilara, útvarpi og tveimur hátölurum. Tivolitæki og alls kyns svokallaðar iPod-hafnir eru þó með því vinsælasta í dag. „Fólk kaupir orðið mikið af tón- list á netinu sem það hleður inn á iPodana í gegnum tölvuna. Það er líka lítið mál að hlaða inn á þá tónlist af geisladiskum og mun þægilegra að hafa allt á einum stað,“ segir Ásgeir Jónsson, verslunarstjóri Apple-búðar- innar. Hann segir mikið um að fólk vilji losna við fyrirferðar- mikil hljómtæki og fá nettar græjur sem auðvelt er að grípa með í garðinn eða sumarbústað- inn. „Hægt er að kaupa svokall- aðar „dockur“ undir iPodana sem þeim er stungið í og þá eru komnar fyrirtaks græjur,“ segir Ásgeir. Hafnirnar eru til í mis- munandi stærðum og gerðum, með mismiklum hljómgæðum og jafnvel með útvarpi og öðrum möguleikum. Þorsteinn Daníelsson hjá Tivolibúðinni í Ármúla segir að Tivoli-tækin, sem til eru í fjöl- mörgum útgáfum, séu geysivin- sæl og að þau hafi selst í um 40.000 eintökum hér á landi. „Það sem einkennir þessi tæki fyrst og fremst er einfaldleiki og gæði,“ segir Þorsteinn. Tækin er hægt að setja saman á ýmsa vegu og prýða þau margar stofur í land- inu. vera@frettabladid.is Gömlu græjunum skipt út fyrir iPodinn Bose SoundDock Portable er kraftmikil höfn með innbyggðu hleðslubatteríi. Verð 44.990 krónur. Apple-iPodarnir kosta frá 9.990 krónum. Tivoli-geislaspilari, útvarp og fjarstýring. Verð frá 85.500 krónum. iYiYi og sambærilegar iPod-hafnir eru tvímælalaust teknar við af gömlu fermingar- græjunum. Útvarp, klukka og vekjaraklukka eru innbyggð og kostar tækið 42.800 (iPod- inn ekki innifalinn í verði). Gamlir og nýir tímar mætast: Hönnunin er gamaldags en gæðin standast ströngustu nútímakröfur. Stereógræjur sem saman- standa af útvarpseiningu, geislaspilara og hátalara mynda fallega samstæðu í stofuna. Hægt er að tengja MP3-spilara, iPod og bassa við. Verð: 79.600 krónur. Opið: Virka daga kl. 9-18 • Laugardaga 11-16 199.900 160 GB UPPTÖKU DISKUR 42PT85 42” Plasma sjónvarp Upplausn 1024x768 Skerpa 15.000:1 Birtustig 1500 Svartími 0,001 ms 2 Stafrænir sjónvarpsmóttakarar 100Hz Spennandi sjónvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 322. tölublað (26.11.2007)
https://timarit.is/issue/277780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

322. tölublað (26.11.2007)

Aðgerðir: