Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 4

Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 4
4 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR PAKISTAN, AP Nawaz Sharif og Benazir Bhutto, sem bæði eru fyrrverandi forsætisráðherrar í Pakistan, skráðu í gær framboð sitt til þingkosninga í janúar. Bæði höfðu þau hótað því að taka ekki þátt í kosningunum, og Sharif ítrekaði í gær að þótt hann hefði skráð sig í framboð gætu stjórnarandstæð- ingar enn tekið höndum saman og hunsað kosning- arnar, segði Pervez Musharraf forseti ekki af sér. Sharaf ítrekaði jafnframt að jafnvel þótt hann sigraði í kosningunum myndi hann ekki verða forsætisráðherra yrði Musharraf áfram forseti. Talsmaður Musharrafs sagði í gær að forsetinn myndi líklega á fimmtudag segja af sér sem æðsti yfirmaður hersins. - gb Bhutto og Sharif í Pakistan Hafa skráð sig í þingframboð BENAZIR BHUTTO GENGIÐ 26.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,0745 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,2 62,5 128,71 129,33 92,4 92,92 12,393 12,465 11,536 11,604 9,957 10,015 0,573 0,576 99,32 99,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAMGÖNGUR British Airways hættir áætlunarflugi milli Keflavíkur og London þegar vetraráætlun félagsins á flugleið- inni lýkur 28. mars á næsta ári. Í tilkynningu frá British Airways er það haft eftir Peter Rasmussen, viðskiptastjóra flugfélagsins fyrir Skandinavíu og Ísland, að áætlunarflugið milli landanna sem staðið hefur frá því í lok mars 2006 hafi ekki verið nógu ábatasamt. Þeim sem eiga bókað flug með British Airways til og frá Keflavík eftir 28. mars 2008 verður boðin breyting á bókun eða full endur- greiðsla. - gar British Airways: Íslandsflugið er ekki ábatasamt LÖGREGLUMÁL Sendibifreið fauk af hringveginum og valt tvær veltur undir Hafnarfjalli um klukkan fjögur í fyrrinótt. Bílstjórinn komst sjálfur út úr bifreiðinni og kom annar vegfarandi honum til hjálpar. Hann var sendur á Sjúkrahúsið á Akranesi en var útskrifaður síðar um daginn. Mikið hvassviðri var á svæðinu og náðu vindhviður yfir 50 metra á sekúndu að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Eftir velturnar tvær endaði bíllinn á hliðinni en þegar lögregla kom að honum öðru sinni hafði vindurinn feykt honum á hjólin aftur. Fjölmargir bílstjórar á leið til Reykjavíkur tóku því þann kostinn að bíða í Borgarnesi uns veður lægði og mátti því sjá fjölda flutningabíla við Borgar- fjarðarbrú og á bílaplaninu við Hyrnuna á meðan bílstjórar leituðu lags. - jse Fárviðri á Vesturlandi: Sendibíll valt við Hafnarfjall ILLA ÚTLEIKIN Í ROKINU Bifreiðin var á hliðinni þegar bílstjórinn slapp út en skömmu síðar hafði vindhviða skellt henni aftur á hjólin. LANDBÚNAÐUR Sigurður Haukur Jónsson, bóndi í Skollagróf í Hrunamannahreppi, bíður nú átekta eftir að riða greindist á bænum. Sigurður á um 300 kindur séu lömbin talin með og til stendur að farga þeim. „Þetta er vissulega áfall en maður tekur þessu eins og öðru sem á manni dynur. Þetta er erfitt og við erum búin að vera með þennan bústofn lengi. Ég hef átt kindur hér frá því ég man eftir mér. Það stendur til að skera niður fé en það er svo sem ekki búið að tilkynna okkur mikið annað en að þetta hafi greinst,“ segir Sigurður. Enn hefur ekki fundist staður til að farga kindunum og því ekki vitað hvenær það verður gert. Þá er ekki vitað hvenær svæðið verðu sótthreinsað. Eftir að svæðið verður sótthreinsað er bannað að halda þar fé næstu tvö árin og setur það óneitanlega strik í reikninginn í búskap Sigurðar og fjölskyldu. Sigurður hefur búið í Skollagróf frá fæðingu og tók við búi af foreldrum sínum. „Við eigum eftir að átta okkur á hlutunum og hvað við þurfum að gera í sambandi við hreinsun og sótthreinsun, til dæmis hvort við þurfum að rífa fjárhúsin og svo framvegis. Við erum svo sem ekki farin að hugsa þetta til framtíðar enn þá en ætlum þó að halda áfram búskap. Við erum með kýr og hross sem eru okkar aðalbúgrein,“ segir Sigurður. Þegar riða kemur upp á bæjum er ríkið skyldugt til að greiða bætur en þetta hefur þó alltaf áhrif á búskapinn. „Þeir sem hefur verið skorið niður hjá hér í kring hafa ekki allir verið ánægðir með þá samninga sem þeir hafa fengið en ég hef ekki enn kynnt mér þá hlið á málinu,“ segir Sigurður. - hs Sigurður Haukur Jónsson bóndi í Skollagróf í Hrunamannahreppi bíður átekta eftir að riða greindist: 300 fjár verður fargað vegna riðusmits RIÐUSMIT Um 300 kindum og lömbum á bænum Skolla- gróf í Hrunamannahreppi verður fargað vegna riðusmits. REYKJAVÍK Upphaf þess að eitt fyrirtæki var fengið til að inn- heimta vangoldin fasteignagjöld í Reykjavík, án útboðs og formlegr- ar verðkönnunar, má rekja til fundar sem fulltrúi fyrirtækisins átti með aðstoðarmanni borgar- stjóra. „Momentum óskaði eftir fundi við mig, sem ekki gekk eftir. Þá funduðu þeir með Jóni [aðstoðar- manni borgarstjóra] og hann kynnti þetta fyrir mér. Síðan bað ég um að sviðsstjóri fjármála- sviðs skoðaði þetta mál, enda hafði verið umræða hjá sviðinu um að hagræða og spara. Hann fór yfir þetta og gaf jákvæða umsögn. Annars hefðum við aldrei gert þetta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borg- arstjóri. Samningsdrögin hafi síðan verið kynnt og samþykkt í borgarráði. Fram hefur komið í Fréttablað- inu að nýtt fyrirkomulag inn- heimtu vangoldinna fasteigna- gjalda geti þýtt að einkafyrirtæki leggi allt að 43 prósent ofan á hin opinberu gjöld og kalli það inn- heimtukostnað og ítrekunargjald. Er þá virðisaukaskattur meðtal- inn, en dráttarvextir ekki. Einnig hefur komið fram að þáverandi fjármálastjóri borgar- innar taldi ekkert athugavert við að samið væri beint við eitt fyrir- tæki. Tíðkast hafi að útdeila verk- efnum á þann hátt hjá borginni. Vilhjálmur tekur í sama streng. Í mörg ár hafi borgin nýtt einka- fyrirtæki til að innheimta opinber gjöld og þau verkefni hafi ekki heldur verið boðin út. Honum hafi því þótt í lagi að leyfa Momentum að gera þetta án útboðs, enda um tveggja ára tilraunaverkefni að ræða. Borgarráð hafi síðan rætt um að bjóða þetta út eftir tvö ár. Fyrrverandi borgarstjóri telur ekki að neinar reglur hafi verið brotnar, en kjörorð borgarinnar um góða nýtingu fjármuna felur í sér að leitað skuli hagkvæmustu leiða í hvert sinn. Samkvæmt stefnu Reykjavíkur um verklag og gegnsæja stjórnsýslu skal svo gæta jafnræðis- og samkeppnis- sjónarmiða. „Embættismennirnir litu yfir þetta og gerðu ekki athugasemdir við þessa aðferð,“ segir Vilhjálmur. Jón Kristinn Snæhólm, þáver- andi aðstoðarmaður borgarstjóra, segir sömuleiðis að fjármálasvið hafi séð um sjálfa samningagerð- ina. Því hafi verið „alveg klárt að við töldum okkur ekki vera að brjóta neinar reglur“. Hann veit ekki til þess að oftar hafi verið samið beint við eitt fyrirtæki í sinni starfstíð. klemens@frettabladid.is Momentum fundaði með aðstoðarmanni Momentum fundaði á sínum tíma við aðstoðarmann borgarstjóra og bauðst til að innheimta vangoldin fasteignagjöld. Þá var minnisblað sent embættismönn- um til umsagnar. „Töldum okkur ekki brjóta neinar reglur,“ segir Jón Kristinn. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Hér hefur tíðkast að semja beint við ýmis einkafyrirtæki í áranna rás, þrátt fyrir háleit markmið um útboð, jafnræðisreglu og samkeppnis- sjónarmið. MYND/ÚR SAFNI Hafin er í Suður-Ameríku lokatil- raun til að hafa uppi á fyrrverandi meðlimum þýska nasistaflokksins sem eru sekir um stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöldinni. Herferðir verða reknar í fjölmiðlum og féverðlaunum heitið fyrir upplýsingar sem leiða til sakfellingar. Talið er að fjöldi nasista hafi flúið til Chile, Úrúgvæ, Argentínu og Brasilíu eftir stríðið. SUÐUR-AMERÍKA Leitað að nasistum VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON JÓN KRISTINN SNÆHÓLM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.