Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 50
22 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
menning@frettabladid.is
Einu sinni var dramadrottning í
ríki sínu: Enn af raunum Emblu
Þorvarðardóttur er sjálfstætt
framhald sögunnar Ég er ekki
dramadrottning: Raunir Emblu
Þorvarðardóttur. Eins og titlarnir
bera með sér er um að ræða sögu
af heldur dramatískri stúlku.
Bókin er ætluð unglingsstúlkum
og er í ærslafullum en þó kald-
hæðnum tóni. Í upphafi bókarinn-
ar og aftan á henni er lesandinn til
dæmis hreinlega hvattur til þess
að leggja bókina frá sér.
Bókin hefst með innliti á blogg-
síðu Emblu sem bloggar reglulega
um þær raunir sem hún lendir í.
Sagan sjálf er svo fyrstu persónu
frásögn Emblu af atburðum og
uppákomum sem hún nefnir á
bloggsíðunni. Við og við í bókinni
breytist form frásagnarinnar og
bloggið tekur aftur yfirhöndina.
Blogghluti sögunnar minnir óneit-
anlega á upphaf kaflanna í dag-
bókum Bridget Jones, í tilfelli
Emblu koma fram upplýsingar um
fjölda bóla á nefi og víðar, staða
dramaskjálftamælis sem mælir
dramastöðu á Richter
kvarða, orð dagsins,
sem líklega eiga að
vera hugarsmíð Emblu
eða fróðleiksmoli
dagsins, sem ætíð
flokkast undir fánýt-
an fróðleik. Höfund-
ur hefði gjarnan
mátt tengja meira
þann hluta
bloggsíðunnar
við söguna
sjálfa. Hvers
vegna varð
orð dagsins
til eða hvern-
ig Embla
fékk upp-
lýsingar
um hluti
eins og
heildar-
þyngd
mannkyns.
Framvinda
sögunnar minn-
ir á sápuóperu.
Persónur eru ýktar án þess að
verða farsakendar og hversdags-
legir atburðir tilefni stórvægi-
legra frásagna. Vandamál í ástar-
málum og vandræðalegir foreldrar
helsta efni sögunnar.
Snemma í sögunni kemst Embla
yfir sjálfshjálparbók ætlaða til
þess að hvetja konur til sjálfstæð-
is í lífi sínu. Það er skemmtileg
leið til þess að koma boðskap til
ungra stúlkna fram í bók að láta
söguhetjuna lesa boðskapinn í
annarri bók og reyna á hann. Vin-
konur Emblu eiga drjúgan hlut í
sögunni og koma fram sem les-
endur á bloggsíðunni auk þess að
vera sögupersónur. Blogghlutinn
gefur því höfundi tækifæri á að
láta sögupersónurnar hafa skoðun
á framvindu sögunnar og auk þess
að bæta inn fullkomnum aukaper-
sónum, fólki utan úr bæ sem
skrifar athugasemd á bloggsíðu.
Þetta er möguleiki sem mætti
vel nota meira. Sagan fær fjöl-
breyttan vinkil og skoðanir eða
tungutak sem alls ekki er í
anda sögunnar sjálfrar getur
orðið eðlilegt í þessu skrýtna
samhengi.
Sif Sigmarsdóttir
er ungur höfundur,
alin upp á tíma
almennrar
tölvunotkunar
og sjálf af blogg-
kynslóðinni. Það
er því ekki óeðlilegt
að hún hræri því
tjáningarformi
saman við sögu í
þessum dúr. Einu
sinni var dramadrottn-
ing í ríki sínu er hressileg
saga úr hversdagslífinu
sem er alveg laus við að
glíma við alvöru vanda-
mál. Hildur Heimisdóttir
Dramadrottning snýr aftur
Vísindaskáldsagnagerð í Rússlandi á síðustu
áratugum verður til umræðu á skáldakvöldi
MÍR, Hverfisgötu 105, næstkomandi mið-
vikudagskvöld kl. 20.
Sergei Gúshín, sendiráðsritari Rússlands,
ræðir um þessa sérstöku grein rússneskra
bókmennta og þá sérlega þá tvo sagna-
höfunda sem þekktastir voru á þessu sviði
og vinsælastir í Rússlandi og fyrrverandi
Sovétríkjum, bræðurna Arkadý og Boris
Strúgatský.
Þeir bræður unnu náið saman að ritstörf-
um um áratugaskeið og sendu frá sér sína
fyrstu bók árið 1958; síðan fylgdu bækurn-
ar hver af annarri, sum árin komu út fleiri
en ein. Margar skáldsagna bræðranna voru
þýddar af rússnesku yfir á önnur tungumál
og njóta enn vinsælda víða utan Rúss-
lands, meðal annars í Póllandi, Búlgaríu og
Þýskalandi.
Frægasta verk bræðranna Strúgatský kallast
á íslensku Útiveisla í vegkantinum. Sagan
kom fyrst út árið 1971 og var kveikjan að
kvikmyndinni Stalker frá 1979 í leikstjórn
Andrejs Tarkovskýs. Á þeim sjö árum sem
Tarkovský átti þá eftir ólifuð sendi hann frá
sér tvær kvikmyndir til viðbótar, Fortíðarþrá
og Fórnina.
Á skáldakvöldinu í MÍR verður brugðið
upp atriðum úr Stalker, en þessi torskilda
og umdeilda kvikmynd verður sýnd í heild
sinni í kvikmyndasal MÍR síðar í vetur.
Myndin var á dagskrá sunnudagssýninga
MÍR fyrr í haust, en sýningin féll þá niður
vegna bilunar í tækjum.
Boðið verður upp á kaffiveitingar á skálda-
kvöldi MÍR og því tilvalið fyrir áhugafólk um
rússneskar bókmenntir að kynna sér þessar
forvitnilegu vísindaskáldsögur og þiggja
hressingu í leiðinni.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
- vþ
Vísindaskáldsögur Rússa
Jón Björnsson sálfræðingur
gengur með safngestum um hluta
grunnsýningar Þjóðminjasafnsins
á morgun kl. 12.05. Einnig verður
gengið um sérsýninguna í Boga-
salnum sem kallast Á efsta degi. Á
henni má sjá fjalir með fögrum
myndskurði sem varðveist hafa í
brotum en eru taldar vera úr mik-
illi dómsdagsmynd sem gæti hafa
skreytt Hóladómkirkju á 12. öld. Á
sýningunni er jafnframt gerð til-
raun til að endurgera dómsdags-
myndina samkvæmt tilgátu
Harðar Ágústssonar.
Jón fjallar um hugmyndaheim
eða heimsmynd kaþólsku kirkj-
unnar á ofanverðum miðöldum,
meðal annars með hliðsjón af
dómsdagsmyndum. Hann staldrar
við nokkur dæmi á safninu sem
sýna myndmál þessa heims og vísa
til hans. Jón gengur út frá því að
dómsdagsmyndir hafi á þessum
tíma verið eins konar kennslu-
myndir fyrir almenning, ekki síst
þar sem margir voru ólæsir. Hann
telur að myndir sem þessar hafi
brýnt fyrir fólki rétta hegðun með
því að sýna hvað henti þá sem
breyttu rangt.
Jón veltir því meðal annars fyrir
sér hvernig hafi verið að lifa við
þessa heimsmynd. Hún er ólík því
sem menn eiga að venjast í hinum
flókna hugarheimi nútímans og
virðist fela í sér minna frelsi. Að
sumu leyti var þetta þó einfaldur
hugarheimur með skýrum reglum
og markmiðum og hefur því ef til
vill líka gefið tilfinningu um
öryggi. Jón leggur þó áherslu á að
hann er einungis að tala um hugar-
heim þessa tíma, ekki hin raun-
verulegu lífsskilyrði eða raun-
heiminn.
Leiðsögn Jóns er sú fimmta í
vetur í röðinni Ausið úr visku-
brunnum í Þjóðminjasafni Íslands.
Sérfræðingar innan safns og utan
ganga þá með gestum um safnið,
segja frá sýningum og miðla af
sérþekkingu sinni. Leiðsagnirnar
eru fyrir alla.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á
Þjóðminjasafnið í hádeginu á
morgun og hlusta á þetta áhuga-
verða erindi Jóns Björnssonar sál-
fræðings. - vþ
Hugarheimur kristinna á miðöldum
DÓMSDAGUR Hluti úr dómsdagsmyndinni sem sjá má á Þjóðminjasafninu.
BÓKMENNTIR
Einu sinni var drama-
drottning í ríki sínu
Enn af raunum Emblu
Þorvarðardóttur
Sif Sigmarsdóttir
★★★
Hressileg afþreyingarbók fyrir ungar
stúlkur þar sem höfundur leikur sér
skemmtilega með ritstíl.
ANDREI TARKOVSKY Leikstýrði kvikmyndinni
Stalker árið 1979.
22. nóvember - uppselt
23. nóvember - uppselt
30. nóvember - uppselt
1. desember - uppselt
7. desember - uppselt
8. desember - uppselt
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
SMS
LEIKUR
Vi
nn
in
ga
rv
er
ða
a
fh
en
di
r h
jjá
B
T
Sm
á
SENDU SMS BTC EAFÁ NÚMERIÐ1900OGÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru DVD myndir,varningur tengdur myndinni og margt fleira!
Kemur í verslanir 22. nóvember!
ATH
Tónlistina á Rás 1 í dag. Kl. 16.13 er
Hlaupanótan, kl. 19 eru tónleika-
upptökur frá Bach-hátíðinni í
Anspach á dagskránni, Ingibjörg
Eyþórsdóttir er með þátt sinn,
Afsprengi, um íslenska tónlist kl.
22.15 og síðasti tónlistarþáttur
kvöldsins er Upp og ofan í umsjón
Jóns Ólafssonar. Mikil og vönduð
tónlistardagskrá í mestu gæðum
sem hljóðvarp getur boðið.
BÓKME
NNTIR
Sif
Sigmars
dóttir h
rærir
bloggin
u sama
n við
skemm
tisögu f
yrir ung
a
landa sí
na.