Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 2
2 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR TRYGGINGAMÁL Verulegur aftur- kippur er kominn í áform verka- lýðshreyfingarinnar um nýjan áfallatryggingasjóð og eru minni líkur á því að samið verði um hann í samningaviðræðunum sem nú fara í hönd. Ýmislegt bendir til þess að látið verði nægja að ganga frá bókun um markmið til næstu ára. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að hörð gagnrýni hafi komið fram frá líf- eyrissjóðakerfinu, Öryrkjabanda- laginu og félagsmálaráðherra auk þess sem tryggingastærðfræðing- ar hafi ekki veitt jákvæða umsögn. Skiptar skoðanir hafi verið innan verkalýðshreyfingarinnar þó að stuðningur hafi farið vaxandi. Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun en sjóðurinn hafi þó ekki verið afskrifaður ennþá. Gylfi segir að óvissa og ágrein- ingur hafi verið um framlag líf- eyrissjóðanna í nýtt áfallatrygg- ingakerfi. Upprunalega hafi það verið tillaga lífeyrissjóðanna að lækka iðgjöld um hálft prósent og láta upphæðina renna í hinn nýja áfallatryggingasjóð. Sam- þykkt hafi verið að ganga ekki lengra að sinni. „Engu að síður hafa lífeyrissjóðirnir verið ósátt- ir við þetta, sérstaklega þeir sem hafa minnstu örorkubyrðina, Líf- eyrissjóður verslunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóðurinn Stafir,“ segir Gylfi. Miklar efasemdir hafi verið af hálfu verslunarmanna um fjár- mögnunina og hvort gengið sé of langt í fyrsta skrefi. Þá hafi verið hörð gagnrýni af hálfu Öryrkja- bandalags Íslands. Gylfi segir að félagsmálaráðherra hafi tekið undir þann málflutning og sagst ekki vilja stuðla að tvöföldu kerfi. „Við botnum ekki í því hvað átt er við,“ segir Gylfi. „Ráðherra virðist ekki átta sig á því að einstaklingurinn öðlast engin réttindi í almannatrygg- ingakerfinu fyrr en hann er búinn að klára rétt sinn hjá atvinnurek- anda og í sjúkrasjóði. Ef hann á ekki slíkan rétt þá fær hann strax rétt hjá almannatryggingum. Þetta þýðir að fólk í stéttarfélög- um nýtur minni réttinda hjá rík- inu en fólk utan stéttarfélaga,“ segir Gylfi og bætir við: „Ef ráð- herra er á móti áfallatrygginga- kerfinu þá er hann kannski með aðra breytingu í bígerð.“ Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir að málið sé á borði samn- ingsaðila. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra í gær. ghs@frettabladid.is - Áfallatryggingar taka til trygginga vegna veikinda, slysa og örorku. - Núverandi fyrirkomulag áfallatrygginga byggir á tiltölulega löngum veikinda- rétti hjá vinnuveitanda, síðan tekur við bótatímabil hjá sjúkrasjóði verkalýðsfélags og að síðustu örorkukerfið þar sem lífeyrissjóður og almannatryggingar koma að málum. - Áfallatryggingasjóður á að sjá um grunn framfærslu- greiðslur, stýra þjónustu og greiða kostnað við hana. - Sá sem fyrir áfalli verður mun á 5 ára tímabili njóta framfærslugreiðslna og þjón- ustu áfallatryggingasjóðs og sjúkrasjóða en sé viðkomandi varanlega utan vinnumark- aðar að því tímabili loknu taka almannatryggingar og lífeyrissjóðir við eins og nú. Jón Kristinn, er hægt að fá hana á léttgreiðslum? „Sem gamall svifflugmaður get ég sagt: „Glider pilots do it quietly.“ Vafi lék á hver ætti að borga svifflugu sem borgarstjóri afhenti talsmanni Friðarstofnunar Reykjavíkur. Jón Kristinn Snæhólm var aðstoðarmaður þáverandi borgarstjóra. SVEITARSTJÓRNIR Tólf metra langt jólatré er nú á leið frá Drammen í Noregi til Stykkishólms. Þetta er í 42. skipti sem Drammen sendir vinabæ sínum á Íslandi grenitré fyrir jólin. Á heimasíðu Drammen kemur fram að tréð hafi verið fellt með viðhöfn 19. nóvember. Þá voru líka höggvin nokkur tré fyrir bæinn sjálfan og eitt fyrir borg- ina Kiel í þýskalandi sem einnig er í vinabæjasambandi við Drammen. „Þetta kalla ég jólatrjáadipl- ómatíu,“ segir Tore Opdal Hans- en á heimasíðu Drammen. „Það er notalegur siður að senda jóla- tré til Íslands og Þýskalands. Og það er líka gott að vita til þess að trén úr Drammensfoldu mun brátt gleðja stóra og smáa á torgi Stykkishólms og Kiel.“ Von er á Drammen-trénu til Stykkishólms í byrjun desember. - gar Stóra jólatréð frá Drammen á leiðinni til vinabæjarins Stykkishólms: Notalegur siður segja Norðmenn JÓLATRÉÐ FRÁ DRAMMEN Stykkishólmur mun brátt skarta glæsilegu jólatré frá vinabænum Drammen. MYND/DRAMMEN ÓMISSANDI OG AÐGENGILEG! Aðgengileg uppflettibók með skýringum á því hvernig þú getur túlkað vísbendingar um fortíð þína, nútíð og framtíð í því sem fyrir ber í vöku og draumi. Eftir S ímon Jón Jó hanns son höfun d Stór u draum aráðn inga- bókar innar! SLYS Bílvelta varð á Reykjanes- braut við Kaplakrika í Hafnar- firði um níuleytið í gærmorgun. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður vörubíls sem hugðist skipta um akrein ók ökutæki sínu utan í fólksbíl sem ók við hliðina. Við það snerist fólksbíllinn og valt. Tækjabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang þar sem tilkynning barst um að ökumaður væri fastur í bíl sínum eftir veltuna, en hann var einn í bílnum. Svo reyndist ekki vera en ökumaður var fluttur á slysadeild Landspít- alans með minni háttar meiðsli. - æþe Bílvelta á Reykjanesbraut: Snerist og valt eftir árekstur TÆKNI Tölvufyrirtæki á Hornafirði hyggst bjóða upp á þráðlausar nettengingar á Mýrum og hluta Nesja og Suðursveitar innan tíðar. Stefnt er því að þjónustan verði tilbúin um miðjan desember. Um nýjustu kynslóð þráðlausra dreifineta er að ræða, svokallaða WiMax tækni. Þetta er sú tækni sem Fjarskiptasjóður telur æskilega, en gerir þó ekki kröfur um sökum kostnaðar. Gert er ráð fyrir að mánaðar- áskrift að almennri tengingu verði um átta þúsund krónur fyrir tveggja megabita tengingu. - æþe Þráðlaust alnet í sveitir: Samband kom- ið á í desember HOLLAND, AP Hollenskir gagn- fræðaskólanemendur lentu í átökum við óeirðalögreglu í Amsterdam í gær þegar þeir mótmæltu fyrirskipun stjórnvalda um að lengri tíma skyldi varið í kennslustofum. Lögregla beitti vatnsþrýstislöng- um gegn hópi nemenda sem grýttu steinum, eplum og flöskum í lögregluna. Fimmtán voru handteknir og tveir lögreglumenn slösuðust lítillega. - sdg Átök lögreglu og nemenda: Lengri skóla- setu mótmælt MÓTMÆLENDUR Lögregla greip til þess að sprauta á mótmælendur úr vatns- þrýstislöngum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Sameiginleg yfir- lýsing sem fulltrúar Ísraels og Palestínu hafa unnið árangurs- laust að mánuðum saman virtist vera í sjónmáli í gær, degi fyrir alþjóðlega ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum sem fram fer í Annapolis og Washington í Banda- ríkjunum. Væntingar um árangur á ráðstefnunni eru þó minni en lagt var upp með í byrjun. „Við komumst að samkomulagi um skjalið í dag eða á morgun,“ sagði Yasser Abed Rabbo, hátt- settur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í samtali við AP fréttastofuna í gær. Sagði hann Bandaríkjamenn leggja hart að báðum aðilum að ná lendingu svo að hægt yrði að leggja yfirlýs- inguna fram á ráðstefnunni. Viðræður um yfirlýsinguna hafa strandað á ósk Palestínumanna um að í henni felist lokamarkmið um landamæri, yfirráð yfir Jerús- alem og örlög palestínskra flótta- manna Ísraelsmenn hafa viljað óljós- ara orðalag um skuldbindingu við friðsamlega sambúð tveggja ríkja hlið við hlið. Þeir hafa þó lofað því að semja um umdeildu málin í formlegum viðræðum sem eiga að fylgja í kjölfar ráðstefnunnar. Mikið er lagt upp úr stuðningi utanaðkomandi aðila við fyrirhug- aðar viðræður og þykir stuðning- ur Arababandalagsins við ráð- stefnuna mjög mikilvægur, þó hann hafi komið treglega til. - sdg Útlit fyrir sátt um sameiginlega yfirlýsingu Ísraels og Palestínu á elleftu stundu: Friðarráðstefna hefst í dag FUNDUR LEIÐTOGA Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hittust á fundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Minnkandi líkur á áfallatryggingasjóði Afturkippur er kominn í áform verkalýðshreyfingarinnar um nýjan áfalla- tryggingasjóð. Framkvæmdastjóri ASÍ segir ekki skrítið að efasemdir komi upp þegar hugmyndirnar fái gagnrýni lífeyrissjóðakerfisins, öryrkja og ráðherra. NÝTT FYRIRKOMULAG ÁFALLATRYGGINGA ÓSÆTTI „Engu að síður hafa lífeyrissjóðirnir verið ósáttir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ. Liðlega 32 prósentum ýsuaflans og um tæplega 27 prósentum þorskafl- ans var landað óslægðum á síðasta fiskveiðiári. Af ýsu var mestu landað óslægðu í Sandgerði, Ólafsvík, Skaga- strönd og Bolungarvík. Af þorski var mestu landað óslægðu í Sandgerði, Ólafsvík, Hornafirði og Bolungarvík. SJÁVARÚTVEGUR Þriðjungi ýsu landað óslægðri FJÖLMIÐLAR Siðanefnd Blaðamanna- félags Íslands hefur úrskurðað að blaðamenn megi tjá sínar persónu- legu skoðanir á bloggsíðum. Með þessu vísar félagið frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcans, á hendur blaðamanninum Þórði Snæ Júlíussyni, vegna skrifa á bloggsíðu, sem margir einstakl- ingar munu sjá um. Nafn Þórðar var ekki tengt skrifunum, sem sögðu Rannveigu meðal annars „daðra við að vera þroskaheft“. Siðanefndin segir að blaðamenn beri vissulega ábyrgð á skoðunum sínum, en þær tengist ekki endilega blaðamennskunni. - kóþ Kæru Rannveigar vísað frá: Blaðamenn mega tjá sig Starengi græði á félagskerfi Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi óttast að verktakafyrirtækið Star- engi sé að reyna að stinga afslætti af opinberum gjöldum í eigin vasa. Það hafi fengið afsláttinn til að reisa námsmannaíbúðir en ætli nú að selja þær á fullu verði til ríkisins. REYKJAVÍK Út er komið ritið Silfur hafsins – Gull Íslands – Síldarsaga Íslendinga. Sagan er þrjú bindi í veglegri öskju, 1.104 blaðsíður í stóru broti með um 800 myndum og teikningum. Í verkinu er rakin saga síldveiða og -vinnslu frá fyrstu tíð. BÓKMENNTIR Síldarsaga komin út SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.