Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 48
 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Frábært! Með þessum græjum ætti ég að geta fært búðinginn að þessu tré þarna. Ég er orðlaus. Blautur klósettpappír, vatn, munnvatn, fljótandi sápa og smá varasalvi. Bjuggum til grunnfroðu úr venjulegum snyrtivörum. Vá! Hvað gerðuð þið? Þúsund þakkir fyrir það. Þá ertu komin í hártískuna aftur, Sara. Og nú gengur hann um bæinn og sýnir fólki hægðir! Svona getur lífið kúvenst á stuttum tíma! Var hann ekki strætó- bílstjóri? Svona, já!Fyrst Kínverjarnir geta tekið upp eitt hrísgrjón með tveimur pinnum hlýt ég að geta lyft einum litlum skít... Það væri ekki verra ef þú horfð- ir aðeins meira á hárgreiðslustöð- ina. Skottið á mér er frosið. Þá get ég gert dálítið sem ég vanrækt illa síðustu daga. Það er frábært! Systir mín bauðst til að sækja mömmu á flugvöllinn, svo þú þarft þess ekki. Hæ, elskan. Þetta er Jóna.Lárus Karls. Nýjar kóngulóarteg- undir hafa numið land. Þetta eru vondar fréttir fyrir flugur Íslands, sem og vissar manneskjur. Enn verri fréttir bár- ust nýverið frá stór- veldinu Þýskalandi. Þar hafa fundist jarðneskar leifar for- sögulegs sporðdreka sem var lík- ast til um tveir og hálfur metri á lengd. Eflaust var hann líka for- ljótur. Hvílík skelfing! Órökstudd- ur ótti við skordýr og áttfætlur er furðu algengur. Almenningi er enginn greiði gerður með fréttum sem þessum heldur frekar mikill og grimmilegur óleikur. Látum það liggja á milli hluta að útlit er fyrir að risasporðdrekinn hafi átt sinn blómatíma fyrir um það bil 380 milljónum ára. Eða að hann hafi líkast til búið á myrkum botni hafdjúpsins og þar haft þann siðinn á að tæta í sundur bryn- varða fiska með öflugum klónum. Þrátt fyrir að þessar vísindalegu tilgátur bendi sterklega til þess að mannkyninu hafi aldrei nokkurn tímann staðið nokkur einasta ógn af dýrinu slær það engan veginn á þau áhrif sem fréttin hefur á sálar- tetur raggeitarinnar. Hún þarf nú að vakna í svitakófi margar nætur í röð uns hún hefur náð sér af hryllingnum. Það er að sjálfsögðu fréttnæmt þegar ný forsöguleg dýrategund uppgötvast; við höfum enn aðeins brotakennda mynd af lífríki jarðar fyrir tíma mannkyns og hver ný uppgötvun færir okkur þess vegna skrefi nær því að skilja betur sögu hnattarins okkar. En aðgát skal höfð í nærveru sálar. Sjávarsporð- drekinn risavaxni var uppi fyrir óralöngum tíma síðan, en í þessu samhengi ber einnig að benda á að við erum enn langt frá því að þekkja til fullnustu allar þær dýra- tegundir sem búa á hafsbotni í dag. Hver veit hvaða óargadýr hafast þar við? Að lokum vil ég biðja þá lesend- ur sem ekki voru þegar búnir að frétta af uppgötvun sporðdrekans afsökunar á uppljóstruninni. Ég vona innilega að fregnin hafi ekki áhrif á nætursvefn komandi nótta. STUÐ MILLI STRÍÐA 380 milljón ár VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR KAFAR Í HAFDJÚPIN Vinsamlegast hlustið. Ströngu fótaeftirliti hefur verið komið á þar til annað kemur í ljós. Byrjenda- efnafræði, reyndar. Litbrigði galdranna - Terry Pratchett - ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.