Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 26. nóvember, 330. dagur ársins. 10.30 13.15 16.00 10.34 13.00 15.24 Á Mörlandi er athyglisvert stjórnarfar. Þar fer minni- hlutahópur Totta með völdin og peningana og hefur gert það svo lengi sem elstu menn muna. Yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna er Hottar en þeir hafa ekki náð að sameinast vegna illskeyttrar deilu um hvort róttækara sé að vera með græn bindi eða rauð í sjón- varpi og hvort allt tal um fína styrki hjá Evrópusambandinu sé auglýsingabrella. Einstakir Hotta- hópar, einkum Fjósahottarnir, eru illa þokkaðir fyrir að hafa látið Tottana nota sig til að halda völd- um í skiptum fyrir afnot af ráð- herrastólum, ráðherrabílum og 300 flugmiðum á Saga Class. Nú eru Fjósahottar í útrýmingar- hættu og Hottafylkingin búin að hrifsa til sín stólana og flugmið- ana. HOTTAR OG TOTTAR nota ekki sama gjaldmiðil. Hottarnir vinna ýmsa vinnu en Tottarnir vinna við að totta Hottana. Tottarnir reikna totttekjur í evrum, en Hottarnir skuldir sínar í íslenskum krónum sem eru leifar af gjaldmiðli frá lokum nýlendutímans. Til að sann- færa Hottana um yfirskilvitlegt gildi krónunnar hefur verið fund- in upp trúarleg vísitölutrygging sem felst í því að skuldir vaxa í stað þess að lækka við afborganir. Með þessu móti gerist það krafta- verk að Hottarnir borga sama lánið allt að sex sinnum ef þeir lifa nógu lengi, og leitun er á jafn dá samlegu kraftaverki í veraldar- sögunni. TOTTARNIR EIGA ALLT á Mör- landi nema húsnæðið Hottanna. Það eiga bankarnir. Bankar eru mjaltavélar sem Tottarnir nota til að totta Hottana. Í hvert sinn sem Hotti bregður kreditkorti á loft er hann tottaður. Í hvert sinn sem hann fær sendan reikning er hann tottaður fyrir að fá að vita hvað hann á að borga. Fleiri tott-mask- ínur eru að sjálfsögðu í gangi til að hámarka nytina úr Hottunum. Þótt mjaltatíminn sé langur finnst mörgum Hottum ekki slæmt að láta totta sig. Þeir fá að horfa á sjónvarp eftir mjaltir og panta sér pitsu og skvetta í sig um helgar. AÐSKILNAÐARSTEFNA eða apartheid þekkist ekki á Mörlandi. Þar eru allir jafnir. Hottarnir þekkja ekkert annað en að láta Tottana totta sig, enda er það vafa- mál hvort beljur í nútímafjósum búi við betra atlæti og lífskjör en Hottarnir – og ekki hafa þær kosn- ingarétt. Hottar og tottar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.