Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 58
30 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
FÓTBOLTI Rafa Benitez, stjóri
Liverpool, vandar eigendum
Liverpool ekki kveðjurnar.
„Eigendurnir skilja ekki að það
er of seint að fara að hugsa um
leikmannamál í lok desember og
ég sagði aldrei að við þyrftum að
eyða peningum, því það eru líka
til samningslausir menn.“
Enska slúðurblaðið News of the
World fullyrti í gær að Benitez
yrði rekinn fljótlega og José
Mourinho myndi taka við liðinu,
en blaðið hefur hingað til ekki
þótt mjög áreiðanlegt í frétta-
flutningi sínum um enska
boltann. - óþ
Rafa Benitez, stjóri Liverpool:
Svarar fyrir sigKÖRFUBOLTI Leikið var í NBA-
deildinni í fyrrinótt og helst ber
að nefna að Boston Celtics vann
sinn ellefta leik af tólf gegn
Charlotte Bobcats, 96-95, og New
York Knicks náði langþráðum
sigri, 85-78, gegn Chicago Bulls.
New York Knicks var búið að
tapa átta leikjum í röð og því var
sigurinn gegn Chicago Bulls
kærkominn, ekki síst fyrir
þjálfara Knicks, Isiah Thomas,
sem talinn er standa tæpt í starfi.
„Í New York ertu annaðhvort
dauður eða lifandi, eftir því hvort
þú vinnur eða tapar leik, og eftir
þennan leik erum við á lífi og
njótum hylli,“ sagði Thomas í
leikslok. - óþ
NBA-deildin í körfubolta:
Knicks sigraði
LOKSINS SIGUR Isiah Thomas, þjálfari
New York Knicks, tórir enn í starfi eftir
langþráðan sigur í fyrrinótt.
NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Tyrkneska liðið Tur Il
Özel Idare var enn minni mótstaða
fyrir Fram í gærdag þegar seinni
leikur liðanna fór fram í EHF-
áskorendakeppninni í handbolta.
Lokatölur í gær voru 36-20 og sam-
anlagt komst Fram auðveldlega
áfram, 65-45.
Özel Idare komst gjörsamlega
ekkert áfram gegn sterkri vörn
Fram sem gerði Magnúsi Erlends-
syni lífið auðvelt í markinu en
hann varði nánast allt sem á ramm-
ann kom í fyrri hálfleik. Tyrkirnir
höfðu aðeins skorað þrjú mörk á
fyrstu tuttugu mínútunum og
skoruðu einungis sex í fyrri hálf-
leik sem Framarar leiddu, 15-6.
Yfirburðir Fram héldu áfram í
seinni hálfleik þó að Özel gengi
aðeins betur að skora. Getumun-
urinn var þó algjör og áttu Fram-
arar auðvelt með að skora og
keyrðu yfir gestina með fjölmörg-
um hraðaupphlaupum.
Tyrkneska liðið brást engum
sem hafði búist við að það myndi
láta mótlætið fara í taugarnar á
sér. Einn leikmanna þess fékk
rautt spjald fyrir gróft brot og
þjálfarinn gerði lítið annað en að
tuða í dómurum, eftirlitsmönnum
og meira að segja varamannabekk
Fram. Þegar Framarar höfðu lokið
sér af með glæsilegu sirkusmarki
í lokin varð sextán marka sigur
niðurstaðan, 36-20.
Ferenc Antal Buday, þjálfari
Fram, var sáttari við leik sinna
manna í gær heldur en fyrradag.
„Við héldum fund eftir fyrri
leikinn þar sem mér fannst við
ekki spila nægilega vel þar. Það
var mikilvægt fyrir okkur að
halda einbeitingu sem við gerðum
og ég var sérstaklega ánægður
með fyrri hálfleikinn hjá okkur í
þessum leik,“ sagði Ferenc, sem
er ekki farinn að spá mikið í næstu
mótherja.
„Ég veit að það er eitt gott rúm-
enskt lið komið áfram og eitt
austur rískt. Það er samt langt í
næstu umferð þannig að ég tek á
því þegar þar að kemur,“ sagði
Ferenc að lokum. - tom
Tyrkirnir engin fyrirstaða
Fram vann Tur Il Özel Idare 36-20 í seinni leik liðanna í EHF-áskorendakeppni
Evrópu í Safamýrinni í gær og komst því örugglega áfram í sextán liða úrslit.
HARÐFYLGI Filip Kliszvzyk, leikmaður Fram, nær hér að brjóta sér leið í gegnum vörn
Tyrkjanna í leiknum í gær, en Filip átti fínan leik og skoraði fjögur mörk úr fimm
skottilraunum í öruggum sigri Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
FÓTBOLTI Fulham og Blackburn
skildu jöfn, 2-2, í ensku úrvals-
deildinni. Staðan í hálfleik var 0-0
en í seinni hálfleik komu mörkin.
Danny Murphy kom heima-
mönnum í Fulham yfir úr víti í
byrjun seinni hálfleiks, en Brett
Emerton jafnaði fyrir gestina
stuttu síðar. Diomansy Kamara
kom Fulham yfir á nýjan leik, en
Blackburn jafnaði á nýjan leik
með marki Stephen Warnock
þegar tíu mínútur lifðu leiks og
þar við sat. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Markaveisla