Fréttablaðið - 26.11.2007, Qupperneq 56
28 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Fær fjölskylda þín endurgreiðslu?
Skráðu fjölskylduna á spron.is fyrir áramót
og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs!
FÓTBOLTI Íslendingaliðið West Ham
gerði 1-1 jafntefli við Tottenham í
ensku úrvalsdeildinni í gær á
heimavelli sínum, Upton Park.
West Ham tók forystu í leiknum
á 20. mínútu þegar Carlton Cole
náði að skora eftir slæm mistök
Younes Kaboul, varnarmanns
Tottenham. Kaboul missti boltann
til Luis Boa Morte sem sendi inn
fyrir vörnina á Norberto Solano,
sem í stað þess að skjóta úr upp-
lögðu færi gaf boltann út í teiginn
á Carlton Cole sem skoraði í autt
markið. Tottenham fékk þó sín
færi og þegar fimm mínútur voru
eftir af fyrri hálfleik átti sér stað
umdeilt atvik þegar Tottenham
vildi fá vítaspyrnu. Robert Green,
markvörður West Ham, virtist
fella Robbie Keane en Mike Riley
dómari dæmdi ekki neitt.
Leikmenn Tottenham mættu
ákveðnir til seinni hálfleiks og
Steed Malbranque fékk upplagt
færi til að jafna leikinn strax á 50.
mínútu, en hann skaut framhjá
markinu úr góðu færi. Juande
Ramos, stjóri Tottenham, var ekki
að hika við hlutina heldur, því
stuttu síðar tók hann varnarmann-
inn Kaboul út af og setti sóknar-
manninn Darren Bent inn á í hans
stað. Skiptingin má segja að hafi
borið árangur því Tottenham hélt
áfram að sækja og náði loksins að
jafna leikinn á 66. mínútu með
skallamarki Michael Dawson eftir
aukaspyrnu utan af vinstri kanti.
Liðin skiptust svo á að sækja á
lokakafla leiksins en illa gekk að
nýta færin hjá leikmönnum lið-
anna og allt stefndi í jafntefli.
Í uppbótartíma dró hins vegar
til tíðinda þegar varamaðurinn
Jermain Defoe, leikmaður Totten-
ham, féll í teig West Ham og Mike
Riley dæmdi vítaspyrnu. Defoe,
sem lék áður með West Ham, tók
vítaspyrnuna sjálfur en Robert
Green gerði sér lítið fyrir og varði
vítið. En Green lék sama leikinn
um daginn gegn Portsmouth við
sömu aðstæður. - óþ
West Ham og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í miklum baráttuleik í ensku úrvalsdeildinni á Upton Park í gær:
Green enn á ný bjargvættur West Ham
HETJA OG SKÚRKUR Robert Green átti sök á marki Tottenham, en varði svo víta-
spyrnu í lok leiks. NORDICPHOTOS/GETTY
> Eggert Gunnþór í sviðsljósinu
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts í skosku
deildinni, hefur vakið mikla athygli
undanfarið fyrir góða spilamennsku.
Í gær birtist viðtal við Eggert á opin-
berri heimasíðu skoska liðsins og þar
kvaðst Eggert vera ánægður með að
hafa fengið tækifæri með A-landsliði
Íslands. „Þetta var góð reynsla fyrir
mig og mikill heiður og ég vona að
ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu
á næstunni,“ sagði hinn bráðefnilegi
Eggert Gunnþór, sem var á sínum
stað í byrjunarliði Hearts í 1-1
jafnteflis leik gegn Gretna í gær.
HK tapaði 36-24 gegn danska liðinu FCK frá Kaupmanna-
höfn í Evrópukeppni félagsliða í handbolta í Kaup-
mannahöfn í gærdag og er því úr leik í keppninni.
„Ég er náttúrlega frekar svekktur með úrslitin, en
tölurnar segja nú ekki allan sannleikann og við
vorum lengi vel inni í leiknum,“ sagði Gunnar
Magnússon, aðstoðarþjálfari HK, í viðtali við
Fréttablaðið eftir leikinn í gær.
„Það var í raun einn maður sem gerði
algjörlega út af við okkur í leiknum og það
var markvörður FCK, Steiner Ege, sem varði í kringum
þrjátíu skot og þar af sex vítaskot og fjölmörg dauða-
færi. FCK er náttúrlega frábært lið og við mættum því
ágætlega í svona fjörutíu mínútur og svo gáfumst við
bara upp og ég varð fyrir vonbrigðum með það,“ sagði
Gunnar en kvaðst þó stoltur af liði HK.
„Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir ungt lið eins
og okkur og klúbburinn má vera stoltur af leikmönn-
um liðsins fyrir framgöngu sína í Evrópukeppninni.
Þetta er nokkuð sem við byggjum á og við ætlum okkur að taka
þátt í keppninni aftur við fyrsta tækifæri,“ sagði Gunnar og hrósaði
jafnframt frábærum stuðningi sem HK fékk í leiknum.
„Stuðningsmannahópur HK, Binnamenn, klikkar ekki og þeir sem
og aðrir aðstandendur HK ytra fjölmenntu á leikinn og sungu í
60 mínútur og sköpuðu ótrúlega stemningu. Ég hef aldrei
áður séð annan eins stuðning hjá útiliði í Evrópukeppn-
inni og það var mikill sómi að þessu og skemmtileg
upplifun fyrir mig og alla tengda HK-liðinu,“ sagði
Gunnar ánægður.
Augustas Strazdas var atkvæðamestur hjá
HK með fimm mörk, Ólafur Bjarki Ragnarsson,
Gunnar Steinn Jónsson og Sergey Petraytis skor-
uðu fjögur mörk hver og Egidijus Petkevicius varði
15 skot í markinu. Íslendingurinn í liði FCK, Arnór
Atlason, skoraði eitt mark fyrir Kaupmannahafnar-
liðið en það var eins og áður sagði markvörður liðsins
sem stal senunni að þessu sinni.
GUNNAR MAGNÚSSON, AÐSTOÐARÞJÁLFARI HK: ER STOLTUR AF HK-LIÐINU ÞRÁTT FYRIR STÓRT TAP GEGN FCK Í GÆR
Binnamenn sköpuðu alveg ótrúlega stemningu
FÓTBOLTI Dregið var í gær í riðla
fyrir undankeppni Heimsmeist-
aramótsins í fótbolta sem fram fer
í Suður-Afríku árið 2010 og lentu
Íslendingar í níunda riðli ásamt
Hollandi, Skotlandi, Noregi og
Makedóníu. Þetta er eini fimm liða
riðillinn í undankeppninni.
Ólafur Jóhannesson, landsliðs-
þjálfari Íslands, var viðstaddur
dráttinn í gær, sem fram fór í
Durban í Suður-Afríku, ásamt
þeim Geir Þorsteinssyni formanni
og Þóri Hákonarsyni, fram-
kvæmdastjóra Knattspyrnusam-
bands Íslands, og voru þeir að
mestu leyti sáttir með riðil
Íslands.
„Fyrstu viðbrögð mín eru að ég
er mjög sáttur með niðurstöðuna
og þetta eru flottar þjóðir sem við
eigum eftir að spila á móti,“ sagði
Geir í samtali við Fréttablaðið í
gær.
„Þetta eru vissulega allt mjög
sterkar þjóðir en ég held samt að
við eigum ágæta möguleika á móti
þeim öllum og þá vitaskuld sér-
staklega á heimavelli. Þetta er því
sannarlega glæsilegt verkefni
fyrir íslenska landsliðið, það er
engin spurning,“ sagði Geir og
Ólafur tók í sama streng.
„Hollendingar eru náttúrlega
frábær knattspyrnuþjóð og það
verður gaman að mæta þeim,
Skotar spiluðu vel í undankeppni
Evrópukeppninnar og voru
óheppnir að komast ekki áfram,
en Ísland hefur tekið stig á móti
þeim í undankeppnum áður og það
er kostur. Norðmenn eru okkur
auðvitað að góðu kunnir og þeir
eru alltaf erfiðir. Ég verð nú bara
að játa að ég þekki ekki mikið til
Makedóníu, en við höfum oftast
lent í miklum erfiðleikum með
austantjaldsþjóðirnar þannig að
þeir verða væntanlega mjög
hættulegir,“ sagði Ólafur en
kvaðst þó ósáttur með að hafa lent
í eina fimm liða riðlinum í undan-
keppninni.
„Það hefði auðvitað verið betra
að vera í sex liða riðli og fá fleiri
leiki til að spila og því ljóst að við
verðum að sætta okkur við að spila
æfingarleiki þegar það verður
okkar hlutskipti að sitja hjá í riðl-
inum. Að sama skapi hefði auðvit-
að verið betra að fá lið úr neðsta
styrkleikaflokknum með í riðilinn
af augljósum ástæðum, en við
getum svo sem ekkert verið að
kvarta. Á móti kemur að flest
löndin í riðlinum okkar eru tiltölu-
lega nálægt okkur sem ætti að
bjóða upp á þægileg ferðalög og
það er vissulega kostur,“ sagði
Ólafur að lokum.
omar@frettabladid.is
Glæsilegt verkefni fyrir landsliðið
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, voru viðstaddir drátt fyrir undan-
keppni Heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku árið 2010 í gær. Þeir félagar voru að mestu leyti ánægðir með
riðilinn sem Ísland dróst í, 9. riðil, en hefðu þó vitanlega frekar kosið að vera í sex landa riðli.
SÁTTIR Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eru
spenntir fyrir komandi verkefnum hjá íslenska landsliðinu sem spilar í níunda riðli í
undankeppni HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UNDANKEPPNI HM 2010
Riðill 9:
Holland
Skotland
Noregur
Makedónía
Ísland
FÓTBOLTI Pétur Pétursson,
aðstoðarþjálfari landsliðsins, var
viðstaddur beina útsendingu
Sjónvarpsins frá drættinum í
Durban í Suður-Afríku í gær og
var virkilega sáttur með niður-
stöðuna þegar Fréttablaðið tók
tali af honum í gær.
„Þetta er náttúrlega hörkuriðill,
en það eru ýmsir möguleikar í
stöðunni,“ sagði Pétur og ítrekaði
að það hentaði Íslandi til að
mynda vel að spila á móti bæði
Skotum og Norðmönnum.
„Þetta eru skemmtileg og sterk
lið, en Skotar hafa til að mynda
verið að spila 4-4-2 leikkerfið og
það hentar okkur einhvern veginn
ágætlega að mæta þeim. Það
sama má segja um Norðmenn, að
það hentar okkur vel að spila á
móti þeim, sérstaklega saman-
borið við frændur okkar Dani og
Svía. Við fengum Makedóníu en
ég held að menn séu almennt
sáttir með að sleppa við lið eins
og Króatíu, Rússland og fleiri
þjóðir í Austur-Evrópu sem hafa
reynst okkur erfiðar í gegnum
árin,“ sagði Pétur, sem var
sérstaklega sáttur með að Ísland
lenti með Hollandi í riðli.
„Ég var búinn að segja Óla að
við myndum fá Hollendinga og
það var draumaliðið mitt verð ég
að játa, þó svo að flestir Íslend-
ingar hafi líklega viljað fá
Englendinga. Skemmtilegast
hefði auðvitað verið að fá bæði
liðin. Ég var náttúrlega atvinnu-
maður með Feyenoord í hollensku
deildinni og hef því fylgst vel
með hollenskum fótbolta og það
verður frábært að koma aftur á
gamla heimavöllinn í Rotterdam
þar sem Hollendingar spila
heimaleiki sína,“ sagði Pétur. - óþ
Pétur Pétursson:
Frábært að fá
Hollendinga
SÁTTUR Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari
landsliðsins, var sérstaklega sáttur með
að Ísland lenti í riðli með Hollendingum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON